Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Birgitta Haukdal nýtur þess að vera heima hjá sér og slaka á. Hún keypti nýverið tvö falleg listaverk. Heimili Birgittu einkennist af notalegu andrúmslofti og er bjart yfirlitum. Hún er mikill fagurkeri og seg- ist falla auðveldlega fyrir fallegum hlutum. „Ég er mikil kertakona og hef gaman af að hengja upp mynd- ir og skreyta í kringum mig. Með árunum hef ég þó komist upp á lag með að taka niður hluti og setja í geymslu og skipta svo eftir hálft ár. Maður á svo mikið af fallegum hlutum en ef þeir eru allir saman uppi á hillu þá njóta þeir sín ekki,“ segir Birgitta og er hér komið ágætis húsráð fyrir þá sem eru að vand- ræðast með dótið sitt og vilja breyta til. Fyrir skömmu síðan fjárfesti Birgitta í tveimur málverkum sem hún segist hafa fallið kylliflöt fyrir. „Verkin eru eftir listakonuna Hlaðgerði Írisi, eða Hlöllu eins og hún er oft kölluð. Við fórum til hennar í þeim tilgangi að fá okkur litla, fallega mynd frá henni því hún málar ótrúlega flottar myndir og sér- stakar. Þegar við komum þá var hún með fullt af stór- um og flottum myndum og við heilluðumst. Við gátum ekki ákveðið okkur og það fór því svo að við gengum út með tvö risastór málverk,“ segir Birgitta hlæjandi og bætir við að þau búi nú ekki í stórri íbúð en mynd- irnar fái vonandi mjög góðan stað einhvern tíma þegar þau flytja í stærra húsnæði. „Þetta eru geggjaðar myndir og held ég sérstak- lega upp á aðra þeirra sem heitir „Gleym mér ei“. Á henni eru tvö börn í íslenskum lopapeysum og stelp- an er að líma gleym mér ei á lopapeysu stráksins. Þau eru bæði dulúðleg á svip og það er því eins og þau sjái eitthvað sem við vitum ekki hvað er,“ lýsir Birgitta glettin og heldur áfram: „Allir sem koma og horfa á myndina nefna að maður verði svo forvitin af því að horfa á börnin og langi að vita hvað þau séu að horfa á. Myndin fær mann því til að hugsa.“ Líkt og oft áður hefur Birgitta í mörg horn að líta en hún gaf á dögunum út nýjan geisladisk sem ber heitið „Ein“. „Ég hef verið að fylgja plötunni minni eftir og mun halda því áfram fram að jólum. Ég ætla að halda útgáfutónleika á Rúbín í fyrstu viku desem- ber þar sem ætlunin er að hafa notalega stemningu í takt við plötuna sem er afskaplega notaleg. Það verða kerti út um allt og fólk getur sest niður með kakóboll- ann sinn eða hvítvínsglasið og notið þess að hlusta á fallega tónlist,“ segir Birgitta einlæg. En hvaðan kemur nafnið á plötunni? „Það er nú vegna þess að ég er svolítið ein á plötunni. Það er oft sem maður er að skreyta tónlistina mikið með fullt af hljóðfærum og hljóðbrellum en við reyndum að gera sem minnst af því svo söngurinn og tilfinningin í lögunum fengi að njóta sín,“ segir Birgitta sem þótti nafnið tilvalið þar sem hún er þarna ein og ekki með strákana sína sér við hlið. hrefna@frettabladid.is Gullfalleg Gleym mér ei Það gleymir eflaust enginn Birgittu Haukdal en hér stendur hún fyrir framan málverkið Gleym mér ei sem hún heldur mikið upp á. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR STÓRIR OG LITLIR SKJÁIR Best er að velja sér flatskjá í samræmi við stærð rýmisins sem hann á að vera í. GRÆJUR 4 LÝST UPP MEÐ LÖMPUM Í birtu frá fallegum lampa má gera margt skemmtilegt. HEIMILI 2 A ug lý si ng as ím i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.