Fréttablaðið - 19.11.2007, Page 8

Fréttablaðið - 19.11.2007, Page 8
8 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR VIÐSKIPTI „Þetta eru engir átthagafjötrar heldur eingöngu til að verjast áhættu,“ segir Ólafur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Stafa lífeyrissjóðs. 50 þúsund manns eiga réttindi í Stöfum, sem eru sjötti stærsti lífeyrissjóður landsins. Stafir hófu á þessu ári að taka allt að tveggja prósenta uppgreiðslugjald af nýjum lífeyrissjóðslánum sem bera fasta vexti, ef vaxtastigið er lægra en af því láni sem greitt er upp. „Uppgreiðslugjaldið er reiknað út frá mismuninum og þetta getur gilt fyrir alla, sjóðfélaga sem aðra, sem taka lán á föstum vöxtum.“ Ólafur bætir því við að við núverandi vaxtastig þurfi lántakendur sem greiða upp lánin ekki að greiða slíkt gjald. „Fólk getur líka flutt lánið með sér,“ segir Ólafur. Björn Þorri Viktorsson, fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, undrast þessa ráðstöfun. „Sjóðfélagarnir greiða til sjóðanna og eiga þá. Ég hélt að þetta væri þjónusta við þá.“ Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti lífeyrissjóður landsins, tekur ekki uppgreiðslugjald. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir tvær meginástæður fyrir því. „Almennt eru lánin góð og trygg ávöxtun fyrir sjóðinn. Síðan er þetta góð þjónusta við sjóðfélagana.“ Aðeins einn lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfs- manna Kópavogsbæjar, rukkaði uppgreiðslugjald, þegar Landssamband lífeyrissjóða gerði lánakönnun hjá sjóðunum snemma í fyrra. Sé uppgreiðslugjald tvö prósent þarf lántakandi að greiða tuttugu þúsund krónur aukalega fyrir hverja milljón króna sem hann greiðir upp af láninu. - ikh Lífeyrissjóðurinn Stafir tekur allt að tveggja prósenta uppgreiðslugjald af lánum: Rukka fyrir uppgreiðslu lána DÓMSMÁL Ekki tókst samkomulag milli lögmanna olíufélaganna og lögmanns ríkisins um hvaða ein- staklingar yrðu fyrir valinu sem dómkvaddir matsmenn, og endaði dómari því á að velja matsmenn- ina sjálfur. Málið var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur gær. Um er að ræða mál sem olíufélögin Olís, Skeljungur og Ker hafa höfðað, þar sem þess er krafist að sektir samkeppnisyfirvalda vegna sam- ráðs félagana verði ógiltar. Heimir Örn Herbertsson, lög- maður ríkisins í málinu, segir að í gær hafi þrír matsmenn verið valdir til að fara yfir matsgerðir sem olíufélögin hafi látið gera. Matsmennirnir eru þau Guðrún Johnsen hagfræðingur, Gylfi Zoëga hagfræðingur og Þorsteinn Haraldsson löggiltur endurskoð- andi. Hópurinn er skipaður að beiðni Heimis, þar sem hann hyggst freista þess að fá upphaflegum matsgerðum olíufélaganna hnekkt. Að auki voru matsmenn skipaðir að ósk Heimis til að svara ákveðn- um spurningum sem ekki var spurt í upphaflegum matsbeiðnum, og voru þau Guðrún og Gylfi valin til að taka það verk að sér. Heimir segist vonast til þess að nýtt mat verði tilbúið í mars eða apríl á næsta ári. Verði það niður- staðan sé líklegt að málið verði flutt fyrir dómi næsta haust. Ómögulegt sé þó að segja hversu langan tíma vinnan muni taka. - bj Lögmenn náðu ekki sáttum um dómkvadda matsmenn í olíusamráðsmálinu: Dómari valdi matsmennina HEIMIR ÖRN HERBERTSSON BJÖRN ÞORRI VIKTORSSON Undrast upp- greiðslugjaldið. ÓLAFUR SIG- URÐSSON „Engir átthagafjötrar.“ HAUKUR HAFSTEINSSON „Tökum ekki upp- greiðslugjald.“ REYKJAVÍK Borgarráð vill að nekt- ardansstaðirnir Bóhem, Óðal og Vegas fái ekki rekstrarleyfi. Lög- menn staðanna segja fordóma og ómálefnaleg sjónarmið liggja þar að baki. Lögin banni ekki nektar- dans. Borgarráð hafði í ágúst gefið umsögn vegna rekstrarleyfis til staðanna þriggja. Eigendur stað- anna telja umsögnina hafa verið jákvæða en lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins taldi hana óljósa og nú liggur fyrir tillaga í borgar- ráði að nýrri umsögn til lögreglu- stjórans. Hann annast veitingu rekstrarleyfa. Samkvæmt nýju umsögninni leggst borgaráð alfar- ið gegn því að heimilaður verði nektardans á stöðunum en er ekki andvígt að þeir fá almennt rekstr- arleyfi. Lögmaður Óðals við Austurvöll hefur sent borgaryfirvöldum yfir- lýsingar sjö kvenna sem hann segir starfa á staðnum. Þær segja Óðal vera hreinlegan og öruggan vinnustað. Þar þrífist alls ekkert vændi. Segir lögmaðurinn stúlk- urnar reiðbúnar að mæta bæði í borgarráð og fyrir dómstóla til að vitna. „Sérfræðingar um kynferðisof- beldi hafa bent á að sýnt hafi verið fram á að í skjóli nektar- dansstaða þrífist gjarnan vændi, auk þess sem erfitt sé að ganga úr skugga um hvort þær stúlkur sem þar starfi séu til þess neyddar eður ei,“ segir í nýju umsögninni sem borgarráð frestaði að afgreiða á fimmtudag. Reykja- víkurborg hafi einsett sér að sporna gegn vændi og „klámvæð- ingu“ og að í málinu séu almanna- hagsmunir í húfi. Í bréfi til borgarstjórnarinnar segir Brynjar Níelsson, lögmaður Bóhem á Grensásvegi, persónu- legar skoðanir einstakra umsagn- araðila ekki vera málefnaleg sjónarmið. „Þau verða ekki mál- efnalegri þótt vísað sé til Rann- sóknarstofu í kynja- og kvenna- fræðum. Tilvísun til slíkra gagna er jafn gagnleg til niðurstöðu og sjónarmið grænmetisætu á holl- ustu kjöts,“ segir lögmaðurinn. Eins og lögmaður Bóhem segir Halldór H. Backmann, lögmaður Óðals við Austurvöll, að borgin geti ekki breytt fyrri ákvörðun og verði að byggja á málefnalegum sjónarmiðum. „Hleypidómar eða almennar ályktanir um meintan þátt umbjóðanda míns í vændi og mansali, hvað þá að umbjóðandi minn beri ábyrgð á hinni svoköll- uðu klámvæðingu eru ekki rök sem fullnægja þessum sjálfsögðu skilyrðum laganna,“ skrifar Hall- dór borgaryfirvöldum. Davíð Steingrímsson, eigandi Vegas við Frakkastíg, þvertekur fyrir að þar sé klám, vændi eða mansal. „Er mér sama þó að þær mættu ekki einu sinni bera brjóst- in. Eða hafa lepp yfir geirvörtun- um eins og er gert til dæmis í mörgum fylkjum Bandaríkjanna,“ skrifar eigandi Vegas sem vill ná samkomulagi við borgaryfirvöld: „Við erum í sama liði. Við viljum öll betra Ísland.“ gar@frettabladid.is Nektardansarar vilja bera vitni í borgarráði Talsmenn nektardansstaða segja ómálefnaleg rök ráða viðhorfi borgarráðs til staðanna. Lögmaður Bóhem segir umsögn Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum álíka gagnlega og sjónarmið grænmetisætu um hollustu kjöts. NEKTARDANS Dansmeyjar frá Íslandi, Búlgaríu, Rúmeníu og Ungverjalandi segja gott að vinna á Óðali og eru tilbúnar að vitna um það fyrir borgarráði og dómstólum. FÁNANUM VEIFAÐ Göngufólk heldur á loft hinum þrílita þjóðfána Belga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BELGÍA, AP Um 35.000 manns tóku þátt í fjöldagöngu í Brussel í gær til að lýsa óánægju sinni með að stjórnmálaleiðtogar Flæmingja og Vallóna skyldu ekki getað kom- ist yfir þann ágreining sem hefur aftrað þeim frá að mynda nýja ríkisstjórn. Rúmir 150 dagar eru liðnir síðan kosningar voru þar í landi. Óeining stjórnmálamann- anna hefur kynt undir kröfum og ótta um að belgíska ríkið verði leyst upp. Göngufólk, sem var bæði úr röðum flæmsku- og frönskumæl- andi Belga, safnaðist saman í almenningsgarði í höfuðborginni, hlýddi á ádrepur, söng þjóðsöng- inn og veifaði þjóðfánanum. - aa Fjöldaganga í Brussel: Kallað eftir þjóðareiningu ÚKRAÍNA, AP Metangassprenging í kolanámu í austurhluta Úkraínu varð í fyrrinótt að minnsta kosti 63 manns að bana. Þetta er mannskæðasta námuslysið í landinu í sjö ár, að sögn almanna- varnafulltrúa. Bjarga tókst yfir 360 námu- mönnum en minnst 37 voru enn lokaðir inni í Zasyadko-námunni, sem er ein sú stærsta og dýpsta sem starfrækt er í Úkraínu. Eldur sem logaði eftir gassprenginguna hamlaði björgunarstarfi. Viktor Jústsjenkó forseti sakaði ríkisstjórnina um að leggja ekki nógu hart að sér við að bæta öryggi í námum landsins og fyrirskipaði rannsókn á slysinu. - aa Sprenging í úkraínskri námu: Tugir námu- manna fórust Á VETTVANGI Björgunarsveitarmenn skunda að inngangi Zasyadka-námunnar í Donetsk í Úkraínu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓLK Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tók fyrir tveimur árum þá ákvörðun að helga þriðja sunnudag í nóvember ár hvert fórnarlömbum umferðarslysa. Þessi dagur var í gær og af því tilefni sendi biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, prestum Þjóðkirkjunnar bréf og bað þá að minnast þessa í messum gær- dagsins. Biskup sagði í bréfi sínu að dagurinn væri mikilvæg áminning um stórfelldan samfé- lagsvanda sem snertir okkur öll. Enn fremur minnti hann á bæn sem sérstaklega er helguð fórnarlömbum umferðaróhappa. - vþ Biskup um umferðarslys: Stórkostlegur samfélagsvandi RÚSSLAND, AP Rússneskt björgun- arlið vann að því hörðum höndum í gær að bjarga áhöfn rússnesks fragtskips sem sökk á Japanshafi í gær. Skipið var á leið frá höfninni Nakhodka í Síberíu til Kína þegar það lenti í óveðri með ofangreindum afleiðingum. 36 menn voru um borð í skipinu þegar það sökk og tókst þeim öllum að koma sér um borð í björgunarbáta. Búið var að bjarga 22 þeirra í gærkvöldi og stóðu aðgerðir yfir til þess að bjarga þeim sem eftir voru, en veðurskilyrði voru afar slæm og gengu björgunaraðgerðir því hægt og erfiðlega fyrir sig. - vþ Skipskaði í Rússlandi: Unnið að björg- un skipverja 1. Á hvaða bæ í Eyjafirði drápust 200 nautgripir í elds- voða í fyrradag? 2. Hver er forseti Georgíu? 3. Hvar var fundur Vísinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar haldinn nýlega? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 ÍRAN Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hefur í hyggju að leita eftir aðstoð hlutlauss lands í þeim tilgangi að auðga úran. Nefndi hann Sviss í þessu samhengi, að því er greint er frá á fréttavef BBC. Þessi ummæli Ahmadinejads koma í kjölfar þess að svissneski forsetinn Micheline Calmy-Rey hefur látið í ljós vilja sinn til þess að miðla málum á milli Írans og Bandaríkjanna með kjarnorku- áætlun Írans. Calmy-Rey segir Svisslendinga viðurkenna rétt Írana til að nota kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. - vþ Kjarnorkuáætlun Írans: Auðga úran annars staðar MAHMOUD AHMADINEJAD VINNUMARKAÐUR Svæðisbundin vinnumarkaðsráð eru nú tekin til starfa um land allt. Ráðin starfa á grundvelli laga um vinnumark- aðsaðgerðir sem samþykkt voru á Alþingi í fyrra. Hlutverk ráðanna er meðal annars að greina stöðu og þróun atvinnumála hvert á sínu starfssvæði og gera tillögur að vinnumarkaðsúrræðum sem sniðin eru að þörfum svæðisins. Vonast er til að starfsemi ráðanna styrki þannig vinnu- markaðsaðgerðir og gefi einstök- um svæðum aukið hlutverk við að ákveða aðgerðir á hverjum stað fyrir sig. - vþ Atvinnulífið: Ráð greina atvinnumál VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.