Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 12
12 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR Paratabs® – Öflugur verkjabani! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 9 0 2 5 - A c ta v is 7 0 8 0 0 3 Notkunarsvið: Paratabs®-Parasetamól 500 mg er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Paratabs® er m.a. notað við höfuðverk, tannverk og tíðaverk. Paratabs® er einnig notað við sótthita, t.d. af völdum inflúensu og umgangspesta. Skömmtun: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára (>40 kg) 1–2 töflur á 4–6 klst. fresti, mest 8 töflur á sólarhring eða 4000 mg. Börn, 7–12 ára (25–40 kg), ½–1 tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 töflur á sólarhring eða 2000 mg. Börn, 3–7 ára (15–25 kg), ½ tafla á 4–6 klst. fresti, mest 4 sinnum á sólarhring eða 1000 mg. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna eiga ekki að nota Paratabs®. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi. Einstaklingar með áfengisvandamál skulu ekki nota Paratabs® án samráðs við lækni og alls ekki samhliða neyslu áfengis. Ef teknir eru stærri skammtar en ráðlagðir hámarks- skammtar á sólarhring er hætt við alvarlegum lifrarskemmdum. Lyfið má ekki nota ef um lifrarsjúkdóm er að ræða. Meðganga og brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta er af notkun parasetamóls á meðgöngu. Parasetamól skilst út í brjóstamjólk en hættan á áhrifum á barnið er ólíkleg við ráðlagða skammta. Aukaverkanir: Parasetamól þolist almennt vel, aukaverkanir eru sjaldgæfar ef ráðlögðum skömmtum er fylgt, helst er að nefna ofnæmi, útbrot og lifrarskemmdir. Lifrarskemmdir við notkun parasetamóls hafa komið fram í tengslum við misnotkun áfengis, eins getur langvarandi notkun parasetamóls valdið nýrnaskemmdum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið ávallt þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. júní 2007. nær og fjær „ORÐRÉTT“ Og hvað er hann nú gamall? „Vinur minn segir mér bara til.“ HINN NÍRÆÐI BJÖRGVIN ÓLAFSSON SEM Á NÚ BÍL Í FYRSTA SINN OG ÆTLAR ÚT AÐ AKA Fréttablaðið 18. nóvember Ertu ekki frá Íslandi? „En ég byrjaði frekar illa og vindurinn var aðeins að trufla mig.“ BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON KYLFINGUR Fréttablaðið 18. nóvember VARAÞINGMENN SITJA SKEMMST Í TVÆR VIKUR ■ Varaþingmaðurinn Paul Nikolov situr nú á þingi fyrir Vinstri græna í fjarveru Árna Þórs Sigurðsson- ar. Þingmenn geta kallað til varamann vegna veikinda, fjar- vista í opinber- um erindum eða fæðingarorlofs. Þá geta þeir kallað til varamenn vegna fjarveru í einkaerindum en þá falla launagreiðslur þingmanna niður á meðan. Varaþingmaður situr aldrei skemur en í tvær vikur. Ellefu varaþingmenn hafa tekið sæti á því þingi sem nú stendur. PAUL NIKOLOV „Það er allt hið besta að frétta. Lífið gæti ein- faldlega ekki verið betra, ekki síst vegna þess að það er fullt af skemmtilegum atburðum fram undan,“ segir Ingveldur G. Ólafsdóttir, formaður Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Vinafélagið stendur fyrir málþingi í Iðnó í kvöld kl. 20 þar sem rætt verður hvað hægt er að gera til að auka endurnýjun í áhorfenda- hópnum sem sækir tónleika Sinfóníunnar. Sinfóníuhljómsveitir víða erlendis hafa staðið frammi fyrir svipuðum vanda. „Sin- fónían í London tók til þess ráðs að bjóða upp á tónleika þar sem hún flutti tónlist í samstarfi við vinsæla tónlistarmenn af yngri kynslóðinni og gaf það góða raun. Á málþinginu munum við ræða hvort svipað- ar aðgerðir gætu haft góð áhrif á áhorf- endafjöldann hérlendis, eða hvort við þurfum að leita annarra ráða.“ Á meðal þeirra sem ræða vandann á mál- þinginu eru útvarpskonurnar Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Berglind María Tómasdóttir og tónskáldið Atli Ingólfsson. Enn fremur mun hinn ungi hljómsveitarstjóri og tónskáld Daníel Bjarnason kynna niðurstöður umræðuhóps skip- uðum ungu og hæfileikaríku tónlistarfólki. „Ef tekið er tillit til þess mikla fjölda barna og ungmenna sem leggja stund á klassískt tónlistarnám þá verður að teljast undarlegt að fleiri þeirra skili sér ekki á tónleika hjá Sinfóníunni. Við þurfum að skoða hvað það er sem bregst í þessu tónlistarlega uppeldi. Það verður því afar spennandi að heyra hvað umræðuhópurinn hefur um þetta að segja og hvað þau leggja til að tekið verði til ráða,“ segir Ingveldur að lokum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? INGVELDUR G. ÓLAFSDÓTTIR, FORMAÐUR VINAFÉLAGS SÍ Vill endurnýjun í áhorfendahópinn Það er ekki um að villast, það er kominn vetur á Norðurlandi. Þessar myndir voru teknar nú um helgina og má á þeim sjá að veðrið var kalt en fagurt. Koma vetrarins er mönnum mis- mikið fagnaðarefni. Fullorðna fólkið er vísast ekki sérlega ánægt með að færðin versni, en yngsta kynslóðin fagnar því að hægt sé að leika sér á snjóþotum í brekkunum. Brekkurnar í Hlíðarfjalli á Akureyri hafa ekki verið opnaðar þar sem snjó hefur ekki fest þrátt fyrir kuldann. Reyndar eru skíðaæfingar íþróttafélaganna hafnar efst í fjallinu, en snjó vantar neðar og því þarf almenningur að bíða þess eilítið að geta skellt sér á skíði. Meðal nýjunga í Hlíðarfjalli í vetur er aukin flóðlýsing í skíða- og göngubrautum og áframhald- andi uppbygging á snjóbretta- garði. Víða voru hálkublettir á vegum fyrir norðan í gær og sums stað- ar krap eða snjór. Þó var fært um flesta vegi, en Vegagerðin ráð- lagði vegfarendum að fara að öllu með gát. vigdis@frettabladid.is Vetrarríki á Norðurlandi HESTAR Í KÖLDU VEÐRI Það getur verið erfitt að finna sér eitthvað ætilegt þegar jörð er frosin. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS VETRARFEGURÐ Akureyrarkirkja er fallega upp- lýst og nýtur sín vel í skammdeginu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS LEIKIÐ Í SNJÓNUM Þær Teresa Regína, Jóhanna Björg og Berglind Rós tóku vetrinum fagnandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS TÍÐIN RÆDD Þeir Grétar Hrafnsson og Birgir Einarsson voru vel búnir til þess að takast á við kuldann. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS „Þetta er í raun og veru kenning sem í sumum tilfellum er rétt og sumum tilfellum röng,“ segir Auður Lilja Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur og formaður Ungra vinstri grænna um Leffer-kúrf- una, en höfundur kenningarinnar var staddur á Íslandi um helgina. „Ég tel afar varhugavert að setja hana fram sem sannleika. Í skattafræðum er mikilvægast að ríkið hafi nægar tekjur fyrir velferðarkerfið. Það þarf að áætla hvað þurfi að fá inn til að halda úti velferðarkerfinu og það getur alveg verið breytilegt. Umfram allt á skattlagning að vera sanngjörn. Ég er sátt við skattinn sem er lagður á einstaklinga í dag en það er rétt að hækka fjármagns- tekjuskatt. Það hefur verið sagt að íslenskir auðmenn fari þá úr landi, en ef við berum okkur saman við önnur lönd erum við með mun lægri skattprósentu. Ég held að fjórtán prósenta skattur myndi ekki hrekja fólk úr landi. Það er ekki sanngjarnt að sumir borgi bara tíu prósent tekna sinna til ríkisins en aðrir sem fara út að vinna á hverjum degi borgi meira. SJÓNARHÓLL LEFFER-KÚRFAN Ekki heilagur sannleikur AUÐUR LILJA ERLINGSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.