Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 6
6 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR VEISLUBAKKAR MEÐ LITLUM FYRIRVARA 554 6999 | www.jumbo.is TORTILLA & PÓLARBRAUÐ 3.480 kr. 36 BITAR VINNUMARKAÐUR Ásgeir Eiríks- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Strætó bs., hefur verið ráðinn yfirmað- ur ráðstefnu- og hvataferða hjá Iceland Travel. Fyrirtækið er hluti af Ice- landair Group. Iceland Travel sérhæfir sig í að taka á móti erlendum gestum hvort sem þeir eru í viðskiptaerind- um eða sem ferðamenn. Ásgeir er rekstrarhagfræð- ingur frá Uppsalaháskóla og með leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskóla Íslands. Hann var framkvæmdastjóri hjá Strætó frá 2001 þar til fyrr á þessu ári. - hs Ásgeir Eiríksson: Frá Strætó í hvataferðir ÁSGEIR EIRÍKSSON KOSOVO, AP Hashim Thaci, fyrrverandi skæruliðaleið- togi kosovo-albanskra sjálfstæðissinna, var ótvíræð- ur sigurvegari kosninga til þings Kosovohéraðs um helgina og öðlaðist þar með tilkall til þess að verða næsti forsætisráðherra héraðsstjórnarinnar. Flokkur hans, Lýðræðisflokkur Kosovo, fékk þó ekki hreinan meirihluta og því verður hann að leita samstarfs við keppinaut. Flokkur Thacis fékk 34 prósent en LDK-flokkurinn, sem var langstærsti flokkurinn á síðasta kjörtímabili og Ibrahim Rugova heitinn tilheyrði, fékk nú aðeins 22 prósent. Þrátt fyrir stífa samkeppni milli þessara tveggja flokka þykir nú sennilegast að meirihlutasamstarf takist með þeim. Thaci hefur lýst því yfir að verði hann forsætisráð- herra muni hann lýsa yfir sjálfstæði Kosovo eftir 10. desember. Þann dag mun alþjóðlegum viðræðum um framtíð Kosovo ljúka og niðurstaðan verður kynnt framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki- moon. Serbnesk stjórnvöld hafa eindregið varað Kosovobúa, sem langflestir eru af albönsku bergi brotnir, við einhliða yfirlýsingu um sjálfstæði. - aa Kosið var til þings í Kosovohéraði um helgina: Sjálfstæðissinni sigurvegari FAGNAR SIGRI Fyrrverandi uppreisnar-foringinn Hashim Thaci fagnar sigri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TÉKKLAND, AP Um þúsund manns söfnuðust saman í Prag um helgina til að láta í ljós andstöðu við áform Bandaríkjamanna um að setja upp hluta af fyrirhuguðu eldflaugavarnakerfi sínu í Tékklandi. Kröfðust mótmælend- ur þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Bandarísk og tékknesk yfirvöld eiga í viðræðum um að koma fyrir eldflaugaratsjá í herstöð skammt utan við Prag. Bandaríkjamenn vilja einnig koma fyrir skotstöð fyrir tíu gagneldflaugar í Póllandi til að verjast hugsanlegum árásum frá Íran. - vþ Mótmælt í Tékklandi: Þjóðin kjósi um eldflaugakerfi FRAKKLAND, AP Verkföll starfs- manna í almenningssamgöngum Frakklands héldu áfram í gær, fimmta daginn í röð, eftir að félags- menn verkalýðsfélags járnbraut- arstarfsmanna höfnuðu tilboði vinnuveitenda. Francois Fillon forsætisráðherra skoraði á verkalýðsfélögin að hætta verkfallsaðgerðum. Samn- ingaviðræður yrðu ekki hafnar fyrr en verkfallsmenn hæfu aftur störf. Tilefni verkfallanna er ásetning- ur Nicolas Sarkozy forseta og rík- isstjórnarinnar að svipta ríkis- starfsmenn vissum sérréttindum, þar á meðal rétt þeirra til að fara á eftirlaun svo snemma sem við 50 ára aldur. Þessi áform eru hluti af kerfisumbótaáætlun forsetans sem hefur að markmiði að gera franskt atvinnulíf sveigjanlegra og sam- keppnishæfara. Áformin njóta stuðnings yfir- gnæfandi meirihluta almennings, að minnsta kosti enn sem komið er, það sýna niðurstöður skoðanakann- ana. Verkföllin mælast ekki vel fyrir enda valda þau milljónum manna ómældum óþægindum, einkum og sér í lagi þeim sem háðir eru almenningssamgöngum til að komast í og úr vinnu. Frakkar sem þannig er ástatt um hafa reyndar löngum sýnt langlundargeð þegar járnbrautarmenn hafa farið í skyndiverkföll, en nú virðist sú þolinmæði á þrotum. Í gær kölluðu samtökin Liberté Chérie, eða „Elsk- aða frelsi“, til mótmælafundar í París gegn verkföllum. Starfsmenn á sjúkrahúsum, í skólum og fleiri ríkisstofnunum hafa boðað verkfallsaðgerðir á morgun, þriðjudag, til að mótmæla fyrirhuguðum sparnaðaraðgerðum og fækkun starfa. Dómarar áforma verkfall þann 29. nóvember í mót- mælaskyni við fyrirhugaða fækk- un dómhúsa í sparnaðarskyni. Forysta helstu verkalýðsfélaga sat í gær á fundum um framhaldið. Talsmenn ríkisjárnbrautanna, SNCF, og almenningssamgöngu- kerfis Parísar, RATP, vöruðu við því að miklar truflanir yrðu áfram í dag á samgöngukerfinu. Þess má geta að kjaradeila járn- brautarstjóra í Þýskalandi virtist í gær fara harðnandi. Eftir þriggja daga verkfall hótuðu þeir að leggja niður störf í lengri tíma ef ekki kæmi betra tilboð frá vinnuveit- endum í dag, mánudag. audunn@frettabladid.is Sarkozy ræðir ekki við verkfallsmenn Verkföll starfsmanna almenningssamgangna í Frakklandi héldu áfram í gær og aðrir ríkisstarfsmenn boða aðgerðir á morgun. Forsætisráðherrann segir samn- ingaviðræður ekki verða hafnar á ný fyrr en verkfallsaðgerðum verður hætt. MÓTMÆLA VERKFÖLLUM Samtökin „Elskaða frelsi“ stóðu fyrir mótmælum gegn verkföllum í París í gær. Franskur almenningur styður málstað stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Íslendingar þurfa að setja sér regluverk sem gerir þjóðinni kleift að eiga viðskipti með losunarheimildir vegna gróð- urhúsalofttegunda og taka þátt í loftslagsvænni þróunaraðstoð. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfisráðherra. Hún segir niðurstöðu fjórðu yfirlits- skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar vera hvatningu stjórnvalda um heim allan til að taka enn fastar á málaflokknum en nú er gert. Skýrslan var kynnt á laugardag. Þar er hlýnun jarðar sögð óumdeil- anleg staðreynd og að hún muni hafa geigvænleg áhrif verði ekki dregið til muna úr losun gróður- húsalofttegunda á næstu árum eða áratugum. „Við höldum okkar striki að því leyti að við erum að undirbúa aðgerðaáætlun um að draga úr los- uninni,“ segir Þórunn. Tvær nefnd- ir eru nú að störfum á vegum ráðuneytisins vegna málsins; sér- fræðinganefnd sem fara á yfir hvaða leiðir er hægt að fara að markmiðinu og hins vegar vísinda- nefnd sem leggja á mat á hugsan- legar afleiðingar fyrir Ísland og nærumhverfi. Þær munu skila nið- urstöðum í vor. „Það er ljóst að það þarf að fara margar leiðir,“ segir Þórunn. „Það er engin ein lausn sem dugir. Það þarf að taka á á öllum sviðum samfélagsins, í sam- göngum bíla og skipa, iðnaðarferl- um, landbúnaði og öðru slíku.“ - sh Umhverfisráðherra segir þjóðina þurfa að geta átt viðskipti með losunarheimildir: Skýrslan er hvatning til stjórnvalda ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR „Við höldum okkar striki að því leyti að við erum að undirbúa aðgerðaáætlun um að draga úr losuninni.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gerðirðu eitthvað í tilefni af degi íslenskrar tungu? Já 15% Nei 85% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefurðu áhyggjur af loftslags- breytingum? Segðu skoðun þína á visir.is. ÞÝSKALAND, AP Tveir unglingspilt- ar í Köln lögðu á ráðin um að ráðast vopnaðir inn í skólann sinn, myrða þar kennara sína og samnemendur og svipta sig svo lífi. Lögreglu tókst að afstýra árásinni þökk sé ábendingum frá bekkjarfélögum drengjanna um að þeir væru ofbeldishneigðir og hefðu mikinn áhuga á skólaárás- inni í Columbine-menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999. Drengirnir játuðu áform sín í yfirheyrslu á föstudag. Annar þeirra framdi sjálfsvíg með því að kasta sér fyrir lest að yfirheyrslu lokinni. - vþ Ofbeldishneigðir unglingar: Skólaárás var afstýrt í Köln KJÖRKASSINN LÖGREGLUMÁL Björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi voru kallaðar út aðfaranótt sunnu- dags. Karlmaður á miðjum aldri hafði um kvöldið lagt af stað í austurátt frá Laugum í Reykja- dal, en þegar ekkert hafði spurst til hans klukkan þrjú um nóttina var lögreglu gert viðvart. Björgunarsveitarmenn keyrðu fram á manninn laust fyrir klukkan sex á sunnudagsmorg- un. Hann hafði ekið bifreið sinni út af veginum við Jökulsá á Fjöllum og lent í snjóskafli að sögn lögreglunnar á Húsavík. Mikil mildi þykir að manninn sakaði ekki, þrátt fyrir langa bið eftir aðstoð. - eb Manns leitað á Norðurlandi: Fannst fastur í snjó utan vegar FÓLK Afmælisdagskrá í tilefni af sjötugsafmæli Þórs Magnússonar fyrrverandi þjóðminjavarðar fór fram í Þjóðminjasafninu í gær. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður og Ole Villumsen Krog fluttu ávörp og Þór flutti sjálfur stuttan fyrirlestur. Ennfremur var undirrituð yfirlýsing Þjóðminjasafnsins og Þórs um útgáfu bókar um íslenskt silfur og rannsóknir hans á því efni. Þjóðminjasafnið mun jafnframt á næstunni gefa út bók með völdum greinum eftir Þór. Í henni má einnig sjá sýnishorn úr merku ljósmyndasafni Þórs. - vþ Afmæli í Þjóðminjasafninu: Þór Magnússon heiðraður AFMÆLISDAGSKRÁ Þór Magnússon og Margrét Hallgímsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.