Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 19. nóvember 2007 23 Leiksýningin Frelsarinn kemur frá Danmörku og verður sett upp í Þjóðleik- húsinu 22. nóvember og hjá Leikfélagi Akureyrar 24. og 25. nóvember. Höfundur sýningarinnar er leikhús- listamaðurinn Kristján Ingimarsson. Neander, danskur leikhópur Kristjáns, hefur að undanförnu sýnt Frelsarann við glimrandi undirtektir í Danmörku. Verkið leitar í heilaga ritningu eftir við- fangsefni og spinnst út frá því myndræn og líkamlega krefjandi sýning. Þar sem trúmál hafa verið talsvert í brennidepli í hérlendri þjóðfélagsumræðu undanfarið, sérlega í kjölfar útgáfu nýrrar biblíuþýðingar, geta íslenskir leik- húsunnendur hrósað happi yfir því að fá tækifæri til að sjá sýn- ingu sem tekst á við trúmál á afdráttarlausan hátt. Aðalpersóna Frelsarans fær þau skilaboð frá æðri máttarvöldum að hann sé næsti frelsari mann- kyns og fá áhorfendur að fylgjast með honum takast á við þetta nýja hlutverk sitt. Sýningin er án orða og er verkinu komið til skila með líkamlegum leik sem er eins konar blanda af leiklist, dansi og bardaga- íþróttum. „Þessi líkamlega leiklist byggist í raun á því hvernig leik- ararnir vinna saman og bregðast hver við öðrum,“ segir Kristján. „Þrátt fyrir að verkið takist á við áleitnar spurningar tel ég að leik- ur án orða henti viðfangsefninu afar vel þar sem hann leyfir fólki að leggja sína túlkun í verkið í meira mæli en ef farið væri með texta. Það þarf einfaldlega ekki alltaf að segja allt berum orðum.“ Útlit sýningarinnar er mynd- rænt í meira lagi, enda er hún inn- blásin af teiknimyndum. „Mynd- ræn hlið sýningarinnar byggist á skörpum stíl japanskra manga- teiknimynda. Sviðsmyndin er áhrifamikil; sviðið getur meðal annars lyfst upp í allt að níutíu gráðu halla sem gefur ansi skemmtilega möguleika á ýmiss konar líkamlegum kúnstum. Okkur þótti þessi myndræni stíll hæfa viðfangsefninu þar sem Biblían er afskaplega myndræn frásögn.“ Frelsarinn veltir upp spurning- um um stöðu trúarinnar í vest- rænum samfélögum nútímans. „Ég hef töluvert íhugað trúmál og stöðu þeirra í nútímanum. Við höfum gefið upp á bátinn trúna á einhvern yfirnáttúrulegan guð, en það er ekki þar með sagt að við eigum okkur ekki frelsara. Í stað trúarleiðtoga eru frelsarar nútím- ans lýðræðislega kjörnir leiðtogar okkar; við leitum til þeirra til þess að leysa vanda okkar og marka okkur stefnu. Stjórnmálamenn og aðrir sem ná langt í lífinu eru fólk sem kann að nýta hæfileika sína og er einnig óhrætt við að láta dálítið á sér bera. Það sama má í raun segja um Jesús, en hann var óragur við að nýta sér umtal fólks og náði því að koma hæfileikum sínum á framfæri,“ segir Kristján að lokum. vigdis@frettabladid.is Hver er frelsari okkar? Hugljúf og kunn tónverk hljóma á öðrum hádegistónleikunum sem Listasafn Reykjavíkur heldur í samstarfi við Tríó Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum í dag kl. 12. 15. Að þessu sinni verða það þeir Gunnar Kvaran og Peter Máté sem flytja tónlistina en þriðji með- limurinn, Guðný Guðmundsdóttir, verður fjarri góðu gamni. Á efnis- skrá tónleikanna verða verk eftir Johannes Brahms, Sergeí Rakh- manínov og Dímítríj Sjostakovitsj. Tríó Reykjavíkur var stofnað árið 1988 af Halldóri Haraldssyni píanóleikara, Guðnýju Guðmunds- dóttur fiðluleikara og Gunnari Kvaran sellóleikara. Árið 1996 tók Peter Máté píanóleikari við af Hall- dóri. Á ferli sínum hefur tríóið komið fram á fjölmörgum tónleik- um víða um Ísland og einnig farið í tónleikaferðir erlendis. Tríóið var útnefnt tónlistarhópur Reykjavík- urborgar fyrir árið 2007 og hlaut þá jafnframt þriggja ára styrk frá borginni til starfsemi sinnar. Tónleikarnir fara fram í austur- sal Kjarvalsstaða. Aðgöngumiðinn kostar 500 kr. og gildir einnig á myndlistarsýningar á Kjarvals- stöðum, í Hafnarhúsi og í Ásmund- arsafni í þrjá daga. - vþ Sígilt hádegi FRELSARINN Líkamleg sýning sem veltir upp áleitnum spurningum. 490 Reykjavík SelfossMosfellsbærHafnarfjörðurKópavogur Tilboð gildir til 25.11 2007 Menningarmiðstöð Hornafjarðar birti um helgina auglýsingu í helstu dagblöðum þar sem auglýst er eftir verkum Svavars Guðnasonar, en árið 2009 eru hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Áætlað er að gefa út veglegt rit um feril hans og verk og því á að ná saman heildarskrá um verk hans eða catalogur raisonne eins og slíkar skrár kall- ast. Eigendur verka eftir Svavar eru hvattir til að hafa samband við Þor- björgu Gunnarsdóttur hjá Menn- ingarmiðstöðinni eða í síma 697 9649. Einnig má senda henni boð á thorbjorgbr@gmail.com. Meðal menningarþjóða er talið sjálfsagt að ná saman heildstæðum skrám um verk myndlistarmanna af stærðargráðu Svavars. Þannig er til stór skrá í nokkrum bindum um feril Asgers Jorn, vinar hans og samstarfsmanns, sem kom út í Englandi fyrir fáum áratugum. Víða er vöntun á slíkum heildar- skrám. Þannig er ekki til heildar- skrá um verk Munch en nú er verið að safna þeim saman. - pbb Heildarskrá Svavars MYNDLIST Svavar Guðnason listmálari Dagana 22. nóvember til 2. desem- ber verður ISCM-tónlistarhátíðin haldin í Hong Kong. Er þetta ein- hver stærsta tónlistarhátíð heims og verður hún með sérlega glæsi- legu sniði að þessu sinni. Verður þar meðal annars flutt tónverkið TROMMA eftir Áskel Másson, en á hátíðinni verða flutt hátt á annað hundrað tónverk eftir tónskáld frá 48 þjóðlöndum. Verk Áskels var samið fyrir Listahátíð í Reykjavík 2002 og frumflutt þá, en síðan hefur verkið heyrst víða: í Danmörku, Ísrael, Sviss, Austurríki og hér heima í flutningi ýmissa listamanna. Tónlist Áskels hefur heyrst víða að undanförnu, nefna má trompet- konsertinn SHADOWS sem fluttur hefur verið á Spáni, í Austurríki, Þýskalandi og Sviss og er hann nýkominn út á disk í flutningi trompet- snillingsins Reinholds Friedrich. Heitir disk- urinn Brass 5.1 og er hann tekinn upp í einstöku „surround“-hljóði. Konsertþáttur Áskels var nýlega fluttur af Fílharmóníusveitinni í Rotterdam þar sem Evelyn Glennie var einleikari, en Evelyn lék verkið á DVD með Fílharmóníusveitinni í Lúxemborg fyrir nokkru. Þessi konsert auk þriggja annarra verka Áskels hefur einnig verið leikinn á alþjóðlegum keppnum hljóðfæra- leikara í París, Stokkhólmi, Oporto, München og á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum og Kanada. Strengjaverkið Októ nóvember var enn fremur flutt bæði í Tamp- ere í Finnlandi og á tónleikaför Lapin Kamariorkester í Þýskalandi. Þessa dagana flytur Caput-hópur- inn einnig verkið ELJA á tón- leikum í Búkarest. Í byrjun maí á næsta ári verður svo frumflutt verk hans ORA í Síbelíusar- höllinni í Lahti af Kroum- ata-hópnum og Sinfóníu- hljómsveitinni í Lahti en Osmo Vänskä mun stjórna flutningnum. Tónleikarnir verða tvennir, þann 7. og 8. maí. - pbb Áskell í Kína TÓNLIST Áskell Másson tón- skáld en verk hans fara víða um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.