Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 10
10 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Gólfþvottavélar á rekstrarleigu Engin útborgun, engin fjárbinding, aðeins mánaðarlegar greiðslur. TASKI Swingo 1250 B RV U N IQ U E 10 07 01 Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV TASKI swingo XP TASKI swingo 3500 B TASKI swingo 1250 B TASKI swingo 750 B TASKI swingo gólfþvottavélar Einfaldar í notkun - liprar og leika í höndunum á þér Bjarnþór Þorláksson, bílstjóri hjá RV N1 VERSLANIR F í t o n / S Í A DÓMSMÁL Ólöf Ósk Erlendsdóttir, ein þeirra kvenna sem lögðu fram kæru á hendur Guðmundi Jóns- syni í Byrginu á sínum tíma fyrir kynferðisbrot, hefur verið dæmd í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur fyrir frelsissviptingu, húsbrot og rán. Auk hennar hlutu tveir karl- menn á þrítugsaldri fangelsis- dóma fyrir aðild sína að málinu. Arnar Óli Bjarnason var dæmdur í átján mánaða fangelsi, en þyngsta dóminn fékk Róbert Wayne Love sem skal sæta fangelsisvist í tvö ár, en alls voru fimm einstaklingar ákærðir í málinu. Mikael Arnar Calhoun og Ragn- ar Ingi Arnarson, báðir nítján ára, voru dæmdir til að greiða 75 þús- und krónur í sekt en þeir tóku þátt í að safna saman þýfi og flytja út í bifreið. Samkvæmt gögnum málsins beitti Ólöf Ósk blekkingum til að fá karlmann til að hleypa sér inn í íbúð til sín í janúar, en þegar þang- að var komið hleypti hún vitorðs- mönnum sínum inn. Þá batt Ólöf Ósk brotaþola við stól með reipi og límbandi, keflaði hann með ól með munnkúlu og setti loks leður- grímu yfir höfuð hans. Því næst gengu Arnar Óli og Róbert Wayne í skrokk á manninum og kröfðust þess að hann vísaði þeim á verð- mæti í íbúðinni. Arnar Óli hellti eldfimum vökva yfir manninn og hótaði að mölva í honum tennurnar og bora í hné- skeljarnar á honum, en Róbert Wayne lamdi manninn með járn- stöng í vinstra hnéð. Brotaþoli fór fram á tæp þrett- án hundruð þúsund krónur í skaða- bætur vegna málsins sem saman- stóð meðal annars af bótum vegna atvinnutjóns, miska og þjáninga. Sakborningarnir voru hins vegar dæmdir til að greiða brotaþola tæpar fimm hundruð þúsund krón- ur í skaðabætur. - æþe Stúlka sem kærði Guðmund Jónsson í Byrginu fyrir kynferðisbrot: Dæmd í 18 mánaða fangelsi LITRÍKUR SKOTI Áhangandi skoska knattspyrnulandsliðsins sýnir lit á landsleik Skota og Ítala í Glasgow um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL „Mér voru gefnir níu virkir dagar til að endurskoða niðurstöðurnar. Ég sagði þann tíma of nauman og úr því yrði aðeins málamyndagjörningur. Ég væri eftir sem áður tilbúin til samstarfs ef ég fengi lengri tíma. Við því fékk ég ekki svar,“ segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við Líf- fræðistofnun Háskóla Íslands, um þann tíma sem VSÓ ráðgjöf veitti henni til að meta landslagið á Heng- ilssvæðinu vegna Bitruvirkjunar. Þann 4. desember 2006 sendi Skipulagsstofnun VSÓ ráðgjöf sem sá um gerð frummatskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar virkjunar á Hengils- svæðinu. Í bréfinu er tekið fram að fyrir liggi skýrsla Líffræðistofn- unar um gildi landslags á svæðinu frá því 2002, sem keypt var af Orkuveitu Reykjavíkur. Nauðsyn- legt sé að endurmeta svæðið vegna þeirra framkvæmda sem þegar hafi farið fram. Skipulagsstofnun telji að VSÓ ráðgjöf þurfi að hafa samráð við Líffræðistofnun Háskóla íslands vegna þessa. VSÓ hafði hins vegar ekki samband við Þóru Ellen fyrr en í febrúar á þessu ári og tilkynnti að niðurstöðunum þyrfti að skila 1. mars. Þóra Ellen segir að sér hafi þótt ljóst að verðmæti Hengilssvæðis- ins væri mun meira nú en þegar það var metið árið 2002. Síðan þá hefði verið gengið á lítt eða órösk- uð svæði í nágrenninu, verðmæti þeirra sem eftir væru hefðu því aukist. Þá hefðu nýlegar kannanir sýnt að svæðið væri mjög vinsælt meðal ferðamanna og útivistar- fólks og það talið næstverðmæt- asta útivistarsvæðið á suðvestur- horninu, á eftir Þingvöllum. Þá hafi einnig verið mikilvægt að gera matið yfir sumartímann. „Við lýstum því hvað þyrfti að gera með tilliti til ábendingar Skipulagsstofnunar. Hún sendi síðan svar um að hún gæti ekki tekið þetta að sér á þessum tíma. Það voru því sérfræðingar hér hjá VSÓ sem tóku að sér landslagsmat- ið,“ segir Stefán Gunnar Thors, verkefnisstjóri VSÓ. Stefán segir rétt að Þóru hafi verið gefinn skammur tími til verksins. „Þetta voru bara þau tímamörk sem við höfðum þá. Ef menn væru alvitrir og hefðu vitað hvað hefði komið til viðbótar þá hefðu þessi tímamörk ekki verið sett,“ segir Stefán. Spurður hve langan tíma sérfræðingar VSÓ hefðu tekið í verkið svarar hann: „Það tók talsvert lengri tíma en níu daga.“ Stefán segir matið sem gert var af VSÓ hafa uppfyllt allar kröf- ur sem gerðar voru hjá Skipulags- stofnun. karen@frettabladid.is Fékk níu daga til að meta Hengilssvæðið Skipulagsstofnun fór fram á við VSÓ ráðgjöf að haft yrði samband við Líffræði- stofnun Háskóla Íslands vegna endurmats á Hengilssvæðinu. VSÓ gaf stofnun- inni níu virka daga til verksins. Málamyndagjörningur, segir prófessor háskólans. HENGILSSVÆÐIÐ VSÓ gaf Líffræðistofnun Háskóla Íslands níu daga til að meta svæðið. Verkefnisstjóri VSÓ segir að ef menn væru alvitrir hefðu þeir ekki sett þau mörk. MYND/KJARTAN PÉTUR SIGURÐSSON HAGSMUNIR Þóra segir að spurning sé hvaða hagsmunir eigi að ráða þegar umhverfismat er gert. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kjærsgaard hótar hörðu Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóð- arflokksins, segir í viðtali á heimasíðu flokksins að setjist Asmaa Abdol- Hamid, varaþingmaður Einingarlistans, á þing og hafi uppi íslömsk trúarorð úr ræðustól, muni hún láta „fleygja henni á dyr“. Reyndar tekur hún fram að það sé ekki hægt. Abdol-Hamid vakti athygli í kosningabaráttunni fyrir að segjast telja danska hermenn í Írak lögmæt skotmörk skæruliða. DANMÖRK Lögreglumenn drepnir Skæruliðar talibana pyntuðu og drápu fimm afganska lögreglumenn og hengdu síðan illa leikna líkama þeirra upp í tré í viðvörunarskyni til íbúa um að voga sér ekki að sýna Kabúlstjórn- inni hollustu. Er yfirvöld greindu frá fundi líkanna var jafnframt sagt að minnst 68 manns hefðu látið lífið í átökum vítt og breitt um landið um helgina. Yfir 6.000 hafa farist í átökum í landinu það sem af er þessu ári. AFGANISTAN JAPAN, AP Japanskur hvalveiðifloti hélt í gær úr höfn í Shimonoseki, miðstöð japönsku hvalveiðiút- gerðarinnar. Í þetta sinn hyggur hann á að veiða hnúfubaka í nafni vísindaveiðaáætlunar Japana. Hnúfubakar hafa ekki verið veiddir síðan á sjöunda áratugn- um og hinar fyrirhuguðu veiðar á þeim hafa því kallað á enn harkalegri gagnrýni hvalfriðun- arsinna en hvalveiðar Japana hafa gert á síðustu árum. Í þessum leiðangri á hvalamið í Suður-Kyrrahafi er áformað að veiða 50 hnúfubaka, 50 langreyð- ar og 935 hrefnur. Hvalveiði- vertíðin stendur fram í apríl. - aa Hvalveiðar Japana: Hyggjast veiða 50 hnúfubaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.