Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 22
[ ] Stærðin skiptir máli þegar velja á flatskjá á heimilið. Sjónvörp með flatskjá eru til í mörgum stærðum og gerðum. Allt frá 19 tommu skjám til 103 tommu risaskjáa. Eitt það fyrsta sem þeir þurfa að ákveða sem eru í kaup- hugleiðingum er hversu stór skjárinn á að vera. Því það þýðir lítið að kaupa stærsta sjónvarpið þegar sjónvarpsherbergið er aðeins þrír metrar á lengd. Fyrst þarf að ákveða hvar sjón- varpið á að vera í íbúðinni og hversu mikið bil verður milli þess og sófans. Ákveðin þumalputtaregla er að miða við að lengdin frá sjónvarp- inu þurfi að vera um fimm til sex sinnum hæðin á sjónvarpinu. Ef sjónvarpið er hálfur metri ætti því lengdin frá því að vera 2,5 til 3 metrar. Ef sjónvarpið er búið HD-pró- grammi verður myndin skýrari. Því þarf lengdin frá sjónvarpinu að vera minni eða um þrisvar til fjórum sinnum hæðin á sjónvarp- inu. Næst þarf svo að ákveða hvern- ig gerð af flatskjá á að velja. Telja sérfræðingar að LCD-tæknin henti betur fyrir skjái sem eru minni en 37 tommur en Plasma henti betur fyrir stærri skjái. Til að fræðast nánar um kosti og galla Plasma og LCD er bent á vef- síðuna www.plasma-lcd-facts. co.uk. - sgi Stór skjár eða lítill Ef plássið er lítið er betra að hafa skjáinn ekki of stóran. Sing star-leikirnir fyrir Playstation-tölvurnar eru frábær leið til að hressa upp á partí. Börn hafa líka gaman af því að spreyta sig enda ekkert nauðsynlegt að lesa textann til að vinna. Þau þurfa bara að hitta á rétta tóninn. MacBook Gulltölva Fartölva er ekki endilega bara fartölva heldur skipt- ir það marga máli hvernig hún lítur út. Computer Choppers kynna til sögunnar gullslegna MacBook Pro tölvu með 24 karata gull- húð. Tölvan er ekki einungis gyllt að utan heldur er lykla- borðið einnig gullhúðað. Ekki er ólíklegt að stjörn- urnar í Hollywood verði fljót- ar að krækja sér í eina slíka en spurning er hver verður fyrstur til að spóka sig með gulltölvu hér á landi. - sig Gulltölvan gæti orðið fínasta stöðu- tákn í framtíðinni enda húðuð með 24 karata gulli. Opið: Virka daga kl. 9-18 • Laugardaga 11-16 199.900 160 GB UPPTÖKU DISKUR 42PT85 42” Plasma sjónvarp Upplausn 1024x768 Skerpa 15.000:1 Birtustig 1500 Svartími 0,001 ms 2 Stafrænir sjónvarpsmóttakarar 100Hz Spennandi sjónvarp LINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.