Fréttablaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 54
BLS. 14 | sirkus | 9. NÓVEMBER 2007
SPURNINGAKEPPNI sirkuss
Svör: 1. Fanney Lára Guðmundsdóttir. 2.Pétur Pétursson. 3.
Blackout. 4. Atli Bollason. 5. Steinunn Sigurðardóttir
fatahönnuður. 6. Dísella. 7.Ragnhildur Hjaltadóttir. 8. Anna
Júlía Friðbjörnsdóttir og Karlotta Blöndal 9.Skrudda ehf. 10.
Guðmundur Steingrímsson
Davíð Þór
1. Ég hef ekki hugmynd.
2. Pétur Pétursson.
3. Ekki hugmynd.
4. Aldrei heyrt talað um
þessa hljómsveit.
5. Ólafur Elíasson.
Hannes Heimir barði trumburnar eins og endranær til sigurs. Hannes fékk fimm stig af tíu mögulegum á
móti þremur stigum Davíðs Þórs. Davíð Þór skorar á dagskrárgerðarmanninn Ásgrím Sverrisson til að slá
Hannes Heimi út af laginu í næstu viku.
1. Hver var kosin fegurðardrottning
Norðurlanda nú á dögunum?
2. Hver er aðstoðarmaður nýráðins
landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu?
3. Hvað heitir nýjasta plata söngkonunnar
Britney Spears?
4. Hver er hljómborðsleikari hljómsveitar-
innar Sprengjuhöllin?
5. Hvaða íslenski hönnuður hlaut norrænu
hönnunarverðlaunin „Ginen“ í haust?
6. Hvaða íslenska söngkona sendi nýverið
frá sér plötuna „Solo Noi“?
7. Hver gegnir stöðu ráðuneytisstjóra
samgöngumálaráðuneytisins?
8. Hverjir ritstýra myndlistartímaritinu
Sjónauka?
9. Hvaða útgáfufyrirtæki gefur út endur-
bætta útgáfu af 10 litlum negrastákum?
10. Hver er aðstoðarmaður borgarstjóra?
SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM GÖNGU SINNI. SLÁTTUR HANNESAR
HEIMIS VIRÐIST ÞÉTTUR OG ÖRUGGUR, ALLS HEFUR HANN UNNIÐ 7 MÓTHERJA OG
ER AÐ NÁLGAST FJÖLDA SIGRA HELGA SELJANS SEM VORU ÁTTA TALSINS. HÉR
MÆTIR HANNES HEIMIR GETTU BETUR-KÓNGINUM DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSYNI.
5 RÉTT SVÖR 3 RÉTT SVÖRHannes Heimir
1. Veit það ekki.
2. Pétur Pétursson.
3. Give me more.
4. Veit það ekki.
5. Steinunn Sigurðardóttir.
6. Dísella Lárusdóttir.
7. Anna Júlía Friðbjörnsdóttir
og Karlotta Blöndal.
8. Ekki hugmynd.
9. Ég giska á JPV.
10. Guðmundur
Steingrímsson.
6. Dísella.
7. Veit ekki.
8. Ég hef aldrei heyrt
talað um þetta blað.
9. Edda.
10. Guðmundur
Steingrímsson.
I nga Lind er ástargyðja,“ segir Sig-ríður Klingenberg spákona um
sjónvarpskonuna. „Hún þarf ekki
annað en labba niður Laugaveginn og
það svífur á alla karlmenn bara við
það eitt að sjá augnatillit hennar. Hún
hefur verið drottning í fyrra lífi, jafn-
vel Kleópatra. Inga Lind er dugleg,
heldur vel heimili, er smekkleg og
hefði getað verið innanhússarkitekt
eða skapað sér starf með eitthvað
þesslegt í huga. Inga á alltaf eftir að
verða áberandi. Henni þykir gaman
að fólki og er hlý og framkvæmdasöm.
Hennar markmið í lífinu er að hafa
gaman í dag svo allir dagar í kringum
Ingu Lind eru skemmtilegir. Inga Lind
er dálítill strákur í sér og þar af leið-
andi er betra fyrir hana að vinna með
strákunum. Konur geta orðið dálítið
afbrýðisamar út í Ingu Lind en hún
mun ekki skilja af hverju. Hún hefur
þann góða sið að tala aldrei illa um
náungann og er mikill verndari þeirra
sem hún tekur að hjarta sínu. Hún er
einlæg, og hefur töluna 3 sem er lista-
tala enda er hún eins og listaverk í
útliti. Fólk sækir í að vinna með Ingu
Lind því hún skapar jafnvægi á vinnu-
stað. Hún er búin að vera á ári þar
sem hún hefur hugsað mikið um
sjálfa sig, ræktað líkamann og hug-
ann og kemur einbeitt fram í lífs-
orkuna árið 2008. Carry on Inga
Lind..“
Inga Lind er ástargyðja
INGA LIND KARLSDÓTTIR „Hún þarf
ekki annað en labba niður
Laugaveginn og það svífur á
alla karlmenn bara við það
eitt að sjá augnatillit hennar,“
segir frú Klingenberg um
sjónvarpskonuna.
Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus
www.klingenberg.is
Í dag kemur út bókin, Ball á Bessastöðum, sem er barnabók eftir Gerði Kristnýju. Bókin fjallar um
forsetann og hans daglega líf.
,,Ég hafði verið að lesa norskar barnabækur þar
sem kóngurinn kemur gjarnan við sögu. Hann birt-
ist til dæmis á svölum hallarinnar og veifar til
mannfjöldans og ég fór að velta því fyrir mér hvort
ekki gæti verið gaman að semja barnasögu um upp-
diktaðan íslenska forseta. Krakkar hljóta að velta
því fyrir sér hvernig það sé að vera forseti, hvort það
sé eintómt fjör og hvað hann eiginlega geri alla
daga,“ segir Gerður. Hún vill þó ekki meina að bókin
sé um Ólaf Ragnar.
,,Nei, nei, alls ekki. Hins vegar
birtist Ólafur Ragnar sem leynigest-
ur í bókinni. Í bókarlok eru myndir
af öllum forsetum íslensku þjóðar-
innar, sem Halldór Baldursson
teiknar eins og allar aðrar myndir í
bókinni, og þar er látið líta út fyrir
að forsetinn í bókinni taki við af
Ólafi Ragnari.“ Ball á Bessastöðum
fjallar um forseta sem er nafnlaus
og því bara kallaður forsetinn.
„Honum er farið að leiðast starfið sitt. Hann fær
nefnilega svo mikið af bréfum og þau þarf bæði að
lesa og svara að hann hefur engan tíma lengur til að
gera neitt skemmtilegt, s.s. að klippa á borða,
afhenda verðlaun eða heimsækja leikskóla. Svo er
hann eini forseti landsins og veit því ekkert með
hverjum hann á að borða í hádeginu. Ritararnir
hans bjóða honum aldrei með sér út á Bæjar-
ins bestu. Eiginlega langar þennan forseta
mun meira til að verða gröfustjóri og einn
daginn lætur hann það eftir sér. Við sögu
koma líka til dæmis selir, hjóla-
brettastelpa, ráðskonan á
Bessastöðum, strákur
sem missir gleraugun
sín út í Tjörnina og veð-
urglögg stúlka úr
Mývatnssveit. Síðast en
ekki síst er sagt frá
heilmiklu balli.“
Þegar Gerður Kristný
er spurð að því hvort hún
þekki Ólaf Ragnar segir hún
svo ekki vera.
,,Nei, við erum ekki
málkunnug en ég efast ekki
um að hann sé dyggur lesandi Sirkuss og eigi
því eftir að frétta af bókinni von bráðar.“
Sirkus hafði samband við forsetaskrifstof-
un en skrifstofustjórinn, Örnólfur Thorsson,
vildi ekkert um málið segja,
martamaria@365.is
GERÐUR KRISTNÝ SKRIFAÐI BÓK UM FORSETANN:
ÓLAFUR RAGNAR
ER LEYNIGESTUR
Gerður Kristný segir að krakkar hljóti
að velta því fyrir sér hvernig líf
forsetans sé.
BALL Á BESSASTÖÐUM Halldór Gylfason
myndskreytti bókina. Aftan á bókinni er
ekki hefðbundin höfundarmynd heldur
skopteikning af honum sjálfum og Gerði
Kristnýju. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Ég bjó erlendis í rúm tíu ár og verð að
viðurkenna að ég hef ekki séð allar þær
íslensku myndir sem hafa verið í boði. Sú
mynd sem kemur þó fyrst upp í huga
minn er kvikmyndin 1,0 í leikstjórn
Marteins Þórssonar. Börn náttúrunnar í
leikstjórn Friðriks Þórs
er sömuleiðis ein af
mínum uppáhalds
myndum og ég á
mjög erfitt með að
gera upp á milli þessara
tveggja bíómynda.“
Sigtryggur
Baldursson,
tónlistarmaður.
„Sódóma Reykjavík er lang besta
íslenska myndin sem gerð hefur verið
hingað til og ein af fáum íslenskum
myndum sem hægt er að segja að sé
skemmtileg ef frá eru taldar „Lífs“-myndir
Þráins Bertelssonar. Í þá daga virtust
íslenskir kvikmyndagerðarmenn lengst af
leggja upp með það að vera leiðinlegir
og láta landlægt skammdegisþunglyndi
eitra kvikmyndir sínar. Gegn þessari
brenglun sigldi Óskar Jónasson, í kjölfar
Þráins, með sinni einföldu og léttleikandi
gamanmynd sem sýndi og sannaði að
það var hægt að gera íslenskt bíó án
þess að notast við haglabyssur og
tilgangslausa nekt (Þráinn flaskaði á því).
Í Sódómu fór saman góður leikur (meira
að segja Björn Jörundur var góður),
skemmtileg saga, fín
tónlist og almenn
lífsgleði. Allt
mjög óíslenskt í
mynd sem gæti
ekki verið
íslenskari.“
Þórarinn
Þórarinsson,
ritstjóri Mannlífs.
„Sú íslenska
bíómynd sem
stendur næst hjarta mínu er kvikmyndin
Dís í leikstjórn Silju Hauksdóttur en við
stöllur, ég, Silja og Birna Anna
Björnsdóttir unnum handritið út frá
bókinni Dís sem við skrifuðum árið
2000. Það er mikil þörf á kvikmyndum
sem sýna samfélagslega stöðu ungra
kvenna á Íslandi í samtímanum og í því
ljósi er kvikmyndin Dís mikilvægt innlegg
í umræðuna. Bíómyndin Börn náttúrunnar
er einnig í miklu uppáhaldi hjá mér og
fegurð sögunnar
lætur engan
ósnortinn.“
Oddný
Sturludóttir,
borgarfulltrúi
og rithöfundur,
„Mynd Dags
Kára, Nói albínói,
er ein af mínum uppáhalds íslensku
bíómyndum. Hún er mér mjög minnis-
stæð og kom mér virkilega á óvart.
Leikurinn er ótrúlega sterkur og
karakterarnir í myndinnni ógleymanlegir.
Stuðmyndin „Með allt á hreinu“ í
leikstjórn Ágústs Guðmundssonar skipar
einnig heiðursess hjá mér og er sú
bíómynd sem ég get horft á aftur og
aftur og alltaf hlegið jafn mikið.“
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
leikkona.
íslenska bíómyndin?
uppá-
halds...