Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 2
2 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR FÉLAGSMÁL Hjálpræðisherinn opnar á morgun nýtt dagsetur fyrir fólk sem er heimilislaust, atvinnu- laust og misnotar vímuefni. Undanfarin tvö ár hefur Hjálpræðisherinn haft opið hús fyrir heimilislaust fólk sex daga vikunnar og segir Annie Marie Reinholdtsen yfirforingi að samtökin búi yfir mikilvægri þekkingu á fólki í þessum vanda og sjái þörf á því að opna stað með fjölbreyttri aðstöðu. „Við höfum kynnst þessu fólki betur og getað spjallað við það og fundið út hvað getur bætt líf þeirra á meðan þau eru að glíma við vímuefnaneysl- una,“ segir Anne Marie og segir markmiðið vera að stytta veru fólks á götunni. „Þau vantar að hafa eitthvað fyrir stafni, þó svo að það séu mörg úrræði, svo sem kaffistofa og matur hér og þar. Þau vilja taka þátt í einhverju og láta gott af sér leiða þegar þau treysta sér til þess. Vonandi getur það dregið úr drykkju.“ Í dagsetri Hersins, sem opnar á morgun að Eyjarslóð 7, verður meðal annars í boði baðaðstaða, þvottahús, bókasafn, föndurstofa, hvíldarherbergi og fótsnyrting. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að þróa starfsendurhæfingu í samstarfi við nytjamark- að Hjálpræðishersins í sama húsi. - eb Hjálpræðisherinn opnar dagsetur með fjölbreyttri aðstöðu fyrir heimilislaust fólk: Heimilislausir vilja taka þátt DAGSETUR HJÁLPRÆÐISHERSINS Heimilislausir munu geta farið í bað, lesið í bók og hvílt lúin bein í dagsetrinu. Halldór, verða upplýsingarnar persónugreinanlegar? „Já, en færustu sérfræðingar munu annast dulkóðun persónuauðkenna.“ Dýralæknafélag Íslands hefur gert að tillögu sinni að settur verði á fót mið- lægur gagnagrunnur fyrir hunda og ketti. Halldór Runólfsson er yfirdýralæknir. Á VETTVANGI Mikill fjöldi slökkviliðs- manna barðist við eldinn í vonskuveðri í fyrradag. MYND/FANNEY DAVÍÐSDÓTTIR BRUNI Tjónið sem hlaust af brunanum á Stærra-Árskógi í Dalvíkurbyggð í fyrradag er talið vera vel á annað hundrað milljónir króna og líklega það mesta sem orðið hefur á sveitabæ hérlendis. Öll útihús, hlaða og tvö fjós, annað nýtt og afar fullkom- ið, eru gjörónýt. 34 gripir sluppu út, mest eldri kvígur og geldkýr, en yfir 200 brunnu inni, mjólkurkýr, yngstu kvígur og ungnaut. Þeim sem lifðu var komið í hús á nágranna- bæ í gær. Lögregla rannsakaði rústirnar í gær. Líklegast þykir að kviknað hafi í út frá rafmagni. Dýralækn- ar reyndu í gær að aldursgreina þá gripi sem drápust vegna trygginga. Líklega verður hafist handa við hreinsun í dag. - sh Hrikalegt tjón á Stærra-Árskógi: Gripir sluppu úr logandi fjósinu MENNTAMÁL „Í mörgum grunn- skólum er skipulögð umferðar- fræðsla ekki veitt þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum, reglugerð- um og námskrám,“ segir Kjartan Magnússon, formaður Umferðar- ráðs, sem telur að umferða- fræðsla sé ekki veitt í um þriðjungi grunnskóla. Þá segist Kjartan telja að flutningur grunnskóla til sveitarfélaga hafi orðið til þess að margir skólar misstu tökin á umferðarfræðslunni. Mikilvægt sé að fræðsla hefjist í leikskólum og haldi áfram í grunn- og framhaldsskólum. Kjartan segir Umferðarráð fagna því að innan samgöngu- ráðuneytis sé að störfum starfsnefnd sem kanni stöðu umferðarfræðslu á Íslandi og komi með tillögur að úrbótum. - eb Umferðarfræðslu ábótavant: Ekki veitt í þriðjungi skóla HÁ UMFERÐARSLYSATÍÐNI Í aldurs- hópnum 17 til 20 ára er tíðni slysa í umferðinni afar há. ORKUMÁL „Þetta er ein hugmyndin sem er uppi á borðinu. Málinu hefur þó ekki verið lent endanlega en það er viðleitni okkar fyrst og fremst að komast að samkomulagi,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavíkur. Rætt er um að Reykjavík Energy Invest (REI) verði fjárfestingar- armur Orkuveitu Reykjavíkur og kaupi hlut í Geysi Green Energy. Á móti myndi Geysir Green kaupa eignir REI. Með þeim hætti gæti Geysir Green unnið áfram að þeim útrásarverkefnum sem voru á teikniborðinu þegar sameining þess og REI var áformuð. Tveggja daga hluthafafundi í REI lauk í gær. Aðalumræðuefnið á fundinum var þátttaka REI í kaup- um á Orkuveitu Filippseyja, í sam- vinnu við Geysi Green Energy og erlent orkufyrirtæki en frestur til að skila inn tilboði í hlutinn rennur út á miðvikudag. Niðurstaða fund- arins er ekki gefin upp og hluthafar eru bundnir trúnaði fram yfir skila- frest tilboðsins. Málefni um fram- tíð hluthafa innan REI voru ekki útrædd en framhaldsfundur verð- ur haldinn á föstudaginn. Aðspurð hvort REI og Orkuveit- an geti tekið þátt í tilboðinu á meðan framtíð fyrirtækisins er í uppnámi segir Bryndís telja að svo sé. „En það er ekki útséð hvernig þetta mál fer. Það liggur fyrir að það er aðeins heimild að gera tilboð og ekki þar með sagt að því verði tekið.“ - shá Stjórnarformaður OR segir koma til greina að REI verði fjárfestingarfélag: Margar hugmyndir ræddar FRÁ HLUTHAFAFUNDI Guðmundur Þóroddsson, forstjóri REI, og Bjarni Ármannsson stjórnarformaður gefa ekk- ert upp um niðurstöður fundarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRUNI Tvennt var flutt á slysa- deild í gærmorgun með reykeitr- un eftir að eldur kom upp á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi við Fannarfell. Óttast var að börn væru inni í brennandi íbúðinni en svo reyndist ekki vera. Lögreglumenn í öðrum erinda- gjörðum í húsinu urðu eldsins varir og komu íbúum til hjálpar. Húsið var rýmt og íbúar færðir í strætisvagn þar sem Rauði krossinn veitti aðhlynningu. Upptök eldsins eru ókunn en íbúðin er stórskemmd vegna elds og hita. Reyklúga í stigaganginum varnaði því að fleiri íbúðir skemmdust. - sh Eldur í fjölbýli í Breiðholti: Óttuðust að börn væru inni Berlusconi stofnar flokk Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsæt- isráðherra Ítalíu, tilkynnti í gær um stofnun nýs stjórnmálaflokks, sem nefnast muni Frelsis-lýðflokkurinn. Sagði hann flokkinn myndu tryggja lýðræði, framþróun og frelsi á Ítalíu um ókomna tíð. Tilkynningin kom á óvart en nánari upplýsingar hafa verið boðaðar í dag. ÍTALÍA LÖGREGLUMÁL „Maður er bara ánægður að vera í lagi,“ segir Þórður Björnsson, kaupmaður í Sunnu- búð við Mávahlíð. Þrír sextán ára piltar vopnaðir kylfu og öxi réðust á Þórð og rændu verslun hans í gærmorgun. „Það komu þrír grímuklæddir menn hérna inn – ég sá ekkert nema augun á þeim – og einn var með svona kylfu eins og lögreglan, sem dregst út,“ segir Þórður. Hann trúði í fyrstu ekki að ræningjunum væri alvara. „Fyrst hélt ég að þetta væri grín. Ég sagði: Hættið þessu rugli strákar, fariði út ef þið ætlið ekki að kaupa neitt! Þá bara sló einn til mín. Þetta var ekkert grín.“ Þórður segir höggið hafa verið vont. Hann sé bólginn en sem betur fer ekki alvarlega meiddur. Ræningjarnir komust undan með uppgjör laugardagsins, tugi þúsunda króna sem stóðu þá á afgreiðsluborðinu, og nokkur karton af sígarettum. Peninga- kassann snertu þeir ekki. Þórður áætlar að þeir hafi verið í búðinni í um þrjár mínútur. Þórður segir að ræningjarnir hafi augljóslega þekkt til í búðinni. „Tveir af þeim króuðu mig af úti í horni á meðan sá þriðji labbaði beint inn á skrifstofuna mína eins og hann hefði aldrei gert annað. Hann vissi alveg greinilega hvar hún var.“ Lögregla ræddi í kjölfarið við starfsfólk búðarinnar í von um að það gæti veitt upplýsingar um mennina. Fjórir piltar voru handteknir á fimmta tímanum grunaðir um ránið. Þeir eru allir fæddir árið 1991 og því einungis sextán ára. Vitni hafði getað lýst bíl sem einn þeirra er talinn hafa beðið í fyrir utan. For- eldrar piltanna voru kallaðir til sem og lögmenn. Þórður segist ekki hafa verið sérlega hræddur í upphafi. „Svo sá ég öxina. Þá varð ég hræddur,“ segir hann. „Maðurinn sem hélt á henni var greini- lega ekki í lagi. Mér fannst eins og þeir væru ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Þeir voru ekkert æstir og horfðu beint í augun á mér.“ Þórður mætti aftur til vinnu að lokinni skýrslu- töku en hugðist fara og láta líta á sig á slysadeild í gærkvöldi. Hann hefur rekið Sunnubúð í fjögur ár en hefur aldrei lent í öðru eins. „Það hefur verið brotist inn á nóttunni en ekkert svona.“ Hann mun þó ekki láta ránið á sig fá. „Ég held ótrauður áfram. Ég þarf bara að bæta öryggismyndavélakerfið hérna.“ stigur@frettabladid.is Vopnaðir unglingar rændu Sunnubúð Þrír grímuklæddir menn vopnaðir kylfu og öxi rændu verslunina Sunnubúð í gærmorgun. Einn þeirra sló kaupmanninn. Fjórir sextán ára unglingspiltar voru handteknir síðar um daginn. Ræningjarnir þekktu greinilega til í versluninni. ÞÓRÐUR BJÖRNSS0N LOKAÐ VEGNA RÁNS Sunnubúð var lokað í nokkrar klukk- stundir vegna ránsins. Þórður mætti svo vaskur til vinnu á ný eftir skýrslutöku hjá lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONÞrátt fyrir minni grásleppuveiði á síðustu vertíð hefur orðið aukning í útflutningi grásleppuafurða. Á það jafnt við grásleppukavíar og söltuð hrogn í tunnum. Á fyrstu níu mánuð- um þessa árs höfðu verið flutt út 323 tonn af grásleppukavíar og 494 tonn af söltuðum grásleppuhrognum. SJÁVARÚTVEGUR Grásleppukavíar selst vel SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.