Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 46
26 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 10 12 7 7 12 10 12 12 16 12 14 WEDDING DAZE kl. 6 - 8 - 10 ÆVINTÝRAEYJA IBBA 600 KR. kl. 6 BALLS OF FURY kl. 6 ROGUE ASSASSIN kl. 8 - 10 10 7 16 12 16 14 12 14 LA VIE EN ROSE/LÍF RÓSARINNAR kl.5.20 - 8 - 10.40 LIONS FOR LAMBS kl.6 - 8 - 10 THIS IS ENGLAND kl.6 - 8 - 10 SUPERBAD kl.5.30 - 8 GOOD LUCK CHUCK kl. 10.30 WEDDING DAZE kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 WEDDING DAZE LÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 LIONS FOR LAMBS kl. 8 - 10.15 BALLS OF FURY kl. 4 - 6 - 8 - 10 ÆVINTÝRAEYJA IBBA 600 KR. kl. 3.45 - 6 DARK IS RISING kl. 3.45 THE HEARTBREAK KID kl. 5.30 - 8 - 10.30 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu WEDDING DAZE kl. 6 - 8 -10 MR. WOODCOCK kl. 6 - 10.30 ELIZABETH: THE GOLDEN AGE kl. 8 EASTERN PROMISES kl. 8 - 10.20 SYNDIR FEÐRANNA kl. 6 - 10.20 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 NÝTT Í BÍÓ! Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd með Jason Biggs úr American Pie og Isla Fisher úr Wedding Crashers! ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST BRÚÐKAUPSBILUN LÍF RÓSARINNAR BORÐTENNISBULL ELÍSABET ÁSTARSORG MYRKRIÐ RÍS LOFORÐ ÚR AUSTRI ROGUE LEIGUMORÐINGI ÞETTA ER ENGLAND HR. WOODCOCK LJÓN FYRIR LÖMB - bara lúxus Sími: 553 2075 AMERICAN GANGSTER kl. 7 og 10 16 MR. WOODCOCK kl. 6, 8 og 10 L ROGUE ASSASSIN kl. 8 og 10.10 16 ÆVINTÝRAEYJA IBBA kl. 6 - 600 kr. L LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á Hljómsveitin The End hefur gefið út sína fyrstu plötu, Atingere. Söngvarinn Magn- ús Haraldsson segir að allt sé að fara til fjandans. „The End er liður í andlegri byltingu sem við teljum að sé í uppsiglingu. Það er allt að fara til fjandans. Senn líður að leikslokum og hinu mikla uppgjöri sem hefur verið spáð í fornum ritum og af spámönnum margra þjóða og ótengdra hópa,“ segir Magnús Haraldsson, söngvari The End. Bætir hann við að ártalið 2012 sé mjög undarlegt og komi fram aftur og aftur í ótengdum samfélögum og hugsanlega tengist það einhvers konar heimsendi. Þess vegna mun platan kosta nákvæmlega 2012 krónur úti í búð. Lausn á tölu dýrsins Annar meðlimur The End, Halldór Björnsson, er að leggja lokahönd á Rauðu bókina sem meðlimir sveitarinnar hafa átt þátt í að skapa undanfarin ár. „Bókin fjallar um hina stóru lygi sem bókin Falið vald hefur komið inn á. Hún gengur út á að það er ævafornt kerfi í gangi sem mótar okkar líf og við erum öll eins og sauðir í,“ segir Magnús og tekur fram að ekki sé um grín að ræða. „Þetta er allt fléttað inn í textana okkar, til dæmis í laginu Fatima. Þar er að finna lausn á tölu dýrsins sem er talað um í Opinberunarbókinni. Þessi heimur sem við höfum dregið upp með þessari plötu og bók er okkar speglun á því hvernig við sjáum að tilveran sé sett upp á bak við tjöldin.“ Bölvun á bandinu Að sögn Magnúsar er Atingere í raun önnur plata sveitarinnar. Sú fyrsta kláraðist fyrir fimm árum en kom aldrei út. „Við vorum með samning við útgef- anda hér á landi og hann var ekki hrifinn af „cover- inu“. Við urðum að byrja upp á nýtt og það tafði okkur mikið.“ Á þeim tíma hét hljómsveitin Atingere og á meðal þeirra sem spiluðu með henni voru Krummi í Mínus og Bogi úr Stjörnukisa. „Það var skrifað um okkur í Rolling Stone og New York Times. Þegar við spiluðum í Hafnarhúsinu á Airwaves fór rafmagnið af eftir að við höfðum verið í fimmtán sekúndur á sviðinu. Þetta var stóra breikið okkar og það var næstum því eins og það væri bölvun á bandinu. Þannig að við lögðum árar í bát og stofnuðum nýtt band. Þrátt fyrir nafnið The End þá hefur verið mikil blessun yfir því.“ freyr@frettabladid.is Senn líður að leikslokum THE END Hljómsveitin The End hefur gefið út plötuna Atingere. Páll Óskar er lifandi goðsögn í íslensku tónlistarlífi. Átta ára bið eftir plötu frá poppdívunni ógur- legu telst þess vegna alltof löng. Páll hefur hins vegar alltaf verið iðinn við kolann og aldrei horfið algerlega úr íslensku tónlistar- lífi. Platan hefst á ágjörnu en hægu daðurdiskói sem kemur manni vel í gírinn. Á eftir fylgja slagar- arnir Allt fyrir ástina og Inter- national sem þarf vart að kynna. Næsta lag, Er þetta ást?, spyr síðan líklegast mikilvægustu spurningar plötunnar: „Er þetta ást? / Að kveljast og þjást?“ Páll nær að kanna allar hliðar ástar- innar á plötunni og er ekki ein- göngu að hamast á klisjunum um að ástin muni á endanum bjarga öllu. Þvert á móti getur ástin dregið mann niður í svaðið – ástin er hverful og á henni þarf að taka eins og hverju öðru verkefni lífs- ins. Við þörfnumst hins vegar öll ástar eins og kemur fram í lögun- um Þú komst við hjartað á mér, einu besta lagi plötunnar, og Kraftaverk. Og í lokalögum plöt- unnar fær maður að vita allt um það hversu yndislegt er þegar ástin hefur loksins samræmst lífi manns. Betra líf er sérstaklega innihaldsríkur slagari. Páll Óskar er svo einlægur og hreinskilinn í öllum flutningi og sköpun á þessari plötu að einfald- lega er ekki hægt annað en að dáleiðast með, hvort sem er á dansgólfinu í takt við aðra eða heima í stofu með ryksuguna í hönd. Auðvitað er samt tónlistin sem slík að mörgu leyti hrein- ræktuð eurotrash-tónlist af ein- hverju tagi (Þið getið til dæmis prófað að taka út söng Páls og setja í staðinn til dæmis: „Blow my whistle, bitch!“ eða „... fünf, sex, sieben... HARDCORE!“). Staðreyndin er hins vegar að Páll Óskar er einn af sárafáum tónlistarmönnum úr sínum geira sem skapa eitthvað sem hefur fagurfræðilegt gildi og er ekki hreinræktað rusl. Hreinskilnin og tilfinningarnar á plötunni finnur maður að sé eitt- hvað satt og rétt. Að skapa þannig tónlist er hæfileiki sem ekki margir aðrir en Páll Óskar búa yfir. Steinþór Helgi Arnsteinsson Allt um ást Páls Óskars TÓNLIST Allt fyrir ástina Páll Óskar ★★★★ Æðisleg poppplata um allar hliðar ástarinnar. Páll Óskar sannar sig sem einn hreinskilnasti, einlægasti og sannasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Football Manager 2008, eða FM eins og hann kallast í daglegu tali, er leikjasería sem nær aftur til 1992 á Amiga-vélunum og hét reyndar þá Championship Manager. Nafnið hefur kannski breyst en kjarni upplifunarinnar sem Manager-leikirnir bjóða upp á helst enn sterkur. Hver leikur hefur snúist um að betrumbæta það sem kom á undan og síðan koma með nýjungar sem hafa ekki sést áður. Helstu nýjungarnar þetta árið snúa að fjármálum liðanna sem stjórnað er, flæði leiksins, raun- tíma breytingar á skipun liðsins, tölvuteiknuð andlit á leikmenn sem koma í stað eldri leikmanna ásamt ótal fleiri hluta. Eins og með fyrri leiki, virðast breytingar litlar í fyrstu. Eftir að hafa spilað nokkur tímabil verður manni ljóst hve djúpur leikurinn er. Það eru um 50 deildir sem er hægt að stjórna liðum í. Allt frá stærstu deildum Evrópu niður í smærri deildir eins og í Færeyj- um og Íslandi. Svo getur þú farið beint í að spila með lið eins og KS/ Leiftur og reynt að koma þeim í Úrvals deildina eða skellt þér beint í að reyna að gera Manchester United að Evrópumeisturum enn á ný, frelsið er þitt. Útlitið hefur aldrei verið neitt sérstakt í Manager-seríunni, gagn- rýnendur kalla hana „Fótbolta Excel-skjal“ en það sem FM skort- ir í útlitinu bætir hann upp í spil- un. Það hafa lengi gengið sögur um hve slæmur þessi leikur getur reynst sambandinu, skólanum eða vinnunni og eru það engar ýkjur. Þetta hugtak „einn leikur enn“ verður fljótlega alls ráðandi. Að ætla að taka 2-3 leiki með Stock- port, skyndilega endar í tauga- strekktu augnabliki tíu tím um síðar þegar þú ásamt þínu heitt - elskaða liði standið einum leik frá að vinna ykkur sæti í næstu deild. Það sem er hægt að gagnrýna Football Manager 2008 fyrir er að serían hefur ekki tekið rótæk skref fram á við nýlega. Nú er að vona að 2009 útgáfan taki stærra skref. Þetta er það eina sem er hægt að kvarta undan, þrátt fyrir engar stórfenglegar breytingar á milli ára stendur eftir besti fót- boltahermirinn á markaðnum og er draumur hvers fótboltaáhuga- manns sem hefur dreymt um að leiða liðið sitt til dýrðar. Sveinn A. Gunnarsson Besti fótboltahermirinn TÖLVULEIKIR Football Manager 2008 PC (kemur af PSP í desember) ★★★★ Kveddu konuna, skólann og vinnuna bless og segðu hæ við nýja Manager.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.