Fréttablaðið - 19.11.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 19.11.2007, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 19. nóvember 2007 — 315. tölublað — 7. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Birgitta Haukdal nýtur þess að vera heima hjá sér og slaka á. Hún keypti nýverið tvö falleg listaverk. Heimili Birgittu einkennist af notalegu andrúmslofti og er bjart yfirlitum. Hún er mikill fagurkeri og seg- ist falla auðveldlega fyrir fallegum hlutum. „Ég er mikil kertakona og hef gaman af að hengja upp mynd- ir og skreyta í kringum mig. Með árunum hef ég þó komist upp á lag með að taka niður hluti og setja í geymslu og skipta svo eftir hálft ár. Maður á svo mikið af fallegum hlutum en ef þeir eru allir saman uppi á hillu þá njóta þeir sín ekki,“ segir Birgitta og er hér komið ágætis húsráð fyrir þá sem eru að vand- ræðast með dótið sitt og vilja breyta til. Fyrir skömmu síðan fjárfesti Bi málverku „Þetta eru geggjaðar myndir og held ég sérstak- lega upp á aðra þeirra sem heitir „Gleym mér ei“. Á henni eru tvö börn í íslenskum lopapeysum og stelp- an er að líma gleym mér ei á lopapeysu stráksins. Þau eru bæði dulúðleg á svip og það er því eins og þau sjái eitthvað sem við vitum ekki hvað er,“ lýsir Birgitta glettin og heldur áfram: „Allir sem koma og horfa á myndina nefna að maður verði svo forvitin af því að horfa á börnin og langi að vita hvað þau séu að horfa á. Myndin fær mann því til að hugsa.“ Líkt og oft áður hefur Birgitta í mörg horn að líta en hún gaf á dögunum út nýjan geisladisk sem ber heitið „Ein“. „Ég hef verið að fylgja plötunni minni eftir og mun halda því áfram fram að jólu É að halda útgáfutónleikb Gullfalleg Gleym mér ei Það gleymir eflaust enginn Birgittu Haukdal en hér stendur hún fyrir framan málverkið Gleym mér ei sem hún heldur mikið upp á. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR STÓRIR OG LITLIR SKJÁIRBest er að velja sér flatskjá í samræmi við stærð rýmisins sem hann á að vera í. GRÆJUR 4 LÝST UPP MEÐ LÖMPUMÍ birtu frá fallegum lampa má gera margt skemmtilegt.HEIMILI 2 Masterklass Girnileg nýjung með 2 í pakka. Fæst í næstu verslun. Meistara- flokkssúpur Nýjung BIRGITTA HAUKDAL Fellur auðveldlega fyrir fallegum hlutum heimili græjur Í MIÐJU BLAÐSINS FASTEIGNIR Sjálfstæðishúsið í Hafnarfirði til sölu Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Háskóli alþýð- unnar Hundrað ár eru liðin síðan lög um kennaraháskóla voru samþykkt á Alþingi. TÍMAMÓT 20 fasteignir 19. NÓVEMBER 2007 Ás fasteignasala hefur til sölu Sjálfstæðishúsið í Hafnarfirði á besta stað í miðbæ Hafnarfjarðar. H úsið er 313 fermetrar á þremur hæðhæðin í Gengið er upp útitröppur á aðalhæðina sem skipt- ist í anddyri með teppi, stóran sal m ð eldhús með óð Virðulegt hús á besta stað Sjálfstæðishúsið í Hafnarfirði er gamalt og virðulegt á besta stað í bænum. Undirbúningur ofar öllu Gefðu þér nokkrar mínútur til að kanna hvort húnar séu lausir, hurðir standi á sér. Ekki gleyma opnanlegum fögum og skúffum í innréttingum. Bóas Sölufulltrúi 699 6165 Verðmetum frítt fyrir þig!Hringdu núna 699 6165 JÓN ÁSGEIR OG INGIBJÖRG PÁLMA Brúðkaup ársins í norðangarra Falleg athöfn í Fríkirkjunni og glæsileg veisla FÓLK 24 Stjaksetur súlu- staðareiganda Þráinn Bertelsson dansar áfram á mörk- um raunveruleika og skáldskapar í nýrri bók sinni. FÓLK 34 Aukið framboð – hærra verð? „Hvert sem litið er blasa við kranar og tómlegar blokkir. Höfuðborgar- svæðið er fullt af tómu húsnæði en hvarvetna kveða við hamars- höggin,“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson. Í DAG 16 BANGLADESS, AP Hungrað fólk sem komst lífs af úr hamförunum af völdum fellibylsins sem gekk yfir Bangladess fyrir helgi leitaði að einhverju ætilegu í rústum húsanna á hamfarasvæðinu í gær. Björgun- arsveitir voru jafnframt önnum kafnar við að fjarlægja fallin tré og fokin húsþök af vegum til að komast til afskekktra þorpa sem urðu illa úti. Að sögn yfirvalda er staðfest tala látinna komin í um 2.300 manns, en talsmenn Rauða hálfmánans, systurstofnunar Rauða krossins, sögðust óttast að hamfarirnar kynnu að hafa orðið allt að 10.000 manns að aldurtila. Enda vöruðu almannavarna- starfsmenn við að mannfallstölurnar gætu hækkað mikið er björgunarsveitir næðu fram til einangraðri byggðarlaga. Liðsafli alþjóðlegra hjálparstofnana keppist við, ásamt hermönnum úr her Bangladess, að koma fólki til aðstoðar sem varð fyrir tjóni af völdum fellibyls- ins, sem var sá öflugasti sem yfir hið þéttbýla en fátæka land hefur gengið í áratug. Erfiðar samgöng- ur á hamfarasvæðinu hamla því að hjálpargögn komist þangað sem þeirra er mest þörf. - aa Ekki sér fyrir endann á hamförunum af völdum fellibylsins Sidr í Bangladess: Óttast að 10.000 muni farast MENNTAMÁL Fimm framhalds skólar hafa fengið athugasemdir frá menntamálaráðuneytinu fyrir að veita rangar upplýsingar um fjölda ársnemenda sem ljúka skólaári með prófi. Í úttekt ráðuneytisins á nem- endafjölda skólaársins 2005 til 2006 komu í ljós rangfærslur sem nú er leitað skýringa á. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins fær hver skóli um 700 þúsund krónur fyrir hvern nem- anda sem lýkur skólaári með prófi en skólarnir deila með sér þeirri fjárhæð sem á fjárlögum er varið til framhaldsskólanna. Skólameist- arar Fjölbrautaskólans í Breið- holti, Iðnskólans í Reykjavík, Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Verkmenntaskólans á Akureyri staðfesta við Fréttablaðið að hafa fengið athugasemdir frá ráðuneyt- inu. Þeir vilja þó ekki upplýsa hverju skeikaði. Meistararnir fengu frest fram undir síðustu helgi til skila skýringum sínum. Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík, segir þetta hafa gerst áður og fjöldi nema ýmist verið of- eða vanmetinn. „Þarna greinir ráðuneytið og skólana á um hvernig telja eigi ársnemendur,“ segir Baldur en kveðst ekki líta á þetta sem vanda- mál. „Þetta eru bara einhver smá mistök hjá okkur í útreikningum. Misskilningur sem verður leiðrétt- ur,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Menntamálaráðuneytið vildi ekki staðfesta hvaða skólar hefðu fengið athugasemdir, hverjir hefðu svarað þeim og hve mörgum nem- endum hefði skeikað. - sgj Milljóna misræmi til skoðunar í ráðuneyti Menntamálaráðuneytið hefur krafið skólameistara fimm framhaldsskóla um útskýringar á röngum upplýsingum um nemendafjölda. Fjárveitingar til skól- anna ráðast af fjölda nema sem ljúka skólaári. Um háar fjárhæðir er að ræða. BJART AUSTAN TIL - Í dag verður suðvestlæg átt, 5-13 m/s hvass- ast með norðurströndinni og á Vestfjörðum. Dálítil súld vestan til en bjartviðri á austurhelmingi landsins. Hiti 2-8 stig, mildast norðvestan til. VEÐUR 4      Birgir Leifur komst áfram Birgir Leifur Hafþórs- son komst í gegnum niðurskurð á úrtöku- móti á Spáni í gæri. ÍÞRÓTTIR 30 DÓMSMÁL Sagnfræðingar og lögfræðingar eru ekki sammála um áreiðanleika Landnámu en efni bókarinnar er reglulega rakið í dómum hæstaréttar. Óbyggðanefnd vísar í Land- námu í úrskurðum sínum þar sem það á við en varaformaður nefndarinnar segir enga meðvit- aða afstöðu hafa verið tekna til bókarinnar. Sigurður Líndal lagaprófessor, sem jafnframt er menntaður sagnfræðingur, segir hægt að nota Landnámu til að renna styrkari stoðum undir áreiðanleg gögn. „En ég myndi ekki nota Landnámu sem úrslitaröksemd.“ - bj / sjá síðu 14 Fræðimenn um Landnámu: Greinir á um áreiðanleikann LOGNIÐ EFTIR STORMINN Sjálfboðaliðar bera lík eins fórnarlambs fellibylsins Sidr til greftrunar í fjöldagröf við þorpið Nisanbari í Borguna-sýslu á suðurströnd Bangladess í gær. Að sögn yfirvalda er staðfestur fjöldi látinna af völdum hamfar- anna kominn í um 2.300 en óttast er að sú tala hækki er hjálparliðar komast til afskekktari byggðarlaga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STINGA SÉR TIL SUNDS Góður árangur náðist í Laugardalnum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÍÞRÓTTIR Tólf Íslandsmet og 23 unglingamet féllu á Íslandsmótinu í sundi í 25 metra laug, sem fram fór um helgina. Í lokahluta mótsins sem fram fór í gær féllu fimm Íslandsmet og níu unglingamet. Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR tvíbætti Íslandsmetið í 50 metra skrið- sundi og í fyrsta legg boðsundsins bætti hún eigið met í hundrað metra skriðsundi. Erla Dögg Haraldsdóttir frá ÍRB bætti eigin met í 200 metra fjórsundi og 50 metra bringusundi. Þá setti sund sveit KR nýtt met í 4 sinnum 100 metra skriðsundi. Uppskeruhátíð Sundsambands Íslands var haldin í gærkvöldi. - sh Íslandsmótinu í sundi lokið: Tólf Íslandsmet féllu á mótinu VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.