Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 28
greinar@frettabladid.is
Löggjöf um áfengi hefur í gegnum tíðina reynst íslensk-
um stjórnmálamönnum erfið viður-
eignar. Það tók 75 ár frá afnámi
áfengisbanns þar til loks var sam-
þykkt á Alþingi að heimila sölu
áfengs öls. Í hvert sinn sem frum-
vörp þess efnis voru lögð fram
upphófust miklar svartsýnisspár
um afleiðingarnar. Fáir vildu nú
þá Lilju kveðið hafa. Og þeir sem
það gerðu kjósa helst að það liggi í
þagnargildi. Í dag yrði nefnilega
hlegið að þeirri hugmynd að banna
á ný sölu áfengs öls hér á landi.
Meðal þeirra sem sáu vitleysuna í
bjórbanninu var leiðarahöfundur
Morgunblaðsins sem skrifaði hinn
12. apríl 1986:
„En því miður er mannskepnan
því markinu brennd að hún er
hluti af umhverfinu eins og vín-
viðurinn og fíkniefnaplönturnar
og ásókn í þessa vímugjafa hefur
fylgt mannkyninu frá örófi alda.
Það verður ekki frá því tekið úr
því sem komið er, því miður, ekki
frekar en menn hætta að full-
nægja kynþörf sinni vegna þess
að það gæti haft í för með sér sjúk-
dóma. Maðurinn er langt frá full-
kominn, goðkynjuð vera sem
stenzt freistingar sínar og getur
lifað í hættulegu umhverfi eins og
dauðhreinsað væri. Hann mun
ávallt þurfa að glíma við vanda-
mál eins og áfengis- og fíkniefna-
neyslu – og þá er að leita leiða til
að uppfræða fólk um þær hættur
sem við blasa og kenna því að
bregðast við umhverfinu á réttan
hátt. Boð og bönn vekja uppreisnar-
hug með mönnum og duga í
engu.“
Nú, rúmum tuttugu árum síðar,
er enn deilt um boð og bönn í
áfengismálum. Margar þær sömu
röksemdir og heyrðust þá eru not-
aðar gegn frumvarpi Sigurðar
Kára Kristjánssonar, og sextán
annarra þingmanna, um afnám á
því fornfálega kerfi áfengisútsölu
sem hér er við lýði.
Jafnvel þótt hér verði ekki tekið
undir málflutning andstæðinga
frumvarpsins er vert að gefa mál-
flutningi þeirra gaum, sem og
þeim mikilvægu varnaðarorðum
sem eðlilegt er að heyrist um þann
skaða sem áfengi getur sannar-
lega valdið fólki. Forvarnir og
opinská umræða er holl og nauð-
synleg. Þessi sjónarmið vega hins
vegar ekki þyngra heldur en eðli-
legur réttur hvers fullveðja manns
að taka eigin ákvarðanir um líf sitt
– hvort sem öðrum kann að finnast
þær viturlegar eða ekki. Þetta
grundvallarstef frjálslyndra
stjórnmála er einn af hornsteinum
þess umburðarlynda og opna sam-
félags sem flest okkar vilja standa
vörð um.
En ekki er allt málefnalegt sem
lagt er til þessarar umræðu.
Þetta á meðal annars við um rit-
stjórnarskrif Morgunblaðsins. Í
þeim er nú hvorki að finna þá
andagift né frjálslyndi sem ein-
kenndu skrifin hér að ofan. Þess
í stað hafa flutningsmenn frum-
varpsins mátt þola að þeim séu
gerðar upp illar hvatir, þeir kall-
aðir kjánar og þeim hótað öllu
illu, bæði leynt og ljóst. „Það er
eins og flutningsmenn frum-
varpsins séu tilfinningalausir,“
sagði í leiðara Morgunblaðsins
16. október sl., „Þeir hljóta að
standa í þessari baráttu vegna
misskilinna hugmynda um
frelsið,“ sagði leiðarahöfundur
28. október og í Staksteinum 27.
október segir að það verði ekki
„eftirsóknarverð stjórnmálaleg
reynsla fyrir Sigurð Kára og
félaga að standa andspænis þeim
öflum í Sjálfstæðisflokknum sem
barizt hafa gegn frelsi í áfengis-
málum“.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins eru þó sem betur fer fróðari
um málefni flokksins heldur en
höfundur Staksteina. Þeir vita
að landsfundir flokksins hafa
samþykkt með miklum meiri-
hluta þá stefnu að gefa skuli
verslun með áfengi frjálsa. Þeir
vita það líka, sem nauðsynlegt
virðist að benda sumum á, að
kjörnir fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins sækja umboð sitt til
flokksmanna sjálfra og kjós-
enda, en ekki til ritstjórnar
Morgunblaðsins.
Þegar þetta langþráða baráttu-
mál landsfunda flokksins nær
fram að ganga er sennilegt að
mikill meirihluti landsmanna
muni fagni því – og þakka fyrir
að íslenska löggjafarsamkundan
sé smám saman að láta af þeim
hroka að vantreysta venjulegu
fólki fyrir innkaupum sínum. Og
þeir þingmenn, bæði í Sjálfstæðis-
flokknum og öðrum flokkum,
sem barist hafa fyrir þessu máli,
munu án nokkurs vafa njóta
staðfestu sinnar hjá baklandi
sínu og samflokksmönnum þegar
þeir þurfa næst á stuðningi að
halda í prófkjörum.
Þeir sem á sínum tíma börðust
gegn bjórnum hafa fæstir gaman
af því þegar sú forræðishyggja
er rifjuð upp. Að sama skapi er
líklegt að fáir andstæðingar
þessa máls muni vilja láta herma
þá afstöðu upp á sig eftir nokkur
ár þegar í ljós verður komið að
ofstopinn í forræðishyggju-
öflunum var alveg jafn óþarfur
nú eins og þá.
Höfundur er formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna.
Hver veit sitt vit best
H
vert getum við farið án söngs og lags? Hvert sem
leitað er hljómar tónlist af einhverju tagi. Útvarps-
stöðvarnar flestar byggja tilveru sína á tónlist, sjón-
varp væri lítið án tónlistar þótt það sé fæst íslensk
tónlist, kvikmyndin, leikhúsið og danssalirnir væru
snautleg fyrirbæri án tónlistar. Á samkomustöðum af flestu tagi
er tónlist hljómandi. Jafnvel úti við má heyra tónlist úr nálægum
ökutækjum, söng úr næstu húsum. Þögnin er horfin okkur, ein
meginástæða þess að hingað leitar manngrúi úr þéttbýlum nálæg-
um löndum. Tónlistin er einn meginþáttur tilveru okkar, óaðskilj-
anlegur hluti lífsins.
Það var ekki svo: fyrr á tímum var hún fátækleg fylgikona
alþýðu, hjástöð andlegra yfirvalda og haldin frilla hjá yfirstétt-
inni. Nú er hún allra. Nálægð hennar býr samt við ríka fordóma,
sumpart félagslega, sumpart af hjátrú. Hin svokallaða sígilda tón-
list er enn talin af mörgum vera ókunnugleg. Mikill meirihluti
fólks sækir ekki tónleika og þekkir ekki þann mikla og dásamlega
kraft sem tónlist býr yfir. Sama fólk getur varla séð kvikmynd án
þess að njóta áhrifa tónlistar af í í sígildum stíl og skilur hana þá
fyrirvaralaust og nýtur til fulls.
Eins er með svokallaða framúrstefnutónlist af ýmsu tagi: sumt
af henni er reyndar afturhaldssamt stagl, annað í tón- og hljóð-
heimum er þess eðlis að vera unnið úr hljóðveröld sem við þekkj-
um úr daglegu umhverfi en umbreytt í skipan hljóðskáldsins. Þá
fyrst verður það okkur torkennilegt, óárennilegt og fjarlægt.
Tónlistarlíf er í miklum blóma á Íslandi. Hér hefur myndast
á nokkrum áratugum stór stétt vel menntaðs fólks sem leikur á
hljóðfæri. Margt af því stundar kennslu með hljóðfæraleik. Stór
hópur stjórnenda af ýmsu tagi hefur föst verkefni þótt enn skorti
Sinfóníuhljómsveit Íslands metnað til að byggja upp íslenska
stjórnendur og sætti sig við að hafa stjórnanda sem lítur á vinnu
sína þar sem íhlaupaverk. Aragrúi tónleika af öllu tagi er í boði.
Allt að daglega má sækja tónleika af einhverju tagi. Þeir eru tald-
ir í þúsundum, og skipta þar með sér fjöldanum, tónleikar sem
sinna hinni menntuðu tónlist og hinir sem sinna tónlist sem stend-
ur nær hefð dægurtónlistar. Tónleikahaldið dreifist um landið en
sætir víðast hvar sömu móttökum: Íslendingar fara of lítið á tón-
leika. Þeir gefa sér ekki tíma til þess, líta ekki á það sem hluta af
hversdaglegri önn.
Tónlistarskólarnir hafa vaxið og dafnað í skjóli metnaðarfullrar
stefnu um rekstur þeirra en á sama tíma er tónlistarmenntun í
skólum hornreka. Mikið vantar á að tónlistarmenntun sé djúp-
sækinn hluti af almennri menntun, eins og reyndar listiðkun yfir-
leitt. Það er stefnuvilla hjá stjórnvöldum að reka ekki kraftmikið
tónlistarstarf í grunnskólum.
Það skilar sér; árangur íslenskra manna á erlendum vettvangi,
mörkuðum og í tónleikahaldi er til kominn fyrir þvermóðskufullan
vilja til að halda tónlistarmenntun til streitu í upphafi. Björk varð
til vegna tónlistarmenntunar á unga aldri og rétt eins verður að
huga að öllum þeim ungu björkum sem nú vaxa úr grasi.
Því á dagur tónlistarinnar erindi til okkar.
Dagur
tónlistarinnar
Vil ég afnema einokunarsölu ríkisins á áfengi? Já, því ég er talsmaður
frjálsrar verslunar. Vil ég þá að áfengi
verði selt í matvöruverslunum? Nei,
því ég óttast afleiðingarnar. Í þessari
grein ætla ég að benda á þriðju leiðina.
En fyrst að ástæðum þess að ég er á
móti því að áfengi sé selt í matvöru-
verslunum. Aðgengi eykur neyslu og
neyslu áfengis fylgja vandamál. Er ég þá forræð-
ishyggjumaður? Nei, en áfengi er það mikið eitur
að ég leyfi mér að láta skynsemina njóta vafans
þegar það er annars vegar. Ég hef enga ástæðu til
að treysta matvörukaupmönnum fyrir þessu eitri.
Hvar ætla þeir að stilla því fram? Þar sem
nammibarinn er núna? Varla!
Tölum aðeins um nammi og aðgengi. Aðgengi að
nammi hefur stóraukist frá því ég var polli.
Reyndar svo mikið að það jaðrar við geðveiki.
Skyldi offita hafa aukist? Tannskemmdir? Og hver
kallaði eftir þessu aukna aðgengi að nammi? Voru
það foreldrar sem fannst freistingum fyrir börn í
matvörubúðum ábótavant? Eða voru það hags-
munasamtök nammisjúkra barna sem
beittu þrýstingi? Meira úrval, aukið
magn, lægra verð? Nei, einhverra
hluta vegna grunar mig að kaupmenn
hafi áttað sig á þeim veikleika barna (á
öllum aldri!) að ráða ekki við sig
frammi fyrir stórum nammibar. Alveg
eins og háskólinn áttaði sig á að
spilafíkn er auðlind. Nei, ég held að
áfengis-nammibar viti ekki á gott.
Það má ekki láta glepjast af orð-
skrúði um frelsi, aðgengi og rétt
almennings þegar talað er um ávana-
efni sem leggur líf hundruða eða þúsunda í rúst
árlega. Forræðishyggja er eitt, afneitun annað.
Nú kynni ég þriðju leiðina: Einkareknar
áfengisverslanir. Leyfi til að selja áfengi í
sérverslunum yrðu skilyrðum háð og seld dýrum
dómum. Aðeins yrðu gefin út ákveðið mörg leyfi
og aðeins yrði ein slík verslun í hverju hverfi, í
hverjum bæ. Reglur yrðu settar um opnunartíma
og miklar kröfur gerðar til þess sem sæi um
reksturinn. Reyndar mætti vera meira um kröfur
þegar almenn vínveitingaleyfi eru gefin út. Kröfur
um útlit staða, þjónustu, snyrtilegheit og svo fram-
vegis. Sérstaklega í miðbænum. En það önnur
saga. Höfundur er rithöfundur.
Þriðja leiðin