Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2007, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 09.11.2007, Qupperneq 25
Marel Food Systems væntir þess að sjá ábata vegna fyrirtækja- kaupa í næsta uppgjöri. Hörður Arnarson, forstjóri félagsins, segir hins vegar ákveðin von- brigði að ávinningur af samþætt- ingu við AEW Delford og Scan- vaegt skuli ekki hafa komið fram á þriðja ársfjórðungi líkt og vænst hafi verið. Hann kynnti árshluta- uppgjör félagsins í gærmorgun. Á þriðja ársfjórðungi nemur bókfært tap Marel Food Systems 5,7 milljónum evra eftir skatta, eða tæpum 500 milljónum króna. Í tapi fjórðungsins vegur þungt reiknað tap vegna lækkunar á bréfum í iðnsamstæðunni Stork í Hollandi. Marel á hlut í eignar- haldsfélaginu LME sem á 43 pró- sent í Stork. Í gangi eru viðræður um sameiningu Marel Food Syst- ems og Stork Food Systems, sam- hliða viðræðum um kaup breska fjárfestingasjóðsins Candover á því sem eftir stendur í Stork. Hörður segist vonast eftir niður- stöðu í þeim viðræðum innan nokkurra vikna, en bætir við að ekki sé hægt að gefa sér að þær endi með samruna félaganna. „Innri vöxtur er lægri en við stefndum að, en í fullu samræmi við það sem gerist þegar menn eru í stórum yfirtökum,“ segir Hörður jafnframt, en velta félagsins hefur engu að síður aukist um 54 pró- sent milli ára. Þá hefur, að sögn Harðar, veik staða Bandaríkjadals áhrif á vaxtatölur í Bandaríkjun- um, þar sem félagið gerir upp í evrum. „En í mótteknum pöntun- um hefur verkefnastaðan batnað umtalsvert og er í samræmi við okkar áætlanir,“ segir hann. Vonbrigði með samþættingu Föroya Banki hagnað- ist um 22,3 milljónir danskra króna á þriðja ársfjórðungi, eða um rúmar 256 milljónir íslenskra króna. Í uppgjöri bankans er hagnaðurinn sagður ásættanlegur, sérstak- lega í ljósi þess að á fjórðungnum hafi fall- ið til einskiptiskostnað- ur upp á 25 milljónir danskra króna vegna opnunar úti- bús bankans í Danmörku. Fyrstu níu mánuði ársins nemur hagnað- urinn 106,5 milljónum danskra króna, 1,2 milljörðum íslenskra króna. Afkoma bankans á fjórðungnum er heldur undir 27,2 milljóna spá Landsbankans, sem spáði einn íslensku bankanna fyrir um gengi hans. „Mun meiri aukning var í vaxtatekj- um á fjórðungnum en við gerðum ráð fyrir,“ segir í umfjöllun grein- ingardeildar Lands- bankans, en um leið var kostnaður meiri en ráð var fyrir gert. „Arðsemi eigin fjár nemur 7 prósentum á fjórðungnum sem verður að teljast slakt en arðsemis- markmið bankans er 12 prósent.“ Gróði undir væntingum Föroya Banki hagnaðist um 256 milljónir króna. Fjárfestirinn Robert Tchenguiz, sem jafnframt er stjórnarmaður í Existu með fimm prósenta hlut, er sagður hafa horft á verðmæti eignasafns síns falla hratt í viku- byrjun og grip- ið til þess ráðs að selja eignir til að vega upp á móti tapinu. Breska dag- blaðið Guardi- an segir 225 milljónir punda, jafn- virði 27,5 millj- arða króna, hafa horfið úr bókum Tchenguiz strax á mánudag og hærri upphæðir næstu daga. Stærsta tapið, um 200 milljónir punda, liggur í rúmlega 20 pró- senta hruni bréfa í bresku stór- versluninni Sainbury‘s. Nokkrar ástæður liggja að baki skellinum, svo sem niðursveifla á alþjóðlegum hlutabréfamörkuð- um. Guardian tekur fram að Tchenguiz hafi verið þögull sem gröfin um auð sinn en telur eigna- safnið hlaupa á fjórum milljörðum punda. Stórfé gufar upp hjá Tchenguiz Seðlabanki Evrópu tilkynnti í gær að stýrivextir í evrulöndunum þrettán yrðu áfram fjögur prósent. Þá hafði Englandsbanki tilkynnt í hádeginu að stýrivextir yrðu óbreyttir, 5,75 prósent, á Bret- landseyjum. Að mati greiningardeildar Glitnis áttu fáir von á vaxtalækkun evrópska seðlabankans þrátt fyrir að evran væri nú mjög sterk og blikur á lofti með hagþróun á evru- svæðinu næstu misserin vegna óróa á fjármálamörkuðum. Jean-Claude Trichet seðlabanka- stjóri sagði á blaðamannafundi í gær að óvissan á fjármálamörkuð- unum héldi áfram. Sérfræðingar bankans myndu halda áfram að fylgjast með þróun mála. Verð á mörgum mörkuðum væri að leið- réttast eftir ofmat. Ben Bernanko, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hafði líka í nógu að snúast í gær. Hann kom fyrir þing- nefnd og var þráspurður út í þróun efnahagsmála á næstunni. Fjallaði hann meðal annars um undirmáls- lánin og sagði ekki öll kurl komin til grafar hvað þau varðaði. Íslenska krónan veiktist gagn- vart öðrum gjaldmiðlum í gær um 1,3 prósent. Gengisvísitalan endaði í 116 stigum. Óbreyttir stýri- vextir á evruna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.