Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 34
BLS. 2 | sirkus | 9. NÓVEMBER 2007
Heyrst hefur
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Ritstjóri Marta María Jónasdóttir
martamaria@365.is
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@frettabladid.is
Bergþóra Magnúsdóttir
bergthora@frettabladid.is
Forsíðumynd Valgarður Gíslason
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir
kristina@frettabladid.is
Sirkusblaðið Skaftahlíð 24
105 Reykjavík, sími 512 5000
Sölustjóri Guðný Gunnlaugsdóttir
512 5462 gunnyg@365.is
Konan klippir krullurnar
Almenn sátt virðist ríkja um að hluti af
sjarma borgarstjórans unga,
Dags B. Eggertssonar,
sé fólginn í liðuðum
hárlokkum hans.
Dagur viðurkennir í
yfirheyrslu í nýjasta
tölublaði Mannlífs að
hann láti alltaf klippa
sig heima þar sem
enginn fái að komast
í lokkana hans annar
en eiginkonan, Arna
Dögg Einarsdóttir læknir.
Dagur kemur víða við og svarar mjúkum
og hörðum spurningum í bland og er
meðal annars spurður út í
hinn króníska andstæð-
ing sinn Gísla Martein
Baldursson.
Dagur og Gísli hafa
tekist á allt frá
framhaldsskóla-
árunum þar
sem Dagur
stundaði
nám í MR en
Gísli í Versló. Þeir tókust síðan á í
stúdentapólitíkinni. Þar var Dagur
sigursæll með Röskvu á móti Gísla
Marteini í Vöku. Undanfarið hafa þeir svo
tekist á í borgarstjórn en Dagur segist
síður en svo vera orðinn þreyttur á Gísla
sem andstæðingi enda hafi baráttan við
hann „gengið býsna vel“ hingað til. Þrátt
fyrir stuttan en glæstan feril í stjórn-
málum segir Dagur þó að sætasti sigur
hans hafi verið fyrsti Íslandsmeistaratitill
Fylkis í fjórða flokki árið 1986. „Já við erum að fara gifta okkur og verðum víst
bæði að gangast við því, “ segir Ellen Kristjánsdótt-
ir söngkona þegar hún er spurð hvort hún og Eyþór
Gunnarsson tónlistarmaður ætli að ganga í það
heilaga. Ellen og Eyþór hafa verið saman í 28 ára og
eiga saman fjögur börn, þrjár dætur og einn son á
aldrinum 10-26 ára. Tilvonandi brúðhjón eru afar
samhent og hafa verið viðloðandi tónlistarbrans-
ann í áratugi. Ellen var ein af Borgardætrunum
ásamt þeim Andreu Gylfadóttur og Berglindi Björk
Jónasdóttur. Þær slógu rækilega í gegn í lok síðasta
áratugs. Flestir muna sömuleiðis eftir ógleyman-
legum flutningi Ellenar á „for“-Eurovision smellin-
um „Línudans“ eftir Magga Eiríks svo fátt eitt sé
nefnt og hún hefur sungið sig inn í hug og hjörtu
Íslendinga. Eyþór er hvað þekkastur fyrir hljóm-
borðsleik sinn í hljómsveitinni Mezzoforte auk
þess sem hann hefur mikið spilað með djassbönd-
um. Í seinni tíð hafa hafa þau sameinað krafta sína
og unnið að tónlist sinni. Þau hlutu meðal annars
viðkurkenningu biskups fyrir plötuna „Sálmar“
sem kom út árið 2004 og var söluhæsta platan það
árið. Fjölskyldan er afar tónelsk og koma allir fjöl-
skyldumeðlimir nálægt tónlist, hver með sínum
hætti. „Giftingin fer fram í Fríkirkjunni hinn 16.
nóvember og brúðkaupsveislan verður haldin í
veislusalnum Piknikk úti á Granda,“ segir Ellen og
tilhlökkunin leynir sér ekki í röddinni. Piknikk er
rekið af ljósmyndaranum og matgæðingnum
Áslaugu Snorradóttur, en Áslaug er þekkt fyrir
skemmtilegt og óhefðbundið veisluhald. Veislur
Áslaugar þykja sveipaðar ævintýraljóma sem ætti
að falla vel að tilvonandi brúðhjónum sem þykja
með eindæmum rómantísk og eru þekkt fyrir að
skapa hugljúfa og allt að himneska stemningu á
tónleikum sínum.
„Brúðarkjólinn er fundinn, enda hef ég haft mörg
ár til stefnu,“ segir brúðurin tilvonandi og hlær við
þegar Sirkus spyr hana út í brúðarkjólinn. „Það
væri brot á óskráðum brúðkaupslögum að gefa upp
slíkar upplýsingar að svo stöddu,“ segir Ellen að
lokum. bergthora@frettabladid.is
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR OG EYÞÓR GUNNARSSON GANGA Í ÞAÐ HEILAGA
Alheimsfegurðardrottningin og
líkamsræktarstöðvareigandinn,
Linda Pé, hefur sjaldan litið betur
út. Í fyrra fór hún í mikið líkams-
ræktarátak með hjálp einkaþjálf-
ara sem hefur heldur betur skilað
sér í bættu útliti. Þegar hún er
spurð að því hvað hún hafi losnað
við mörg kíló segist hún ekki hafa
talið þau.
„Ég mæli þetta frekar í hvernig
mér líður, hvort fötin passa og
þess háttar. Það er besta vigtin
fyrir mig,“ segir Linda.
„Ég breytti algerlega um lífsstíl
og fór að borða öðruvísi. Ég henti
í rauninni engum fæðutegundum
út, heldur hugsa betur um hvað ég
set ofan í mig. Ég minnkaði
reyndar súkklulaðiát töluvert en
ég er mikill súkkulaðigrís. Ætli
mitt vandamál hafi ekki helst
verið það að ég borðaði of lítið og
vitlaust. Í dag hugsa ég betur um
það sem ég borða og skipulegg
oftast hvað ég ætla að hafa í kvöld-
mat eitthvað fram í tímann. Mér
finnst það hjálpa mikið. Þetta er
ekkert flókið, borða heilsusam-
legan mat reglulega yfir daginn og
hreyfa sig meira,“ segir hún og
brosir. Linda æfir þrisvar sinnum
í viku. „Svo er að byrja fjögra vikna
jólaátak hér í Baðhúsinu um
miðjan nóvember sem ég ætla að
fara í.“ Hún segist líka fara viku-
lega í nudd.
„Mér finnst það gera mikið fyrir
mig jafnt líkamlega sem andlega.
Ég fer aðallega í sogæðanudd en
einu sinni í mánuði fer ég í gott
slökunarnudd og gef mér tíma til
að fara í pottinn og gufuna á eftir.“
Hún bætir því við að heimatökin
séu hæg þar sem Baðhúsið bjóði
upp á nudd.
Þegar hún er spurð út í skemmti-
legustu æfingarnar nefnir hún
hlaupabrettið.
„Það hentar mér best, hröð
ganga og hlaup. Svo er ég dugleg
að ganga úti með barn og hund
um helgar.“
Hvað finnst þér leiðinlegast?
„Það er alltaf erfitt að koma sér
af stað og bíða eftir að árangurinn
skili sér. Um leið og hann fer að
sjást leyfir maður sér ekki að finn-
ast þetta leiðinlegt því það er svo
gaman og spennandi að sjá líkam-
ann styrkjast.“
Klæðir þú þig öðruvísi eftir að
þú grenntist?
„Ég hef nú frekar klassískan
fatasmekk þannig að hann hefur
ekki breyst neitt ýkja mikið. Er
bara í nokkrum númerum minni
fötum en áður,“ segir hún alsæl
með árangurinn. martamaria@365.is
LINDA PÉTURSDÓTTIR HEFUR SJALDAN VERIÐ FLOTTARI
Hemur súkkulaðigrísinn í sjálfri sér
Þóra Sigurðardóttir
rithöfundur
FREEPORT Á BAHAMAS
RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA:
Tony Macaroni, yndislegur staður á
ströndinni sem er rekinn af fyrrnefnd-
um Tony en einungis er hægt að fá
einn rétt á staðnum sem heitir conch
og er þjóðarréttur Bahamabúa. Á
fimmtudögum er hann með karókí og
á sunnudögum býður hann upp á
djass. Þetta er magnaður staður.
MORGUNMATURINN:
Egg Benedict úti á verönd
heima. Þetta borðum við
alltaf á sunnudögum því
þetta er svolítið fitandi og
við myndum verða hnöttótt
fljótlega ef þetta væri alltaf í
boði.
LÍKAMSRÆKTIN:
Göngutúr á ströndinni.
UPPÁHALDSVERSLUNIN:
Ég verð að segja verslunin
Seventeen sem er tískuvöruverslun
þeirra Bahamabúa, hún er reyndar
ekki alveg jafn smart og Sautján-
verslunin á Íslandi. Minnir meira á
Kiss í Kringlunni. Tískan þarna er
svona: Því skrautlegri því betri.
BEST VIÐ BORGINA:
Hún er lítil, ekki mikil umferð og alltaf
gott veður.
Borðar Egg Benedict á
sunnudögum
HEFUR HAFT NÆGAN TÍMA
TIL AÐ VELJA BRÚÐARKJÓLINN