Fréttablaðið - 19.11.2007, Page 4

Fréttablaðið - 19.11.2007, Page 4
4 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri skar vinnufélaga sinn í fótinn með hnífi í vinnubúðum við Hellis- heiðarvirkjun í fyrrakvöld. Mað- urinn gaf sig fram við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær eftir að lýst var eftir honum. „Þetta var mikið blóðbað,“ segir varðstjóri lögreglunnar á Selfossi sem fór á staðinn ásamt félögum sínum í fyrrakvöld. Hann segir áverkana hafa verið tiltölulega alvarlega þótt maðurinn hafi ekki verið stunginn heldur skorinn. Líklega hafi slagæð farið í sundur. Hann var sár á læri og kálfa og var auk þess með minni áverka á nokkrum stöðum. Mennirnir eru báðir af erlend- um uppruna og þekkjast. Tildrög átakanna eru óljós, en svo virðist sem kastast hafi í kekki á milli þeirra í teiti. Báðir voru ölvaðir. Lögreglan á Selfossi kallaði eftir aðstoð sérsveitar frá Reykjavík þar sem vopn voru í spilunum. Átta lögreglumenn fóru á staðinn en þá var árásarmaðurinn á bak og burt. Hann hafði farið á bíl til höfuð- borgarinnar ásamt fleiri mönnum. Ekki liggur fyrir hvort það var gagngert til að flýja réttvísina. Hinn særði var fluttur á sjúkra- hús til Reykjavíkur þar sem gert var að sárum hans og hann síðan útskrifaður. Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir árásar- manninum. - sh Maður særði vinnufélaga sinn með hnífi í vinnubúðum Hellisheiðarvirkjunar: Mikið blóðbað á Hellisheiði Í BÚÐUNUM Árásin átti sér stað í teiti í vinnubúðum Hellisheiðarvirkjunar. Mennirnir á myndinni tengjast ekki árásinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NORÐURLAND Sigbjörn Gunnars- son, sveitarstjóri Þingeyjarsveit- ar, útilokar ekki að þau tvö sveitarfélög er samþykktu sameiningu í kosningum í Þingeyjarsýslu á laugardag muni sameinast. Hann telur æskilegt að fjölga íbúum sveitarfélagsins, jafnvel þótt Aðaldælahreppur sé fámennur. Ólína Arnkelsdóttir, oddviti í Aðaldælahreppi, segir ekki ljóst hvert framhaldið verði, en það muni skýrast á næstu vikum hvort sveitarfélögin ákveði að sameinast. Þá sé ekki ljóst hvort gengið yrði aftur til kosninga. Á laugardag fóru fram kosningar um sameiningu fyrrnefndra sveitarfélaga auk Skútustaðahrepps þar sem henni var hafnað. - eb Kosningar í Þingeyjarsýslu: Rætt verður um sameiningu SKÚTUSTAÐAHREPPUR Sameiningu sveitarfélaganna var hafnað með afger- andi hætti í Skútustaðahreppi. GIFT Í 60 ÁR Filippus og Elísabet II. BRETLAND Mikið er um dýrðir í Bretaveldi þessa dagana í tilefni af því að 60 ár eru liðin síðan Elísabet II Bretadrottning og Filippus drottningarmaður gengu í það heilaga. Það var hinn 20. nóvember árið 1947 sem hin 21 árs gamla krónprinsessa Elísabet giftist 26 ára gömlum yfirmanni í flotan- um, Philip Mountbatten. Fimm árum síðar varð Elísabet drottn- ing við fráfall föður hennar, Georgs VI konungs. Hirðin birti í gær hina opinberu ljósmynd af demantsbrúðkaups- parinu. Á henni sjást þau leiðast fyrir framan Broadlands-höll, þar sem þau eyddu brúðkaupsnóttinni fyrir sex áratugum. - aa Hátíðahöld í Bretlandi: Demantsbrúð- kaupi fagnað SÁDI-ARABÍA, AP Öll aðildarríki OPEC, samtaka olíuframleiðslu- ríkja, sýna því áhuga að breyta gjaldeyrisforða sínum í annan gjaldeyri en Bandaríkjadal, sem sífellt fer dalandi að verðgildi. Þetta sagði Mahmoud Ahmadine- jad, forseti Írans, eftir fund OPEC. „Allir sýndu áhuga á að skipta gjaldeyrisforða sínum í trúverð- ugan harðan gjaldeyri,“ tjáði Ahmadinejad fréttamönnum. „Sumir sögðu að framleiðsluríkin ættu að tilgreina annan gjaldeyri til hliðar við dollarann sem grunnmynt olíuviðskipta okkar.“ Íranar selja olíu í evrum. - aa Íransforseti á OPEC-fundi: Vel tekið í að skipta út dalnum STJÓRNMÁL Þingfundur Alþingis í dag hefst á fyrirspurnum til ráðherra. Að þeim loknum verður meðal annars rætt um frumvarp félagsmálaráðherra um breytingu á lögum um greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Samfylkingunni flytur þingsálykt- unartillögu um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru og Siv Friðleifsdóttir Framsóknar- flokki flytur tillögu um aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitar- stjórnum. - eb Á dagskrá Alþingis: Auglýsingar á óhollri matvöru UMHVERFISMÁL Hnúfubak hefur fjölgað gríðarlega við Ísland á undanförnum áratugum og er stofninn talinn vera allt að 30 þúsund dýr. Tegundin er talin éta hátt í milljón tonn af loðnu á ári við landið eða fimm til átta þúsund tonn á dag. Sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun segir að veiðar Japana á hnúfubak, sem eru að hefjast, séu afar viðkvæmt mál vegna þess að hvalurinn sé tákn hvalafriðunar og friðunarsinnar bindi einna mestar tilfinningar við hann. Hann segir ótímabært að taka afstöðu til þess hvort vísindaveiðar á hnúfubak séu æskilegar á Íslandsmiðum. Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, segir að frá því að hnúfubakur var alfriðað- ur árið 1955 og fram á áttunda áratuginn hafi fá dýr sést við landið. Það sé til marks um hversu nærri stofninum hafði verið gengið með veiðum. „Síðan hefur hnúfubak fjölgað jafnt og þétt og sennilega nálgast stofninn að vera jafn stór og fyrir daga hvalveiða.“ Gísli segir að nákvæmar upplýsingar um át hnúfubaksins liggi ekki fyrir en magainnihald dýra sem hafa rekið á fjörur sýni að fæði tegundar- innar sé loðna og ljósáta í nokkuð jöfnum hlutföllum. „Við höfum gefið okkur að stofninn éti tíu til fimmtán þúsund tonn á dag og helmingurinn af því sé loðna. Átið gæti því verið allt að milljón tonn.“ Spurður hvort vísindaveiðar séu ekki aðkallandi til að skera úr um át hnúfubaksins segir Gísli að ekki sé tímabært að taka afstöðu til þeirrar spurn- ingar. Hann segir að mjög erfitt myndi reynast pólitískt séð að fá leyfi til vísindaveiða í Alþjóða- hvalveiðiráðinu. „Hnúfubakurinn er tákn hvalafrið- unar vegna þess að hann var veiddur hvað mest allra hvalastofna. Við hann binda friðunarsinnar einna mestar tilfinningar eins og sést á viðbrögðum við vísindaveiðum Japana.“ Gísli segir skjóta skökku við að heyra röksemdir friðunarsinna um að veiðar Japana séu ekki vísindaveiðar fyrst að afurðirnar séu seldar. „Hins vegar er það beinlínis skylda í sáttmála Alþjóða hvalveiðiráðsins um vísindaveiðar að nýta afurðirnar eins og hægt er.“ svavar@frettabladid.is Hnúfubakur étur um milljón tonn af loðnu Stofn hnúfubaks við Ísland er metinn hátt í 30 þúsund dýr. Tegundin er talin éta allt að milljón tonn af loðnu á ári við landið. Hnúfubakur er tákn hvalafriðunar og vísindaveiðar á tegundinni eldfimt pólitískt álitamál. HNÚFUBAKUR Stofninn er talinn vera allt að 30 þúsund dýr. Hann var ofveiddur um allan heim og er tákn margra friðun- arsinna. Vísindaveiðar Japana eru því harðlega gagnrýndar. Primo de Rivera minnst Hundruð hægrisinnaðra Spánverja komu í gær saman á útifundi í Madríd til að minnast Jose Antonio Primo de Rivera, stofnanda Falangistaflokksins. Hann var myrtur af vinstrisinnum í borgarastríðinu árið 1936. Vinstri- stjórnin sem nú er við völd hefur sett lög um að fjarlægja minnismerki um Primo de Rivera og Francisco Franco og nöfn þeirra af götuheitum. SPÁNN JAPANAR ÆTLA AÐ VEIÐA FIMMTÍU HNÚFUBAKA Japanskur hvalveiði- floti hélt í gær úr höfn í Shimonoseki, miðstöð japönsku hvalveiðiútgerðarinn- ar. Í þetta sinn hyggur hann á að veiða hnúfubaka í nafni vísindaveiðaáætlunar Japana. Hnúfubakar hafa ekki verið veiddir síðan á sjöunda áratugnum og hinar fyrirhuguðu veiðar á þeim hafa því kallað á enn harkalegri gagnrýni hvalfriðunarsinna en hvalveiðar Japana hafa gert á síðustu árum. Í þessum leiðangri á hvalamið í Suður-Kyrrahafi er áform- að að veiða 50 hnúfubaka, 50 langreyðar og 935 hrefnur. Hvalveiði vertíðin stendur fram í apríl. - aa GENGIÐ 16.11.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,1038 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 60,99 61,29 124,19 124,79 88,98 89,48 11,936 12,006 11,083 11,149 9,585 9,641 0,5539 0,5571 96,4 96,98 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.