Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 48
28 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Taka allt að 4 mm vír. Handhægar - aðeins um 5 kg. Flott verð. Hátíðni rafsuðuvélar Keflvíkingurinn Jóhann B. Guðmundsson lék í sumar sitt annað tímabil með GAIS í sænsku úrvalsdeildinni og þótti standa sig vel, en GAIS-liðið endaði í 11. sæti deildarinnar. „Okkur gekk ágætlega, en við hefðum getað endað mótið betur þar sem við vorum í 8. sæti lengi vel en misstum því miður dampinn í lok tímabilsins. Mér gekk persónulega ágætlega á tímabilinu og líður bara vel í GAIS treyjunni,“ sagði Jóhann sem spilaði 18 leiki af 26 leikjum liðsins og skoraði eitt mark. „Ég á ennþá eitt ár eftir af samningi mínum við GAIS-liðið og ég ætla mér að klára hann og mér líst bara vel á fram- haldið. Markmið okkar fyrir síðasta tímabil var að gera betur en árið áður og ég hugsa að það sama verði uppi á teningnum í ár. Við erum reyndar líka komnir með nýjan þjálfara og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Ég á von á því að hópurinn verði styrktur talsvert og það eru því spennandi tímar fram undan hjá liðinu.“ Jóhann lék á sínum tíma með Watford í ensku deildinni og Lyn í norsku deildinni en gekk til liðs við GAIS frá grannliðinu Örgryte en bæði liðin eru frá Gautaborg. „Við höfum það mjög fínt hérna í Gautaborg og næsta tímabil verður mitt fimmta ár í Svíþjóð þannig að við erum búin að koma okkur vel fyrir,“ sagði Jóhann en kvaðst þó óviss með framhald- ið eftir næsta tímabil. „Það þýðir ekkert að plana neitt allt of mikið fram í tímann í þessum bransa, sem atvinnumaður í fótbolta, en það er aldrei að vita hvað maður gerir og ég loka ekki á neitt,“ sagði Jóhann sem var valinn í undirbúningshóp íslenska landsliðsins á síðasta ári fyrir leikina gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins en varð að draga sig út vegna meiðsla. „Ég lenti í meiðslum í fyrra og svo aftur í ár sem gerðu það að verkum að ég missti af 8 leikjum í deildinni í ár og eitthvað svipað í fyrra og auðvitað er það svekkjandi, en staðan á mér núna er bara mjög fín.“ JÓHANN B. GUÐMUNDSSON, GAIS: NÁÐI SÉR AF MEIÐSLUM OG ÁTTI GOTT TÍMABIL Í SÆNSKU DEILDINNI Það eru spennandi tímar fram undan hjá GAIS FÓTBOLTI Gylfi Einarsson knatt- spyrnumaður hefur fengið sig lausan frá samningi við Leeds sem leikur í þriðju efstu deild á Englandi og æfir nú með Barns- ley sem er í tíunda sæti næst efstu deildar sem stendur. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér á æfingum hjá Barnsley undanfarið, en það hafa engar viðræður átt sér stað enn og óljóst hvað verður úr þessu,“ sagði Gylfi sem hefur verið mjög óheppinn með meiðsli undanfarin ár. „Ég vona að meiðslasagan sé að baki núna, 7-9-13, og ég er að komast í fínt form og er spenntur fyrir því að fá að spila reglulega í deildarkeppni á ný.“ - óþ Gylfi Einarsson: Meiðslasögunni vonandi lokið ÓHEPPINN Gylfi hefur verið óheppinn með meiðsli á ferli sínum sem atvinnu- maður í fótbolta. NORDICPHOTOS/GETTY SUND Jakob Jóhann Sveinsson, landsliðsmaður úr sundfélaginu Ægi, hélt áfram keppni sinn á heimsbikarmótinu í sundi í 25 metra laug í Berlín í gærmorgun. Jakob Jóhann keppti þá í 100 metra bringusundi og synti á 1 mínútu og 2 sekúndum sléttum og skilaði það honum í 19. sæti á mótinu. Jakob Jóhann á sjálfur Íslandsmetið í greininni en var einni og hálfri sekúndu frá því í gær. - óþ Heimbikarmótið í sundi: Jakob í 19. sæti í bringusundi Í BERLÍN Jakob Jóhann Sveinsson hefur keppt undanfarna daga á heimsbikar- mótinu í Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Ragnheiður í fínu formi Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr KR, gerði góða hluti á meistaramótinu í sundi sem lauk í gærdag. Ragn- heiður varð reyndar að lúta í lægra haldi fyrir Erlu Dögg Haraldsdóttur, úr Sundfélagi Reykjanesbæjar, í 100 metra fjórsundi á öðrum keppnisdegi, en stúlkurnar syntu báðar undir gamla Íslandsmetinu. Stuttu síðar var Ragnheiður svo aðeins þremur hundraðshlutum úr sekúndu frá því að bæta Íslandsmetið í 100 metra skriðsundi. Ragnheiður bætti enn fremur Íslandsmetið í 50 metra skriðsundi í gær og bætti svo loks Íslandsmetið í 100 metra skrið- sundi um hálfa sekúndu, þegar hún synti eina leið í 4x100 metra boðsundi í gær. Alls voru 12 Íslandsmet slegin og 23 unglingamet voru sett á vel heppnuðu meistaramóti. HANDBOLTI Danska stórliðið FC Kaupmannahöfn rétt marði HK, 26-24, í fyrri leik liðanna í Evr- ópukeppni félagsliða í gær. FC Kaupmannahöfn skoraði 9 af 10 fyrstu mörkum leiksins en þrátt fyrir afleita byrjun gafst HK ekki upp og hefði með smá heppni getað landað sigri gegn gríðar- lega sterku dönsku liði. Þegar fyrri hálfleikur var hálfn- aður höfðu gestirnir náð níu marka forystu, 3-12, og auðveldur sigur virtist blasa við FC Kaup- mannahöfn. Tvö mörk röð og ódrepandi stemning öflugra stuðningsmanna hleypti lífi í lið HK og liðið hóf að minnka muninn jafnt og þétt fyrir hlé þar til mun- urinn var aðeins fjögur mörk, 11- 15. HK hóf seinni hálfleikinn af sama krafti og liðið endaði þann fyrri. Vörnin small saman og Ólaf- ur Bjarki Ragnarsson hóf að stýra sóknarleik liðsins með miklu ágætum. Þegar hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður munaði aðeins einu marki á liðunum, 21-22, og þegar 10 mínútur voru eftir var staðan orðin jöfn, 23-23. Taugarn- ar virtust hins vegar ekki vera í lagi hjá HK undir lok leiksins frekar en í byrjun hans. Liðið tap- aði boltanum hvað eftir annað á klaufalegan hátt og Danirnir náðu að innbyrða sigur, 26-24. Reynslu- leysi varð HK að falli því leik- menn liðsins virtust ekki ráða við hátt spennustig í byrjun og lok leiks. Gunnar Magnússon, aðstoðar- þjálfari HK, var mjög stoltur af sínu liði í leikslok. „Það var skrekkur í byrjun sem fór með leikinn,“ sagði Gunnar. „Við komum til baka og fyrir utan fyrstu mínúturnar var þetta frá- bær leikur af okkar hálfu. Með örlítið betri nýtingu úr dauðafær- um í lokin hefði þetta verið jafn leikur. Við erum ekki búnir að gef- ast upp og förum til Danmerkur til að vinna. Við sýndum það í þessum leik að við getum unnið þetta lið. Ég er stoltur af strákun- um. Þeir eru með eitt besta lið Norðurlanda og eitt besta lið Evr- ópu og við sýndum að við eigum fullt erindi í þetta.“ Gunnar hrósaði stuðningsmönn- um HK fyrir þeirra þátt í þessum frábæra leik. „Stemningin í húsinu var ótrú- leg. Ég er stoltur af því fyrir hönd HK. Það er synd að við gátum ekki hangið á þessu í lokin því það getur munað um að tapa með einu eða tveimur.“ Arnór Atlason var ekki í leik- mannahópi FC Kaupmannahafnar vegna meiðsla og gat ekki neitað því að hann hefði frekar viljað vera á gólfinu með félögum sínum en á meðal áhorfenda. „Það var leiðinlegt að spila ekki þennan leik. Það var góð stemning og það er gott að geta sýnt félög- unum að íslenskur handbolti er eitthvað.“ FC Kaupmannahöfn á erfiðan leik gegn Kolding í vikunni og segir Arnór að félagar sínir hafi líklega slakað á eftir góða byrjun með þann leik í huga. „Við komumst í 12-3 og slökum aðeins á ómeðvitað. Aðalmálið var að koma okkur í stöðu þar sem okkur nægir að vinna heima. Í Evrópukeppni skiptir öllu máli að ná almennilegum úrslitum á úti- velli og þetta var þannig séð það besta sem gat komið fyrir hjá okkur. Það er kannski í hausnum á mönnum að við eigum mjög mikil- vægan leik gegn Kolding á mið- vikudaginn,“ sagði Arnór og hrós- aði HK fyrir leik sinn. „FCK vita nú að HK er alvöru lið eins og ég reyndi að segja þeim þegar við drógumst gegn þeim og það er gott að það rættist úr því. Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða. Þetta er ekki búið en við erum í góðri stöðu. Þeir berj- ast til síðustu mínútu. Erfitt lið að eiga við. Lið eins og HK berst eins og ljón og þau reynast okkur oft erfið,“ sagði íslenski landsliðs- maðurinn Arnór Atlason. - gmi FCK í bullandi vandræðum með HK FC Kaupmannahöfn vann HK naumlega 24-26 í fyrri leik liðanna í EHF-bikarnum í Digranesi í gærdag. Leikurinn var ekki síst merkilegur í ljósi þess að þarna mættust efstu lið íslensku og dönsku deildanna. ÖFLUGUR Ragnar Hjaltested átti fínan leik fyrir HK í gær gegn FC Kaupmannahöfn í EHF-bikarnum og skoraði fjögur mörk úr fimm skottilraunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Fram vann Akureyri 30-22 í Framhúsinu í gær, en fyrir leikinn bjuggust flestir við sigri Fram. Framliðið mætti mjög ákveðið til leiks og eftir að Akureyri hafði skorað fyrsta mark leiksins, fylgdu eftir fjögur mörk frá heimamönnum. Munurinn hélst á milli liðanna og var mestur sex mörk, í stöðunni 11-5, þegar fimm mínútur lifðu fyrri hálfleiks. Þá tóku gestirnir smá kipp og skor- uðu þrjú mörk í röð, en Fram skoraði hins vegar síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan því 12-8 þegar flautan gall. Markverðirnir voru í fínu formi í fyrri hálfleik og Björgvin Páll Gústavsson, hjá Fram, varði ellefu skot, en starfs- bróðir hans Hörður Flóki Ólafs- son, hjá Akureyri, varði tólf skot. Akureyringar náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk í byrjun seinni hálfleiks, 13-10 og svo aftur 16-13, en í stöðunni 20-16 gerðu heimamenn í Fram endanlega út um leikinn með því að skora fimm mörk í röð. Akureyringar reyndu að klóra í bakkann en þegar þar var komið við sögu var spurning- in ekki hvort Fram myndi vinna, heldur með hve miklum mun Fram myndi vinna. Lokatölur urðu 30-22 og fremur þægilegur sigur því í höfn hjá Fram liðinu sem tillti sér á topp deildarinnar við hlið HK. Fernc Antal Buday, þjálfari Fram, var kátur með sigur sinna manna í leikslok. „Ég er mjög sáttur með þessi úrslit og mér fannst við vera að spila hreyfanlegan og góðan varn- arleik. Það var gott að við náðum fínu forskoti í seinni hálfleik því þá gat ég notað tækifærið til að hvíla mína bestu menn og gefa að sama skapi öðrum leikmönnum möguleika á því að sanna sig og spila vel og sumir þeirra gerðu það,“ sagði Buday. Sævar Árnason, þjálfari Akur- eyrar, var hins vegar fremur ósáttur með sína leikmenn í gær. „Vörnin okkar og markvarsla voru fín í fyrri hálfleik, en sókn- arlega vorum við sjálfum okkur verstir og ég ætla vona að mínir menn rífi sig upp. Við fengum fín færi til að koma okkur inn í leik- inn þegar munurinn var aðeins þrjú mörk í seinni hálfleik, en eins og ég segi þá fórum við illa af ráði okkar og það er ekki hægt að tala um óheppni. Maður skap- ar sér sína heppni og við verðum að rífa okkur upp eftir þessa rass- skellingu,“ sagði Sævar. - óþ Fram vann Akureyri, 30-22, í N1 deild karla í gærdag og komst með sigrinum á toppinn við hlið HK: Frískir Framarar rassskelldu Akureyringa BARÁTTA Daníel Berg Grétarsson, Framari, reynir hér að ná skoti að marki Akureyrar, en Andri Snær og Magnús eru til varnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON sport@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.