Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 14
14 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR 316.000 2015 2020 2025 2030 2035 2040 2045 Svona erum við > Mannfjöldi á Íslandi 2015 - 2045 fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is 353.000 342.000 Sagnfræðingar og lögfræð- ingar eru ekki sammála um áreiðanleika Landnámu, en efni bókarinnar er reglu- lega rakið í dómum hæsta- réttar. Óbyggðanefnd vísar í Landnámu í úrskurðum sínum þar sem það á við, en varaformaður nefndar- innar segir enga meðvitaða afstöðu hafa verið tekna til bókarinnar. Sagnfræðingar hafa áratugum saman verið ósammála um áreið- anleika Landnámu sem heimildar um landnám og landnámsmenn, enda þau eintök sem til eru af bók- inni skrifuð um fjórum öldum eftir að land var numið. Einar G. Pét- ursson, prófessor á Árnastofnun, sagði í Fréttablaðinu í síðustu viku að það væri algerlega ótækt að Hæstiréttur grundvallaði dóma sína á Landnámu. Afstaða lögfræðinga virðist end- urspeglast ágætlega í orðum Sig- urðar Líndal lagaprófessors, sem jafnframt er menntaður sagnfræð- ingur. Hann segir að þó að sagn- fræðingar deili um heimildargildi Landnámu sé bókin ekki ónothæf fyrir lögmenn og Hæstarétt. Þó verði að gæta þess að alhæfa ekki út frá því sem þar komi fram og meta hvert tilfelli fyrir sig. „Ef áreiðanleg skjöl veita sterka vísbendingu um tiltekna eignar- heimild gæti Landnáma, ef hún bendir í sömu átt, orðið til að styrkja þá röksemd og renna frek- ari stoðum undir hana,“ segir Sig- urður. „En ég myndi ekki nota Landnámu sem úrslitaröksemd.“ Landamerki ekki skýr Þeir lögmenn sem rætt var við kannast raunar ekki við að hæsti- réttur hafi notað Landnámu sem úrslitaröksemd í dómum sínum. Í fjórum nýjum hæstaréttardóm- um kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að landsvæði séu eign- arlönd jafnvel þótt ekki sé fjallað ítarlega um landamerki á svæðinu í Landnámu. Dómurinn vísar þar með til land- náms í dómum sínum, og notar með öðrum atriðum sem rök fyrir þeirri niðurstöðu að löndin séu eignar- lönd. Það virðist því skipta máli hvar landið er og hverjar líkurnar eru á að það hafi verið numið, jafn- vel þótt Landnáma sé ekki skýr. Engin afstaða til heimildargildis Karl Axelsson, hæstaréttarlögmað- ur og varaformaður óbyggðanefnd- ar, hefur rannsakað notkun hæsta- réttar á Landnámu og skrifaði grein um málið árið 2006. Þar kemst hann meðal annars að þeirri niðurstöðu að engin meðvituð afstaða hafi verið tekin til heimildargildis Land- námu í lögfræði. Af dómum Hæstaréttar má ráða að Landnáma hafi verið lögð nokk- uð fyrirvaralaust til grundvallar sem heimild um stofnun einkarétt- ar á landi hérlendis, að því er segir í grein Karls. Hann vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið til að gera sig ekki vanhæfan í störfum fyrir óbyggðanefnd. Fjallað er um sönnunargildi Landnámu í almennum niðurstöð- um óbyggðanefndar, og tekið fram að heimildargildi Landnámu sé „umdeilt meðal fræðimanna“. Þar er meðal annars vísað til kenninga sagnfræðinga þess efnis að með ritun Landnámu hafi ætlun- in verið að skapa grundvöll fyrir innleiðingu óðalsréttar hér á landi, og undirbúa skiptingu landsins í kirkjusóknir og fleira. Einnig er vísað til þeirra sem hafa haldið því fram að frásagnir Landnámu „eigi lítið skylt við sögu- legan veruleika“. Þannig hafi til- gangur með ritun bókarinnar verið að renna stoðum undir eignarheim- ildir höfðingja sem þeir töldu sig eiga þegar Landnáma var rituð. Hæstiréttur hefur notað lýsingar Landnámu sem forsendur dóma, en ekki þó án þess að önnur gögn styðji það sem þar kemur fram. Dómur- inn hefur einnig litið til þess hvern- ig aðstæður eru á hverju svæði fyrir sig, hvernig gróðurfarið er og fjarlægðir. Í almennum niðurstöðum óbyggða nefndar er tekið fram að lýsingar Landnámu á landnámi geti skipt máli við mat á landamerkjum. Þar með er því ekki haldið fram að það séu rök gegn því að ákveðnar jarðir séu eignarlönd sé ekki minnst á nám þeirra í Landnámu. Byggir ekki á gróðurfari Óbyggðanefnd tekur sjálf ekki afstöðu til ágreinings sagnfræð- inga um trúverðugleika Landnámu sem heimildar um landnám, segir í grein Karls Axelssonar. Þó byggir nefndin að einhverju leyti á frá- sögnum Landnámu. Andstætt því sem dómstólar hafa byggt á telur óbyggðanefnd þó ekki á því byggjandi hvernig gróðurfar er á umdeildum landsvæðum í dag, enda getur það verið mjög breytt frá því sem var um landnám. Í hugleiðingu Karls í lok greinar hans segir að lögfræðingar verði að taka afstöðu í álitaefnum og kom- ast að niðurstöðu, ekki sé hægt að láta eftir sér þann munað sagn- fræðinganna að halda áfram að velta vöngum yfir trúverðugleika Landnámu. Þrátt fyrir að sagnfræðingar séu ósammála um gildi Landnámu verður hún líklega notuð áfram sem ein röksemda dómstóla og óbyggðanefndar. Eins og Sigurður Líndal bendir á er þó mikilvægt að meta hvert einstakt tilvik, og nota þessa heimild eins og aðrar með stuðningi frá áreiðanlegri gögnum. Landnáma aldrei úrslitaröksemd HVANNADALSHNÚKUR Hæstiréttur hefur meðal annars metið gróðurfar á svæðum sem deilt er um hvort séu eignarlönd eða þjóðlendur, en þeirri aðferðafræði hafnar óbyggðanefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SIGURÐUR LÍNDAL KARL AXELSSON Landnáma lýsir land- námi Íslands og er með lista yfir um 430 land- námsmenn og yfir 1.500 örnefni. Elstu varðveittu gerðirnar eru frá um 1300, um fjórum öldum eftir þá atburði sem lýst er í bókinni, en upphaflega var bókin líklega skrifuð um 1100. LANDNÁMSBÓK Ekki þótti rétt að verja mánuðum eða árum í að rannsaka gömul óútgefin skjöl á Árnastofnun í starfi óbyggðanefndar, enda litlar líkur á að upplýsingar sem þar leyndust kæmu að gagni við störf nefndarinnar. Þetta kemur fram í umsögn Gunn- ars F. Guðmundssonar sagnfræðings sem unnin var vegna athugasemda Einars G. Péturssonar, rannsóknar- prófessors á Árnastofnun, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í síðustu viku. Einar sagði þúsundir skjala á Árnastofnun sem nefndin hefði ekki skoðað og gætu stutt eða kollvarp- að kröfum ríkis og landeigenda í deilum um þjóðlendur. Einar hefur áður látið þessa skoðun sína í ljós og fékk óbyggðanefnd Gunnar því til að vinna umsögn um þau skjöl sem Einar minnist á. Um sjö þúsund skjöl lík þeim sem Einar segir ekki hafa verið könnuð eru til og segir í umsögn Gunnars að um fimm sjöttu hlutar þeirra hafi verið gefnir út og því kannaðir. Líklega séu því skjölin sem ekki var leitað í aðeins um 1.200 talsins. Gunnar segir að í einungis fimm prósentum þeirra skjala sem rannsökuð hafi verið sé vikið að landamerkjum og engin ástæða til að ætla að hlutfallið sé annað í ólesnu skjölunum, sem séu sam- bærileg. Miðað við þetta gætu um 60 skjöl með landamerkjaupplýsingum fundist í skjalasafninu ólesna. Gunnar telur vegna þessa að tíma óbyggðanefndar hafi betur verið varið til þess að skoða skjalaflokka þar sem meiri líkur voru á að fyndust með góðu móti fornar heimildir, enda hafi nefndinni verið ætlaður takmarkaður tími til að ljúka störfum. ÓÞARFI AÐ RANNSAKA GÖMUL SKJÖL Tvö hundruð ár voru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgríms- sonar hinn 16. nóvember og var skáldsins og náttúru- fræðingsins minnst með margvíslegum hætti. En hvað er svona merkilegt við Jónas? Mörður Árnason er íslensku- fræðingur. Hvers vegna minntist fólk Jónasar með jafnveglegum hætti? Ég held að flestir bókmenntamenn og ljóðaunnendur myndu hafa hann á topp tíu listanum, sennilega flestir á topp fimm. Jónas var baráttumaður fyrir fullvalda Íslandi og endurreisn íslenskrar tungu, hafði feikileg áhrif á nýsköpun tungumálsins, var frum- legur, jafnvel framúrstefnumaður í bókmenntum á sínum tíma og svo var hann einn fyrsti náttúrufræðingur okkar. Hvað heldur þú að Jónas hefði gert í tilefni dagsins? Maður spyr sig að því hvort Jónas hefði ekki bara farið út á krá í stað þess að hlusta á uppskrúfuð ræðu- höld. Jónas var mikill grallari sem gerði óspart grín að hátíðlegu athæfi. Ætli hann hefði því ekki bara farið á Grand Rokk og setið þetta af sér. SPURT & SVARAÐ JÓNAS HALLGRÍMSSON Jónas væri á Grand Rokk MÖRÐUR ÁRNASON Íslenskufræð- ingur Tekjur þær sem Afganar hafa af ópíumrækt og heróínútflutningi samsvara rúmlega helmingi af löglegri landsframleiðslu Afgan- istans. Þetta kemur fram í nýjustu skýrslu þeirrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem sinnir eftirliti með eiturlyfja- og glæpastarf- semi í heiminum, UNODC. Samkvæmt skýrslunni, sem var kynnt á ráðstefnu í Brussel á föstudag, nemur heildarverðmæti ópíumafurða (morfíns og heróíns) sem fluttar hafa verið út frá Afganistan á þessu ári um fjórum milljörðum Bandaríkjadala, andvirði yfir 240 milljarða króna. Það mun vera 29 prósenta aukning frá árinu 2006. Hvers vegna ópíum? Heróín, eitt mest fíknivaldandi eiturlyf sem til er, er framleitt úr ópíumplöntunni. Hún vex best í suðrænu loftslagi. Eftir að heróín varð „vinsælt“ eiturlyf á Vesturlöndum fyrir 30-40 árum var ópíumframleiðsl- an mest í Suðaustur-Asíu, einkum í Búrma þar sem stríðsherra nokkur gerði það að aðaltekjulind sinni sem hann fjármagnaði eigin einkaher með. Þegar herforingjastjórnin í Búrma náði yfirhöndinni og samdi við ópíumstríðsherrann færðist framleiðslan til og skaut meðal annars rótum í Afganist- an. Fjármögnun skæruhernaðar? Stríðsherrar í Afganistan fundu sér drjúga tekjuleið með því að taka upp ópíumrækt og heróínframleiðslu, sem ekkert ríkisvald var fært um að hafa eftirlit með, hvað þá stöðva. Þegar talibanar náðu völdum í mestöllu Afganistan seint á tíunda áratugnum skáru þeir upp herör gegn ópíumrækt- inni og voru nánast búnir að uppræta hana þegar þeir voru hraktir frá völdum í innrás Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra síðla árs 2001. Stjórn Hamids Karzai forseta, sem kjörin var til valda í skjóli erlenda herliðsins, hefur ekki reynst fær um að ná neinni stjórn á ópíumræktinni og hún hefur aukist hröðum skrefum ár frá ári. Eiturlyfjaframleiðslan og -smyglið er nú orðin aðaltekjulind talibana, sem fjármagna með því skæruhernað sinn gegn fjölþjóðaherliðinu og Kabúlstjórninni. FBL-GREINING: ÓPÍUMFRAMLEIÐSLA Í AFGANISTAN Eiturlyfjaútflutningur eykst stöðugt HEIMILD: MANNFJÖLDASPÁ HAGSTOFU ÍSLANDS Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . FRUMSÝND 23. NÓVEMBER Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SENDU SMS JA DRF Á NÚMERIÐ 1900OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.