Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2007, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 19.11.2007, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 19. nóvember 2007 3 Undirbúningurinn er það sem skiptir mestu máli áður en hafist er handa við málningu heima við. „Fólk er meira í að mála allan ársins hring. Ekki bara rétt fyrir jól, fermingu og aðrar hátíðir eins og áður. Samt er alltaf smá sprengja núna fyrir jólin, en langt í frá eins og þetta var,“ segir Hannes Birgisson málari. Flestir sveiflast með tísku- bylgjum litanna, en síðan er líka gott að mála reglulega einfald- lega til að hressa upp á heimilið auk þess sem viðhald er mikil- vægt fyrir verðmæti eigna. „Það er voðalega misjafnt hvað þarf að mála oft innanhúss. En ég myndi segja eitthvað á bilinu fimm til sjö ára fresti. Fer að vísu eftir því hvað eru mörg börn á heimilinu,“ segir Hannes bros- andi. Þó að fólk ætli að mála sjálft, þá er alltaf gott að leita ráða hjá fagfólki, segir Hannes. „Undir- búningurinn er langmikilvægast- ur. Síðan hefst ferlið á því að skrapa í allar misfellur og sprung ur og kíkja vel yfir vegg- ina þegar er verið að endurmála. Síðan þarf að sparsla og slípa vel yfir og því næst heilslípa vel yfir fletina,“ útskýrir Hannes sem segir að ef sprungurnar séu mjög djúpar sé notast við borða sem er settur yfir og önnur tegund af sparsli sem fyllir betur. Þó notar Hannes oftast sömu tegund af sparsli á mismunandi tegundir veggja og finnst þægilegast að vinna með milligróft sparsl, nema á glugga. „Á gluggakistur er ég oftast með lakksparsl, en það þarf að skoða verkið áður en ákvörðun um efni er tekin,“ segir Hannes. Hann segir einnig flest íslensk hús vera vel byggð og steypusprungur því fæstar alvar- legar. Eftir að undirbúningi er lokið er grunnað yfir viðgerðir og síðan farnar tvær umferðir sem er nauðsynlegt í flestum tilfell- um. Þó segir Hannes það geti sloppið ef um sama lit sé að ræða. En málning er ekki bara málning. „Góð málning getur sparað auka umferð, tíma og þrif. Auk góðra verkfæra og pensla, þeir skipta líka máli,“ útskýrir Hannes sem segist nota sjö til tíu prósenta glans á stofur, ganga og herbergi, en tíu prósent á eldhús og tuttugu á baðherbergi. „Mikill háglans er mest notaður á glugga og annað slíkt í gömlum húsum þar sem er ákveðinn stíll,“ segir Hannes sem segir það færast í vöxt að fólk geri upp gömul hús. „Ég mála ekki oft í gömlum timburhúsum, en það er svona eitt og eitt og þá bara gilda sömu reglur og við aðra endurmálun,“ segir Hannes að lokum. rh@frettabladid.is Málað allt árið, ekki bara fyrir jól Ráðgjöf frá fagfólki getur borgað sig þótt fólk máli sjálft, segir Hannes Birgisson málari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Allt á sinn stað ÞÆGILEG ÞVOTTALAUSN Einhvers staðar þurfa vond- ir að vera og það sama á við um óhreina þvottinn. Gott er að hafa smekklega þvottakörfu til að geyma hann í þar til hann ratar í þvottavélina. Ef pláss er af skorn- um skammti getur verið snið- ugt að fá sér netta þvottakörfu sem auðvelt er að brjóta saman þegar hún er ekki í notk- un. Einnig getur verið þægilegt að hafa hanka á þvotta- körfunni svo auðvelt sé að taka hana með sér ef bera þarf þvottinn niður einhverjar hæðir eða í næstu fatahreinsun. Þessi þvottakarfa frá Umbra upp- fyllir alla þá þætti sem upp eru taldir auk þess sem hún er skemmtilega hönnuð af Paul Rowan. Karfan er úr hundrað pró- senta bómullarstriga með límdri vínillíningu og tveimur strigahöld- um. Punkturinn yfir i-ið er síðan rómantískt mynstur með fiðrild- um. Hægt er að fá körfuna í fjór- um litum með þrenns konar mynstri en enn sem komið er er hún að því er við best vitum ekki í neinum verslunum hér á landi. Hægt er þó að kaupa hana í gegn- um netið. - hs Skemmtileg framreiðsla BÚKONULEGIR BAKKAR Gott getur verið að eiga góðan bakka til að bera fram veitingar á auk þess sem það eykur glæsileikann að sjá gestgjafann reiða fram góðgæti á þann hátt. Bakka er líka hægt að nota sem kökudiska eða undir nasl en það fer allt eftir stærð og gerð hans. Bakkar eru til af öllum stærðum og gerðum og auð- velt er að verða sér út um ódýra bakka, til dæmis í smávöruversl- unum eins og Tiger og Söstrene Grene. -hs Sykursætt og sjarmerandi HEITT SÚKKULAÐI Á SÍÐDEGI Eftir langan vinnudag eða annasaman skóladag er gott að dekra við sig með einhvers konar notalegheitum. Heitt súkkulaði er ágætis leið til þess og fáir sem fúlsa við því. Hægt er að fá fallega súkkulaðibolla og smekklegar könn- ur víða. Rómantíkin á sérstaklega vel við heita súkkulaðið sem drukkið hefur verið í áraraðir og fer það afskaplega vel saman að sjá drifhvítan rjómann og gómsætt súkkul- aðið í gamaldags postulínsbolla. Sem dæmi um verslanir sem bjóða upp á klassíska súkk- ulaðibolla má nefna Viller- oy og Boch í Kringlunni, Þorstein Bergmann á Skólavörðustígnum, Lene Bjerre í Kópavogi og ýmsar fleiri. -hs

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.