Fréttablaðið - 09.11.2007, Qupperneq 16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
En ekki hver Úr öskunni í eldinn
Kyrjar í kór með Tom Waits og Jesú
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, afhenti Landsbankanum og
Andra Má Ingólfssyni, eiganda Heims-
ferða, markaðsverðlaun ÍMARK. Þetta er í
sautjánda sinn sem verðlaunin eru veitt.
Reyndir stjórnendur úr atvinnulífinu auk þeirra
sem áður hafa hlotið nafnbótina markaðsmaður
ársins tóku þátt í að velja nýjan sigurvegara og
tilkynnti Ingólfur Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri hjá Landsbankanum um valið. Í umsögn um
Andra Má segir meðal annars: „Andri Már hefur
með ráðdeild, dugnaði og útsjónarsemi náð að
byggja upp öflugt fyrirtæki með markaðsleiðandi
stöðu á hörðum samkeppnismarkaði á Norðurlönd-
unum og Írlandi“.
Í ræðu Ingólfs kom fram að í mars 1992 hafi
Andri Már stofnað ferðaskrifsofuna Heimsferðir,
sem hafi haft frumkvæði á að bjóða Íslendingum
nýja áfangastaði í leiguflugi. Velta félagsins hafi
margfaldast undanfarin ár og reksturinn ávallt
skilað arðsemi. Félgið hefur keypt ferðastofur á
Norðurlöndum og á Írlandi. Áætlað er að sala
Primera Travel Group, móðurfélagsins, verði yfir
600 milljón evrur á næsta ári, þar af komi um níu
prósent tekna félagsins frá Íslandi.
Um 140 gestir voru viðstaddir verðlaunaafhend-
inguna, sem fór fram í hádeginu í gær á Hilton
Reykjavík Nordica. Aðspurður sagðist Andri kunna
vel að meta viðurkenninguna og vera stoltur yfir
nafnbótinni.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti
verðlaunin og Gunnar Már Sigurfinnsson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, var
sérstakur ræðumaður dagsins.
Andri Már Ingólfsson er
markaðsmaður ársins
Gott að sóðar séu sektaðir
Í Bretlandi er bannað með lögum
að deyja í þinghúsinu í London.
Þessi lög þykja þau fáránlegustu
þar í landi samkvæmt skoðana-
könnun sem bresk sjónvarpsstöð
lét gera. Frá þessu er skýrt á
fréttavef BBC.
Lög um að ekki megi senda póst
með frímerki á hvolfi lentu í öðru
sæti yfir fáránlegustu lög Bret-
lands. Í þriðja sæti voru lög um
að konur megi vera berar að ofan
á almannafæri í Liverpool, en því
aðeins að þær vinni við afgreiðslu-
borð í gullfiskabúð.
Af öðrum lögum sem lentu á
topp tíu listanum má nefna að í
Skotlandi er skylda að hleypa
fólki inn til að nota klósettið, og í
Bretlandi öllu hafa óléttar konur
fullt leyfi til að pissa hvar sem er
– meira að segja í lögreglu-
hjálma.
Þá mun vera leyfilegt að drepa
Skota í borginni York, en þó
aðeins ef Skotinn er svo ógætinn
að vera með boga og örvar.
Ýmis fáránleg lög frá öðrum
löndum voru einnig nefnd í skoð-
anakönnuninni, þar á meðal lög
um að karlmönnum sé bannað að
pissa standandi eftir klukkan tíu
að kvöldi í Sviss.
Í Florida í Bandaríkjunum
mega giftar konur ekki stunda
fallhlífarstökk á sunnudögum og í
Ohio er bannað að gera fiska ölv-
aða. Þá er ólöglegt að aka bifreið
með bundið fyrir augun í Ala-
bama.
Einnig má nefna að í Indónesíu
liggur dauðarefsing við því að
fróa sér, en í Frakklandi er bann-
að að gefa svínum nafnið Napó-
leon.
Bannað að deyja í þinghúsinu