Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 16
16 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
issn 1670-3871
Fyrir allmörgum árum var hlegið hátt og samtaka yfir
ummælum Steingríms Hermanns-
sonar sem mig minnir að hafi verið
þess efnis að hér á Íslandi giltu
ekki sömu efnahagslögmál og í
öðrum vestrænum löndum.
Ummælin þóttu sérlega átakanleg-
ur vitnisburður um skilningsleysi
íslenskra stjórnmálamanna á
algildi borgaralegrar hagfræði, og
sífellda viðleitni þeirra til að grípa
frammí fyrir hinni ósýnilegu hönd
sem allt færir til betri vegar fái
hún að starfa óáreitt; ummælin
þóttu sýna betur en margt annað
hvers vegna baráttan við verð-
bólguna gengi jafn illa og raun
bæri vitni.
Skammirnar um verðbólguna
voru ómaklegar. Eins og aðrir
stjórnmálamenn var Steingrímur
öllum stundum að bisa við að
reyna að ráða niðurlögum
verðbólgunnar og um síðir átti
hann drjúgan hlut að því að rjúfa
vítahringinn í hinni prýðilegu
stjórn Framsóknar, Krata og
Allaballa sem greiddi fyrir
Þjóðarsáttinni og inngöngunni í
EES. Leiðtogarnir afhentu svo
Davíð árangurinn og gerðust
sendiherrar og bankastjórar – og
forseti.
Blokk á hvern íbúa
En sum sé: ummæli Steingríms um
önnur efnahagslögmál hér á landi
en annars staðar í Evrópu þóttu
óvenju bjánaleg. En vill þá einhver
af aðhlæjendum hans vera svo
vænn að útskýra hvaða algildu
hagfræðilögmál séu að verki hér á
húsnæðismarkaðnum? Sjálfur er
ég valinkunnur asni í peningamál-
um og skil ekki þá æðri hagfræði
sem liggur að baki því ástandi sem
gæti með sama áframhaldi hrakið
ungt fólk úr landi.
Það er byggt sem aldrei fyrr.
Íslendingar eru hópsálir sem fyrr
og nýjasta æðið virðist vera að
koma sér upp sinni eigin blokk.
Og það þarf að ná upp í kostnað
við að byggja þetta og eftir því
sem færri spyrjast fyrir um
eignina þá hækkar hún í verði.
Fréttir berast af því að húsnæði
standi tómt um allt höfuðborgar-
svæðið og því tómara sem fjær sé
farið borgarmiðjunni og hver eru
þá viðbrögð markaðarins? Hvað
gerir hin ósýnilega hönd sem allt
færir til betri vegar þegar hún fær
að starfa óáreitt?
Hún nær sér í hamar og fer að
byggja fleiri tóm hús. Akkúrat það
sem vantaði.
Hvert sem litið er blasa við
kranar og tómlegar blokkir.
Höfuðborgarsvæðið er fullt af
tómu húsnæði en hvarvetna kveða
við hamarshöggin – hvarvetna er
verið að byggja. Og hvaða
afleiðingar skyldi þessi þrotlausa
byggingarstarfsemi hafa? Lækkar
ekki verðið? Nei: það hækkar. Eftir
því sem meira stendur af tómu
húsnæði hækkar verðið. Lögmálið
um framboð og eftirspurn virðist
hér á húsnæðismarkaði vera þetta:
Aukið framboð + minnkandi
eftirspurn = hærra verð.
Er ljótt að kaupa leikföng?
Velgengni íslenskra banka á
erlendri grund væri okkur öllum
meira fagnaðarefni – og við
værum jafnvel hugsanlega jafn
stolt af útrásargosunum og Björk,
Eiði Smára og Arnaldi – ef við
hefðum ekki almennt þessa
nagandi tilfinningu um að við
værum að borga brúsann, og að
bankarnir bæru drjúga ábyrgð á
þessu afkáralega ástandi í blóra
við öll viðurkennd hagfræðilög-
mál. Óháðir hagfræðingar hafa
sýnt fram að að hér er meiri
vaxtamunur en víðast hvar á
byggðu bóli, svo bankarnir okra
augsýnilega á almenningi – og
hinar yfirgengilegu vaxtaákvarð-
anir Seðlabankans styðjast ekki
við sterkari rök en þau að röð hafi
myndast við einhverja leikfanga-
búð sem mér heyrðist heita Tossar-
ass og opnaði með ógurlegum
tilboðum: en sýndi ekki röðin
einmitt ráðdeildarsemi og hagsýni
fólksins sem þarna var að krækja
sér í ódýrar jólagjafir handa
börnunum?
Ádrepa Seðlabankastjóra um
röðina við dótabúðina (á honum
var að skilja að hann héldi að fólk
ætlaði sjálft að leika sér að dótinu)
sýnir að hvað sem líður tali um
ósýnilega hönd er okkur stjórnað
sem löngum fyrr af mönnum sem
líta fyrst og fremst á okkur sem
fákæn börn sem fari sér að voða ef
ekki er passað upp á að hafa
fjármagn óhemju dýrt. Gallinn er
bara sá eins og margoft hefur
komið fram að þessir óhófsvextir
bitna ekkert á þeim sem reisa
draugablokkirnar og þenja
hagkerfið með alls konar vitleysu:
þeir verða sér úti um peninga
annars staðar. Þetta bitnar á
almenningi sem bankarnir ginntu
til sín en hvolfa sér nú yfir til að
mergsjúga – þessum sama
almenningi og er nú skammaður
fyrir að standa í röð eftir ódýrum
jólagjöfum. Fyrir vikið getur ungt
fólk ekki komið þaki yfir höfuðið.
Hér gætu fyrr en varir upphafist
nýir og stórfelldir fólksflutningar
eins og til Ameríku á 19. öldinni.
Við gætum misst unga fólkið
okkar.
Aukið framboð – hærra verð?
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Í DAG | Húsnæðisverð
Ekki sátt um málefni aldraðra
UMRÆÐAN
Kjör aldraðra
Innan Samfylkingarinnar starfa samtökin 60+, sem vinna að bættum kjörum aldr-
aðra. Gott samstarf hefur verið í stjórninni
undanfarin ár. Eftir að ríkisstjórnin var
mynduð fékk formaður 60+, Ellert Schram,
þá hugmynd að hafa samband við Samtök
eldri sjálfstæðismanna til þess að athuga
hvort unnt væri sameiginlega að þrýsta á
kjarabætur fyrir aldraða. Ellert Schram og
Ásgeir Jóhannesson hófu viðræður við eldri
sjálfstæðismenn og komu þeir með vinnuplagg á fund
60+. Miklar athugasemdir voru gerðar við vinnu-
plaggið og samþykktar breytingar á því hjá 60+.
Það sem vakti athygli mína var að í vinnuplagginu
var ekkert minnst á hækkun lífeyris aldraðra frá
Tryggingastofnun. Aðeins var talað um 25 þúsund
króna lágmarkslífeyri til allra frá lífeyrissjóði. Það
var tillaga sem samþykkt var á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins. En Samfylkingin lagði áherslu á það
í alþingiskosningunum að lífeyrir aldraðra frá TR
yrði leiðréttur og hækkaður í áföngum í 210 þúsund
krónur. Þetta þýðir 84 þúsund króna hækkun á
mánuði. 60+ samþykkti þessa leiðréttingu og að
fyrsti áfangi hennar ætti að koma til framkvæmda
fyrir áramót. En til samkomulags við eldri
sjálfstæðis menn samþykkti 60+ þá breyt-
ingu á vinnuplagginu að lífeyrir frá
Tryggingastofnun og frítekjumark vegna
lífeyrissjóðstekna ætti að hækka strax um
25 þúsund á mánuði. Í þingkosningunum var
það baráttumál Samfylkingarinnar að
frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna og
atvinnutekna yrði 100 þúsund á mánuði.
Einnig voru gerðar athugasemdir og
breytingar við hugmyndir um einkafram-
kvæmd í byggingu hjúkrunarheimila og
stofnana fyrir aldraða.
En það næsta sem gerðist í þessum
málum var það að vinnuplaggið birtist
óbreytt í fjölmiðlum. Engar af þeim breytingum sem
60+ gerði á vinnuplagginu sáust þar. Formaður 60+
tjáði mér að vinnuplaggið hefði verið birt fyrir
mistök án breytinga. En engin leiðrétting hefur birst
á þessu.
Í vinnuplaggi eldri sjálfstæðismanna og 60+ eru
mörg góð atriði varðandi afnám skerðinga og
hækkun skattleysismarka. En það vantar betri
ákvæði um hækkun lífeyris aldraðra. Samfylkingin
leggur áherslu á að lífeyrir dugi til framfærslu og
vísar í því sambandi í mat Hagstofu Íslands á
neysluútgöldum. Stefnu hennar á að framfylgja
strax, ekki síðar. Lífeyrir aldraðra frá Trygginga-
stofnun er skammarlega lágur. Það er ekki eftir
neinu að bíða. Höfundur situr í stjórn 60+.
BJÖRGVIN
GUÐMUNDSSON
Staðreyndum haldið til haga
Dagur íslenskrar tungu var haldinn
hátíðlegur á föstudag. Dagurinn á
rætur að rekja til ársins 1995 þegar
Björn Bjarnason, sem þá var mennta-
málaráðherra, lagði til að 16. nóvem-
ber, fæðingardagur Jónasar Hallgríms-
sonar, yrði helgaður íslenskunni. Björn
má vera stoltur af þessu framlagi
sínu til íslenskrar málverndar og af
ræktarsemi við söguna heldur
hann þessari staðreynd
vel til haga. Miðvikudag-
inn 16. nóvember 2005
reit hann á heimasíðu
sína: „Dagur íslenskrar
tungu! Ánægjulegt að
hann hefur þróast
á þann veg, sem
ég vildi, þegar ég
lagði til í ríkisstjórn á sínum tíma, að
afmælis dagur Jónasar Hallgrímssonar
yrði helgaður íslenskri tungu.“
Og áfram
Ári síðar skrifar Björn aftur um dag
íslenskrar tungu: „Hér á síðunni má
lesa um það, þegar hann var haldinn
í fyrsta sinn og tildrög þess að tillögu
minni sem menntamálaráðherra.“ Og
á föstudag mátti lesa á heimasíðu
ráðherrans: „Ég lagði fram tillögu um
að halda afmælisdag Jónasar
Hallgrímssonar hátíðlegan
sem dag íslenskrar tungu
í ríkisstjórn 1995.“ Það er
lítil hætta á að tilurð dags-
ins falli í gleymsku
svo lengi sem Björn
bloggar.
Alltaf sömu gestirnir
Egill Helgason, sjónvarpsmaður
ársins, skrifaði um steggjaveislu Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar á dögunum
og þótti hún klén. „Menn verða
að fá að skemmta sér. Með sínum
hætti. En þetta er svolítið eins og í
síðkvöldsboðunum hjá Stalín. Alltaf
sömu gestirnir.“ Til að bíta höfuðið af
skömminni bauð Jón Ásgeir vinum
sínum úr steggjaveislunni líka í brúð-
kaup sitt! Nú skal ósagt látið hvort
spjallþáttastjórnandinn velji gesti
í matarboð sín og mannfagnaði
með slembiúrtaki úr símaskránni
en það væri ofsagt að gestavalið í
sunnudagsþætti hans einkenndist
af mikilli nýjungagirni.
bergsteinn@frettabladid.is
Þ
að sem af er þessu ári hafa níu konur leitað til neyðar-
móttöku vegna nauðgana eftir að á þær var ráðist utan-
dyra. Í sex tilvikum voru konurnar í miðbæ Reykjavík-
ur. Um síðustu helgi leituðu fimm konur hjálpar vegna
kynferðislegs ofbeldis. Tveimur konum var nauðgað á
götum Reykjavíkur eftir að hafa yfirgefið skemmtistaði. Í öðru
tilvikinu voru tveir menn að verki og samkvæmt frásögn Frétta-
blaðsins hlógu þeir að fórnarlambi sínu á meðan og eftir að þeir
nauðguðu henni.
Fréttir af þessum atburðum lýsa ekki nýjum veruleika á
Íslandi. Í febrúar á þessu ári var konu nauðgað í húsasundi við
Vesturgötu í Reykjavík og í mars þvingaði maður konu til kyn-
maka á salerni Hótel Sögu. Í október á síðasta ári var stúlku
nauðgað af tveimur karlmönnum í húsasundi nærri Menntaskól-
anum í Reykjavík. Í sama mánuði var annarri stúlku nauðgað við
Þjóðleikhúsið.
Hins vegar hefur verið velt upp þeirri spurningu hvort
hrottalegri nauðganir megi að einhverju leyti rekja til fjölgunar
útlendinga hér á landi. Það er réttmæt spurning sem fólk vill
fá svar við. Sex útlendingar tengjast þremur nauðgunum sem
áttu sér stað fyrir viku. Umræðan sem slík á ekki að ýta undir
fordóma. Fordómar þrífast helst í fáfræði og upplýsingar eru
nauðsynlegar til að fyrirbyggja ástæðulausan ótta.
Í frétt Sigríðar Hagalín Björnsdóttur á RÚV kom fram að
erlendir ríkisborgarar voru tólf prósent þeirra sem voru kærðir
til lögreglu fyrir kynferðisbrot í fyrra. Hlutfallið hækkaði um
tvö prósent frá fyrra ári. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkis-
borgurum á Íslandi um 2,5 prósent. Kynferðisbrotum útlendinga
hefur því fækkað hlutfallslega.
Tölfræðin skiptir samt litlu máli fyrir fórnarlömb nauðgara.
Íslenskir karlmenn nauðga eins og erlendir. Og flestar nauðganir
eiga sér stað í heimahúsum en ekki á götum úti. Við verðum að
finna leiðir til að fækka þessum ofbeldisglæpum og tryggja
öryggi kvenna. Lokun landamæra eða harðari refsingar eru ekki
endilega árangursríkustu leiðirnar.
Öflug löggæsla, réttlátt dómskerfi og gott stuðningsnet
fórnarlamba nauðgana er auðvitað nauðsynlegt. Vafalaust má
gera margt betur til að auðvelda konum að kæra og sækja menn
til saka. Of fá nauðgunarmál enda á sakfellingu.
En við verðum líka að finna leiðir til að koma í veg fyrir ofbeld-
ið. Aukin umræða og virðing fyrir einstaklingnum skiptir máli.
Það er hægt að draga þá ályktun að barátta karlahóps femínista-
félagsins, gegn nauðgunum karla, hafi borið árangur. Til dæmis
var engin nauðgun tilkynnt um síðustu verslunarmannahelgi.
Einnig er mikilvægt að átta sig á því að baráttan gegn nauðg-
unum er ekki mál kvenna heldur líka karla. Þetta er barátta gegn
ofbeldi og fyrir frelsi einstaklingsins. Frelsi kvenna til að ganga
öruggar um götur, skemmta sér óáreittar og bjóða fólki heim án
þess að eiga það á hættu að á þær sé ráðist.
Í þessari baráttu berum við öll ábyrgð og það er engin mála-
miðlun til.
Hrottalegar nauðganir vekja óhug.
Tryggja verður
frelsi kvenna
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR