Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 50
30 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR 15% vaxtaauki! A RG U S / 07 -0 82 7 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is N1 deild karla í handbolta: Fram-Akureyri 30-22 Mörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 7/2 (10/2), Zoltán Bragi Belányi 5 (6), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (4), Jón Þorbjörn Jóhannsson 3 (3), Hjörtur Hinriksson 2 (2), Jón Björgvin Pétursson 2 (2), Guðjón Finnur Drengsson 2 (6), Rúnar Kárason 2 (7), Einar Ingi Hrafnsson 1 (1), Haraldur Þorvarðsson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (6). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 13/1 (27/4) 48%, Björgvin Páll Gústavsson 11/1 (19/2) 58%. Hraðaupphlaup: 5 (Hjörtur, Jóhann, Zoltan, Jón, Halldór). Fiskuð víti: 3 (Jóhann, Daníel, Zoltán). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Magnús Stefánsson 6/1 (11/1), Goran Gusic 6/2 (13/4), Einar Logi Friðjónsson 3 (9), Þorvaldur Þorvaldsson 2 (2), Ásbjörn Friðriksson 1 (2), Heiðar Aðalsteinsson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (6). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (47/3) 36%. Hraðaupphlaup: 4 (Jónatan, Heiðar,Andri, Goran). Fiskuð víti: 7 (Magnús 2, Þorvaldur, Goran, Jónatan, Einar, Heiðar). Utan vallar: 4 mínútur. N1 deild kvenna í handbolta Haukar-Fram 24-24 Mörk Hauka (skot): Ramune Pekarskyta 7 (14), Nína K. Björnsdóttir 5/2 (12/2), Sandra Stoj- kovic 5 (11), Hind Hannesdóttir 3 (3), Inga Fríða Tryggvadóttir 2 (2), Erna Þráinsdóttir 1 (3), Harpa Melsted 1 (6). Varin skot: Laima Miliauskaite 5/1 (19/3 26%), Helga Torfadóttir 3 (13/2 23%) Hraðaupphlaup: 6 (Nína 2, Ramune 1, Harpa 1, Hind 1, Erna 1) Fiskuð víti: 2 (Sigrún Brynjólfs 1, Hind 1) Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 5 (11), Ásta Birna Gunnarsdóttir 5/3 (8/5), Anett Köbil 3 (7), Pavla Nevarilova 2 (2), Marthe Sördal 2 (2), Sara Sigurðardóttir 2 (5), Þórey Rós Stefánsdóttir 2 (5), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 1 (2), Karen Knútsdóttir 1 (2), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (3). Varin skot: Kristina Kvederiene 17 (41/2 41%) Hraðaupphlaup: 6 (Stella 2, Anett 1, Pavla 1, Karen 1, Ásta Birna 1.) Fiskuð víti: 5 (Stella 2, Ásta Birna 1, Sigurbjörg 1, Pavla 1) Utan vallar: 6 mínútur. Iceland Express deild karla: ÍR-Grindavík 88-93 Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 19, Sveinbjörn Claessen 19, Steinar Arason 15, Ray Cunningham 15, Ólafur Sigurðsson 11, Eiríkur Önundarson 5, Ómar Sævarsson 2, Þorsteinn Húnfjörð 2, Stig Grindavíkur: Jonathan Griffin 24, Páll Axel Vilbergsson 20, Þorleifur Ólafsson 16, Páll Krist- insson 14, Igor Beljanski 12, Adam Darboe 7, Snæfell-Fjölnir 59-73 Þór-Skallagrímur 91-105 Keflavík-Hamar 67-56 EHF-keppnin í handbolta: HK-FCK 24-26 Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragarsson 5 (7), Ragnar Hjaltested 4 (5), Sergey Petkevicius 4 (7), Aug- ustas Strazdas 4 (7), Gunnar Steinn Jónsson 4/2 (5/3), Tomas Eitutis 2 (9), Árni Þórarinsson 1 (1), Arnar Þór Sæþórsson (1), Brynjar Hreggviðsson (1), Sigureir Árni Ægisson (2), Ragnar Njálsson(3) Varin skot: Egidijus Petkevicius 22 (28/2) 45,8% Hraðaupphlaup: 6 (Ragnar 2, Ólafur 2, Strazdas, Árni) Fiskuð víti: 3 (Eitutis, Strazdas, Petraytis) Utan vallar: 2 mínútur Mörk FCK: Anders Christensen 8/2 (10(2), Tommy Atterhall 5 (6), Per Tomas Linders 5 (6), Sebastian Koch-Hansen 3 (8), Kristian Svensson 2 (4), Simon Hammer 1 (2), Klaus Bruun Jorgen- sen 1 (6), Martin Boquist 1 (8) Varin skot: Steinar Ege 21 (45) 46,7% Hraðaupphlaup: 11 Fiskuð víti: 2 Utan vallar: 2 mínútur ÚRSLITIN Í GÆR GOLF Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur lék fjórða hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópu- mótaröðina í gær og fór á 70 högg- um. Birgir Leifur komst nokkuð örugglega í gegnum niðurskurð- inn á mótinu og er sem stendur í 19.-25. sæti, þegar tveir hringir eru eftir, en 30 efstu sætin veita þátttökurétt á Evrópumótaröð- inni. Birgir Leifur var ánægður þegar Fréttablaðið náði tali af honum að keppni lokinni í gær. „Það er alltaf ákveðinn léttir að komast í gegnum niðurskurðinn og ég er virkilega sáttur eftir dag- inn,“ sagði Birgir Leifur sem vaknaði hálfstífur í öxlinni í gær- morgun en lét það ekki aftra sér. „Ég þurfti að fara í nudd fyrir fyrsta högg til þess að mýkja aðeins upp á mér öxlina og það gerði gæfumuninn og ég einbeitti mér bara að því að spila gott og öruggt golf. Það hjálpaði líka til að það var enginn vindur á brautinni eins og síðustu daga þannig að aðstæður voru mjög ákjósanlegar. Lykillinn að árangri er að spila bara öruggt og gera ekki mikil mistök og það má í raun segja að þessi mót snúist um að gera engin stór mistök,“ sagði Birgir Leifur. Hann spilaði hringinn í gær á 70 höggum, þar af náði hann þremur fuglum, fjórtán pörum og aðeins einum skolla. „Ég hefði kannski viljað sækja aðeins meira á par fimm holurnar og var tvisvar nálægt því að ná í fugla þar, en stundum verður maður að sætta sig við parið,“ sagði Birgir Leifur og kvaðst bjartsýnn fyrir framhaldið. „Ég ætla mér að halda áfram á sömu braut og spila öruggt golf, en ef sú staða kemur upp að ég þarf að sækja og spila sóknargolf, þá gæti ég þurft að taka meiri áhættu, en það kemur bara í ljós,“ sagði Birgir Leifur sem er vanur að fara beint á æfingasvæðið eftir keppni en tók sér frí í dag. „Ég ákvað að vera ekki að ofreyna skrokkinn fyrir átökin á morgun og fór frekar bara í nudd, til þess að vera tilbúinn í slaginn á morgun.“ omar@frettabladid.is Birgir Leifur fer á kostum Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur leikur vel á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina og er sem stendur í 19.-25. sæti. Af 155 keppendum sem hófu keppni eru 70 eftir. Þeir berjast um 30 laus sæti á Evrópumótaröðinni. YFIRVEGAÐUR Birgir Leifur hefur spilað öruggt og áfallalaust golf fram til þessa á úrtökumótinu á Spáni og hér sést hann í góðri sveiflu þar. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓNBJÖRN KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður hjá Lottomatica Roma í ítölsku deildinni, fór fyrir sínum mönnum þegar lið hans bar sigurorð af Armani J. Milano 74- 80. Jón Arnór var stigahæsti maður Rómarliðsins með 17 stig en þar að auki tók hann fimm fráköst og gaf tvær stoðsending- ar á 29 mínútum sem hann lék. Lottomatica Roma var undir í hálfleik 43-35 og svo 60-53 eftir þriðja leikhluta, en liðið átti frábæran fjórða leikhluta. Jón Arnór jafnaði leikinn fljótlega í leikhlutanum með þriggja stiga körfu, 61-61, og eftir það fékk ekkert stoppað Rómarliðið sem skoraði 27 stig á móti 14 stigum Mílanó-liðsins í leikhlutanum og vann öruggan sigur. - óþ Ítalski körfuboltinn: Jón Arnór stiga- hæstur í sigri Í FÍNU FORMI Jón Arnór Stefánsson er að leika vel með Lottomatica Roma. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Haukar og Fram gerðu jafntefli, 24-24, í æsispennandi leik í N1-deild kvenna á Ásvöllum í gærkvöldi. Einar Jónsson, þjálf- ari Fram, fór ekki fögrum orðum um leikstíl Hauka eftir leik. Bæði lið voru yfirspennt í upp- hafi leiks og gerðu mörg mistök. Varnir liðanna voru ágætar og skiptust liðin á að hirða boltann hvort af öðru í fyrri hálfleik. Jafnt var í hálfleik, 11-11, og spennan var ekki minni í þeim seinni. Munurinn á liðunum var aldrei meiri en tvö mörk og skipt- ust þau á að hafa frumkvæðið. Haukar fengu tækifæri til að stela sigrinum í lokin þegar Nína Björnsdóttir fór inn úr þröngu færi þegar fimmtán sekúndur voru eftir en skot hennar fór í stöng og þar við sat. „Haukarnir hrúga sér bara allt- af inn á línu, fiska fríkast og taka svo tíu sekúndur í að taka fríköst- in. Þetta er ekki handbolti, þetta er bara djók,“ sagði Einar. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var aftur á móti öllu rólegri en Einar en viðurkenndi að hún væri alveg jafn svekkt með að hafa ekki unnið leikinn. „Þetta ekki fallegur leikur og jafntefli var kannski þegar allt kemur til alls sanngjarnt þegar á heildina er litið. Ég er samt hundsvekkt með að við kláruðum þetta ekki. - tom Haukar og Fram gerðu jafntefli, 24-24, í N1-deild kvenna í gærkvöld í miklum baráttuleik á Ásvöllum: Jafnt í ljótum handknattleik á Ásvöllum HARÐFYLGI Sandra Stojkovc veður hér í gegnum vörn Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Valsmenn töpuðu, 34- 22, á móti Íslendingaliðinu Gummersbach í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Eftir góða byrjun Valsmanna, sem komust í 1-4 í upphafi leiks, vaknaði þýska stórliðið við vondan draum og snéri spilinu sér í hag og leiddi nokkuð örugglega, 16-10, þegar flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik byrjuðu Valsmenn aftur vel og söxuðu á forskot Gummersbach og minnkuðu muninn í 17-13. Þá kom vondur kafli þar sem Þjóðverj- arnir skoruðu fjögur mörk í röð og í raun bara spurning um hversu stór sigur Gummersbach yrði og lokatölur voru 34-22.. Arnór Þór Gunnarsson Malmquist átti góðan leik og skoraði 7 mörk og Hjalti Pálma- son kom næstur með 4, en hjá Gummersbach skoraði Róbert Gunnarsson 6 mörk og Sverre Jakobssen stóð vaktina í vörninni að vanda vel. - óþ Meistaradeildin í handbolta: Gummersbach fór illa með Val ERFITT Valsmenn réðu illa við Róbert Gunnarsson sem skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR KÖRFUBOLTI Grindavík marði ÍR, 88-93, í Seljaskóla í jöfnum og spennandi leik. Grindavík er því enn í öðru sæti en ÍR er í næst- neðsta sæti. ÍR-ingar mættu mjög ákveðnir til leiks og ætluðu greinilega að hefna fyrir háðulega útreið gegn KR í síðasta leik. Frumkvæðið var heimamanna allan fyrsta leikhlut- ann þrátt fyrir að aldrei munaði miklu á liðunum. ÍR var með þriggja stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 25-22. Grindavík hóf annan leikhluta af miklum krafti og komst í fyrsta sinn yfir í leiknum 31-27. Grinda- vík leiddi allan annan leikhluta þar til skammt var eftir af honum og ÍR komst yfir á ný en ÍR fór með eins stigs forystu inn í hálf- leikinn, 45-44. ÍR skoraði 10 fyrstu stig þriðja leikhluta en náði ekki að fylgja því eftir og forystan var aftur aðeins 1 stig að loknum leikhlutanum, 65- 64. Leikurinn var í járnum þar til Jonathan Griffin stigahæsti leik- maður Grindavík fór út af með fimm villur þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og staðan 80-82. Þorleifur Ólafsson og Páll Axel Vilbergsson tóku sóknarleikinn yfir hjá Grindavík og stýrðu liðinu að lokum til öruggs sigurs, 88-93. Páll Axel var búinn undir erfið- an leik enda ÍR-ingar sárir eftir síðasta leik. „Þetta var basl. Við höfum ekki spilað neitt sérstak- lega vel en erum að gera það sem þarf til að vinna leiki. Við stígum upp í varnarleik þegar til þarf. Við erum að spila þokkalegan sóknar- leik en það er frábært að koma hingað og taka tvö stig. Það er sér- staklega erfitt að mæta liði eins og þeim sem var slátrað gegn KR í síðasta leik. Þeir komu tilbúnir í þennan leik og við vissum þetta. Við mættum líka tilbúnir enda var þetta hörkuleikur út í gegn,“ sagði Páll. - gmi Grindavík sigraði ÍR, 88-93, í Iceland Express-deild karla í gærkvöld: Enn vinna Grindvíkingar FRÁBÆR Jonathan Griffin reyndist ÍR-ingum erfiður í gær og skoraði 24 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.