Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2007, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 09.11.2007, Qupperneq 47
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 7heilsa & hreyfing fréttablaðið FRÆÐSLUEFNI Á ÁTTA TUNGUMÁLUM Lýðheilsustöð hefur látið þýða íslenskan texta fræðsluefnis á sjö tungumál. Þetta eru fræðsluritin Áfengi, vímuefni og meðganga, Matur og með- ganga, Reykingar og meðganga og Til foreldra um börn og óbeinar reykingar sem nú hafa verið þýddir á albönsku, arab- ísku, ensku, pólsku, rússnesku, spænsku og taílensku. Þá er tekinn saman stuttur útdráttur úr öllum bæklingun- um sem hægt er að afhenda þeim sem eingöngu þurfa á kjarnanum að halda á viðkom- andi tungumáli. Útdráttinn má einnig fá á íslensku. Textana má nálgast á heima- síðu Lýðheilsustöðvar en þá má prenta út og láta fylgja íslensku bæklingunum sem liggja frammi á heilsugæslustöðvum. Lýðheilsustöð hefur einnig látið útbúa og þýða fræðsluefni um tannvernd barna á fyrr- nefndum tungumálum auk þess sem Geðorðin tíu hafa verið þýdd á sjö tungumál. Um sex þúsund miðaldra eða eldri konur í Bretlandi fá krabbamein á hverju ári sem rekja má til offitu. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem birt var í vefriti the British Medical Journal. Talið er að um 23 pró- sent breskra kvenna séu of feit og 34 prósent of þung. Rannsóknin sem stóð yfir í sjö ár tók til 45 þúsund krabbameinstilfella hjá rúmlega einni milljón kvenna á aldrinum 50 til 64 ára. Er talið að offita hafi áhrif í fimmtíu prósentum tilfella af magakrabbameini og einnar gerð af krabbameini í vélinda. Offita hefur einnig verið tengd við aðrar gerðir krabbameina eins og ristil-, smáþarma-, nýrna-, brjósta-, beinmergs- og eggjastokkakrabba- mein. Rannsakendur fundu einnig að tengingin milli þyngdar og krabba- meins tengdist einnig aldri kvenna. Þannig eykur offita áhættu á brjósta- krabbameini aðeins hjá konum eftir breytingaskeið, en eykur líkur á ristil- og smáþarmakrabbameini hjá konum fyrir breytingaskeið. Offita eykur líkur á krabbameini hjá konum Talið er að um 23 prósent breskra kvenna séu of feit, og 34 prósent of þung. ... að ein sígaretta eyðir 25 mg af C-vítamíni? ... að manneldisrannsóknir sýna, að 47 prósent kenna og 36 prósent fullorðinna karla þjást af D-víta- mínskorti yfir vetrarmánuðina? ... að meira en einn áfengur drykkur á dag getur valdið skorti á B1, B6 og fólínsýru? ... að P-pillan eyðir B6, B12, fól- ínsýru og C-vítamíni? ... að þú þarft aukið magn af B6, ef þú neytir mikils prótíns? ... að B1 getur komið í veg fyrir bílveiki? ... að B12 getur komið í veg fyrir timburmenn? Heimild: Ný og betri bætiefnabiblía vissir þú... Vissir þú að B12 getur komið í veg fyrir timburmenn? Grand Spa | Sigtúni 38 | 105 Reykjavík | Sími 578 8200 | grandspa@grandspa.is Grand Spa | Sigtúni 38 | 105 Reykjavík | Sími 578 8200 | grandspa@grandspa.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.