Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 74
New York-rappkóngurinn Jay-Z er ekki lengi að skella í eitt stykki plötu þegar andinn kemur yfir hann. Hann fór á forsýningu kvikmyndarinnar Ameri- can Gangster í september síðastliðnum, varð fyrir uppljómun og samdi heila plötu sem kemur í verslanir eftir helgina. Trausti Júlíus- son hlustaði á gripinn. Snemma í september fór Jay-Z á sérstaka forsýningu á nýjustu mynd Ridleys Scott, American Gangster. Myndin, sem hefur fengið góðar viðtökur, rekur sögu eiturlyfjabarónsins Franks Lucas í Harlem á áttunda áratugnum. Það er Denzel Washington sem leikur Frank, en meðal annarra leikara eru Russell Crowe, Common og RZA úr Wu-Tang Clan. Jay-Z var sjálfur umsvifamikill eiturlyfja- sali í Brooklyn áður en hann sneri sér að hip-hoppinu og hann varð fyrir svo sterkri upplifun á sýn- ingunni að hann var farinn að semja rímur fyrir nýja plötu á leið- inni út af myndinni. Tæpum tveim- ur mánuðum síðar var platan tilbú- in, en hún hefur sama titil og myndin, American Gangster, og er þemaplata byggð á reynslu rapp- arans sjálfs og efni myndarinnar. Platan er samt ekki bara glans- mynd af lífi eiturlyfjasalans, heldur tekur hún líka fyrir afleið- ingarnar sem lífsstíll hans hefur í för með sér. Jay-Z pantaði hljóðver og hófst handa af miklum krafti. Hann lét myndina rúlla stöðugt á stórum plasmaskjá í hljóðverinu á meðan hann tók plötuna upp. Hann hafði samband við Diddy, sem hafði verið að stinga upp á því við hann að þeir ynnu saman að plötu. Diddy átti eitthvað af töktum í handrað- anum sem upptökuteymið hans The Hitmen hafði unnið upp úr sálartónlist frá 8. áratugnum. Það varð úr að The Hitmen pródúser- uðu helming laganna á American Gangster. Margir taktanna minna á tónlistina úr blaxploitation- myndum áttunda áratugarins, blástur og þykkir orgelhljómar eru t.d. áberandi. Allir eru boðnir og búnir þegar kóngurinn kallar og meðal annarra sem eiga lög á plötunni má nefna Jermaine Dupri, Just Blaze og The Neptunes. Gesta- innkomur eiga svo Lil‘ Wayne, Pharrell, Beanie Sigel og Nas. American Gangster er tíunda plata Jay-Z en sú fyrsta, Reasonable Doubt, kom út fyrir ellefu árum. Pöturnar hans eru ekki allar jafn góðar. Sú síðasta, Kingdom Come, var t.d. ekki mjög sterk. Flæðið og orðaleiknin er samt slík að það er alltaf gaman að því að hlusta á hann rappa. Nýja platan hefur sterkan heildarsvip og hún fer auðveldlega í hóp bestu rappplatna ársins. Jay-Z er sjálfur í skýjunum með hana. Hann segir að markmiðið hafi verið að búa til plötu sem hægt væri að spila sem eitt verk. Og það tókst. Hann er þeirrar skoðunar að American Gangster fari í hóp hans allra bestu platna með Reasonable Doubt og The Blueprint. Eftir nokkrar vikur verður frumsýnd hér á landi myndin I‘m Not There sem fjallar um ævi Bob Dylan en lögin úr myndinni voru að koma út á tveimur spikfeitum diskum. Þar fá margir af best þekktu grasrótartónlistar- mönnum samtímans að spreyta sig á lögum Dylans, allt frá hans þekktustu stefjum yfir í lög sem aðeins hafa heyrst áður í einhvers konar sjóræningaútgáfum. Fyrir plötuna var einnig sérstaklega sett saman hljómsveitin The Million Dollar Bashes sem ekki ómerkari spámenn skipa en til dæmis Lee Ranaldo og Steve Shelley úr Sonic Youth, Wilco-gítarleikarinn Nels Cline, Tom Verlaine, aðalhöfuð Television, og Tony Garnier, bassaleikari Dylans. Spilar sveitin undir í alls fimm lögum, meðal annars með Stephen Malkmus í tveimur lögum og Karen O úr Yeah Yeah Yeahs í Highway 61 Revisited. Calexico spilar einnig undir í fimm lögum og stendur sig best með Jim James úr My Morning Jacket, Iron & Wine og Charlotte Gainsbourg. Framlög The Black Keys, Mason Jennings (Þá The Lonesome Death of Hattie Carroll, þar sem útgáfa hans af The Times They Are A-Changin‘ er frekar vond), Mira Boillotte úr White Magic, Yo La Tengo (sérstaklega Fourth Time Around), Sufjan Stevens og Jeff Tweedy finnst mér þó skara fram úr. Auðvitað fá gamlir jálkar einnig að láta ljós sitt skína og þar ber hæst veiklulega en sjarmerandi útgáfu Roger McGuinn úr The Byrds af One More Cup of Coffee, Tombstone Blues með Woodstock-hetjunni Richie Havens og Just Like Tom Thumb’s Blues í flutningi Ramblin‘ Jack Elliott. Lögin sem Willie Mason og Los Lobos flytja hefðu hins vegar alveg mátt missa sín. Hápunktur plötunnar er hins vegar lokalag hennar, titillagið sjálft í flutning Bob Dylan (lagið er heldur ekki amalegt með Sonic Youth) en lagið er líklega þekktasta lag Dylans sem ekki hefur komið út áður. Þetta er því í fyrsta skipti sem lagið kemur formlega út. Og lagið klikkar ekki, er í raun jafn æðislegt og útgáfa Eddie Vedder af All Along the Watchtower er óspennandi. Grasrótin japlar á Dylan Tónlistarkonan Elíza Geirsdóttir heldur tónleika í London á mánu- dag í tilefni af útgáfu fyrstu sóló- plötu sinnar, Empire Fall, sem kom út í Bretlandi á dögunum. Elíza gefur út plötuna undir sínu eigin útgáfumerki, Lava- land, í samstarfi við Imprint og Cargo Records í Bretlandi sem eru með öflugustu sjálfstæðu dreifingaraðilum í Evrópu. Einnig er Empire Fall komin út í stafrænu formi í gegnum State51 og fæst platan í öllum helstu net- verslunum heims, þar á meðal Itunes. Elíza kemur fram á The Heavenly Social sem er þekktur tónleikastaður í miðborg Lund- úna. Hann er rekin af Heavenly Records sem er hluti af útgáfu- risanum EMI en menn þaðan buðu Elízu sérstaklega að koma og halda útgáfutónleika á staðn- um eftir að hafa heyrt nýju plöt- una. Empire Fall hefur fengið lof- samlega dóma í Bretlandi og er stefnt á frekara tónleikahald þar og víðar í Evrópu í byrjun nýs árs þegar fyrsta tvöfalda smá- skífa plötunnar kemur út. Elíza til London Jimmy Page, gítarleikari Led Zeppelin, seg- ist hafa dottið um stein í garðinum sínum þegar hann braut litla fingur vinstri handar á dögunum. Fyrir vikið þurfti að fresta endur- komutónleikum sveitarinnar um tvær vikur, eða til 10. desember. „Ég lenti ekki bara á hendinni heldur á öðrum líkamspörtum líka. En auðvitað þurfti höndin að fara verst út úr þessu,“ sagði Page á verðlaunahátíð í London. Bætti hann því við að hefði þetta komið fyrir hægri höndina hefði hann líklega komist upp með það og þá hefði ekki þurft að fresta tónleikunum. „Þetta var það síðasta sem ég hefði viljað að kæmi fyrir nokkurn mann, hvað þá sjálfan mig. Það eina sem ég get gert er að biðja aðdáend- ur mína og alla sem hafa orðið fyrir óþæg- indum út af þessu afsökunar.“ Vegna ósættis meðal eftirlifandi meðlima Zeppelin um árin óttuðust margir að sveitin kæmi aldrei aftur saman. Page segir alla góða vini núna og móralinn í sveitinni vera góðan. „Það erfiðasta fyrir okkur eftir öll þessi ár var að hittast allir í sama herbergi. Eftir það gengu hlutirnir frábærlega og krafturinn í tónlistinni tók völdin.“ Page grínaðist einnig með að ef hann hefði ekki lent í slysinu væri Zeppelin örugglega tilbúin með tvær plötur nú þegar. Hrasaði um stein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.