Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ En ekki hver Úr öskunni í eldinn Kyrjar í kór með Tom Waits og Jesú Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Landsbankanum og Andra Má Ingólfssyni, eiganda Heims- ferða, markaðsverðlaun ÍMARK. Þetta er í sautjánda sinn sem verðlaunin eru veitt. Reyndir stjórnendur úr atvinnulífinu auk þeirra sem áður hafa hlotið nafnbótina markaðsmaður ársins tóku þátt í að velja nýjan sigurvegara og tilkynnti Ingólfur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri hjá Landsbankanum um valið. Í umsögn um Andra Má segir meðal annars: „Andri Már hefur með ráðdeild, dugnaði og útsjónarsemi náð að byggja upp öflugt fyrirtæki með markaðsleiðandi stöðu á hörðum samkeppnismarkaði á Norðurlönd- unum og Írlandi“. Í ræðu Ingólfs kom fram að í mars 1992 hafi Andri Már stofnað ferðaskrifsofuna Heimsferðir, sem hafi haft frumkvæði á að bjóða Íslendingum nýja áfangastaði í leiguflugi. Velta félagsins hafi margfaldast undanfarin ár og reksturinn ávallt skilað arðsemi. Félgið hefur keypt ferðastofur á Norðurlöndum og á Írlandi. Áætlað er að sala Primera Travel Group, móðurfélagsins, verði yfir 600 milljón evrur á næsta ári, þar af komi um níu prósent tekna félagsins frá Íslandi. Um 140 gestir voru viðstaddir verðlaunaafhend- inguna, sem fór fram í hádeginu í gær á Hilton Reykjavík Nordica. Aðspurður sagðist Andri kunna vel að meta viðurkenninguna og vera stoltur yfir nafnbótinni. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin og Gunnar Már Sigurfinnsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, var sérstakur ræðumaður dagsins. Andri Már Ingólfsson er markaðsmaður ársins Gott að sóðar séu sektaðir Í Bretlandi er bannað með lögum að deyja í þinghúsinu í London. Þessi lög þykja þau fáránlegustu þar í landi samkvæmt skoðana- könnun sem bresk sjónvarpsstöð lét gera. Frá þessu er skýrt á fréttavef BBC. Lög um að ekki megi senda póst með frímerki á hvolfi lentu í öðru sæti yfir fáránlegustu lög Bret- lands. Í þriðja sæti voru lög um að konur megi vera berar að ofan á almannafæri í Liverpool, en því aðeins að þær vinni við afgreiðslu- borð í gullfiskabúð. Af öðrum lögum sem lentu á topp tíu listanum má nefna að í Skotlandi er skylda að hleypa fólki inn til að nota klósettið, og í Bretlandi öllu hafa óléttar konur fullt leyfi til að pissa hvar sem er – meira að segja í lögreglu- hjálma. Þá mun vera leyfilegt að drepa Skota í borginni York, en þó aðeins ef Skotinn er svo ógætinn að vera með boga og örvar. Ýmis fáránleg lög frá öðrum löndum voru einnig nefnd í skoð- anakönnuninni, þar á meðal lög um að karlmönnum sé bannað að pissa standandi eftir klukkan tíu að kvöldi í Sviss. Í Florida í Bandaríkjunum mega giftar konur ekki stunda fallhlífarstökk á sunnudögum og í Ohio er bannað að gera fiska ölv- aða. Þá er ólöglegt að aka bifreið með bundið fyrir augun í Ala- bama. Einnig má nefna að í Indónesíu liggur dauðarefsing við því að fróa sér, en í Frakklandi er bann- að að gefa svínum nafnið Napó- leon. Bannað að deyja í þinghúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.