Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 54
34 19. nóvember 2007 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. sæti 6. frá 8. hversu 9. prjónavarningur 11. ógrynni 12. heiti 14. misbjóða 16. í röð 17. dýrahljóð 18. ennþá 20. bardagi 21. betl. LÓÐRÉTT 1. drykkur 3. skammstöfun 4. svelgja 5. gras 7. óframfærinn 10. arinn 13. svelg 15. arða 16. húðpoki 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. af, 8. hve, 9. les, 11. of, 12. titil, 14. móðga, 16. hi, 17. urr, 18. enn, 20. at, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. malt, 3. eh, 4. svolgra, 5. sef, 7. feiminn, 10. stó, 13. iðu, 15. arta, 16. hes, 19. na. Bæði Glitnir og Ólafsfell ehf., fyrirtæki Björgólfs Guðmunds- sonar formanns bankaráðs Lands- bankans, fjármagna gerð spennu- þáttaraðarinnar Mannaveiðar sem verður á dagskrá RÚV. Þetta varð ljóst eftir að RÚV skrifaði undir samning við Björgólf um fjár- magn til sjálfstæðra framleiðenda vegna leikins íslensks efnis. RÚV ohf., ásamt Þórhalli Gunnarsson dagskrárstjóra, ætlar greinilega að láta sverfa til stáls eftir magurt framlag á undanförn- um árum á sviði leikins íslensks efnis. Auk Mannaveiða Björns Brynjólfs Björnssonar er Saga Film nú að undirbúa spennuþátta- röð eftir bókum Ævars Arnar Jósepssonar og reiknar Þórhallur með því að tökur hefjist snemma á næsta ári og mun Óskar Jónasson leikstýra henni. Nokkrar þáttarað- ir eru í vinnslu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver þeirra fari næst í tökur. „Og svo eru fleiri verkefni sem bíða úrlausnar á borðinu,“ segir Þórhallur. Þegar umsókn fyrir styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands vegna Mannaveiða var send inn í lok þessa sumars hafði Þórhallur gefið leikstjóranum Birni Brynj- ólfi skuldbindandi vilyrði fyrir því að Sjónvarpið gæti tryggt helming upphæðarinnar af kostnaðaráætluninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er kostnaður við gerð Mannaveiða talinn vera sextíu og tvær millj- ónir. Þórhallur segir að RÚV hafi ætlað sér að leggja til fjórðung af kostnaðinum en svo myndi hinn helmingurinn koma annars staðar frá. „Í þessu tilviki þurfti að hafa hraðar hendur svo að verkefnið myndi ekki stöðvast. Og því skuld- batt ég mig til að geta séð um fjár- mögnun þess hluta. Ef samning- urinn við Björgólf hefði ekki komið til þá hefði ég einfaldlega leitað á önnur mið,“ segir Þórhall- ur og þvertekur fyrir að samning- urinn hafi orðið til þess að ein- hver fjármunir hafi sparast. „RÚV var búið að eyrnamerkja ákveðna upphæð í þetta verkefni og sú upphæð hefur ekkert breyst.“ Þórhallur segir að engar ákvarð- anir hafi verið teknar um auglýs- ingasölu fyrir íslensku þáttarað- irnar en þær njóta yfirleitt mikilla vinsælda og auglýsingaplássin eru oftast nær mjög eftirsótt. Engin áform séu um að slíta þætt- ina í sundur með auglýsingahlé- um. „Ég hef bara ekki hugsað út í það,“ segir Þórhallur og bætir því við að ekki hafa verið teknar ákvarðanir um einn sérstakan útsendingardag. freyrgigja@frettabladid.is ÞÓRHALLUR GUNNARSSON: MEÐ ALLA KLÆR ÚTI RÚV lætur sverfa til stáls Þráinn Bertelsson gerir sér lítið fyrir og stjaksetur súlustaðaeigandann Ella í Octopussy við Þingvallavatn í sinni nýjustu skáldsögu, Englum dauðans. Þráinn hefur verið þekktur fyrir að dansa á mörkum raun- veruleika og skáldsögunnar líkt og í Dauðans óvissa tíma og áðurnefndum Ella svipar óneitanlega til súlukóngsins Ásgeirs Davíðssonar, sem betur er þekktur sem Geiri á Goldfinger. Þráinn gefur lítið fyrir slíkar samlíkingar, segir að þeir séu hvort eð er allir eins þessir menn en bætir síðan við að hann skrifi úr þeim veruleika sem hann eigi heima í. „Og ég dreg dám af mínu umhverfi,“ segir hann en áréttar að öll líkindi séu á ábyrgð þess sem les. Þráinn segir jafnframt að hann hafi þurft litla sem enga hjálp úr Kópavoginum þegar hann skapaði þessa persónu en bætir því jafnframt við að lesendur megi alveg velta því fyrir sér hvort svona menn séu í raun og veru til hér á Íslandi. „Hér á þessu landi þrífst eiturlyfjasala og þrælasala og hugmyndin að bókinni var að fá lesendurna til að hugsa. Og auðvitað líka til að skemmta fólki,“ segir Þráinn. - fgg Þráinn stjaksetur súlustaðaeiganda EKKI GEIRI Þráinn þvertekur fyrir að Elli í Octopussy eigi sér fyrirmynd í Geira á Goldfinger og segir að öll líkindi séu á ábyrgð þess sem les. Á MÖRKUM SKÁLDSKAPAR OG RAUNVERULEIKA Þráinn hefur verið þekktur fyrir að dansa á mörkum raunveruleika og skáldskapar og hann er á þeirri bylgjulengd í sinni nýjustu bók. Íslenska þýðingin á síðustu bókinni um Harry Potter, Harry Potter og dauðadjásnin, kom í verslanir á fimmtudaginn. Áður hafði töluvert af bókinni selst í forsölu í vefverslun Hagkaupa sem hófst í júlí. Ekki fékkst gefið upp hversu margar bækur hefðu selst á netinu, en Sigríður Gröndal, verslunarstjóri sérvöru hjá Hagkaupum, spáði því að bókin yrði mest selda Potterbókin. „Þetta fer mjög vel af stað,“ segir hún. Elsa María Ólafsdóttir, verslunarstjóri í bókabúð Máls og menningar, segir stemninguna í versluninni hafa verið töluvert afslappaðri á fimmtudag en þegar enska bókin kom út í sumar. „Það voru mjög góðar viðtökur á bókinni, en ekki í sprengjuformi. Salan var jöfn og þétt yfir allan daginn,“ segir Elsa María, sem telur að hjá bókabúðum Eymundsson og Máls og menningar hafi fleiri hundruð eintök af bók- inni selst á fimmtudag. Hún segir aldur lesenda ekki endilega haldast í hendur við val á lestrartungumáli. „Sumir vilja bara ekkert lesa á ensku,“ segir Elsa, sem segist hafa trú á því að Harry Potter og dauðadjásnin verði ein söluhæsta barnabókin. „Ja, eða unglingabókin. Harry er orðinn stálpaður og aðdáendurnir stálpast líka,“ bætir hún við. - sun Harry selst vel á íslensku JAFNT OG ÞÉTT Verslunarstjóri bókabúðar Máls og menningar segir söluna á Harry Potter og dauðadjásnunum ekki hafa verið í „sprengjuformi“ á fimmtudeginum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég hef ofboðslega gaman af Hjálmum, Baggalúti og Anthony and the Johnsons. Svo hlustaði ég um daginn á tónlistina úr Once Upon a Time in Mexico. Salma Hayek syngur þar mjög fallegt lag og gítarleikurinn á þessum diski er ógeðslega góður. Ólöf Erla Bjarnadóttir leirkerasmiður NÆSTI LEIKSTJÓRI Óskar Jónasson mun leikstýra spennuþáttaröð eftir bókum Ævars Arnar Jósepssonar. ALLAR KLÆR ÚTI Þórhallur fer mikinn á markaðnum þessa dagana, er að undir- búa nýja spennuþátta- röð og aðra sem á að fara í tökur næsta sumar. Brúðkaup Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur var á allra vörum um helgina. Talsverð umferð var við Fríkirkjuna í Reykjavík þegar brúðkaupið fór fram klukkan 17.30 á laugardag. Ekki minni örtröð var svo við Hafnarhúsið þar sem veislan var haldin um kvöld- ið. Reyndar stöðvaðist umferð við götuna þegar gestir mættu til veislunnar. Þeir voru ferjaðir með rútum frá Fríkirkjunni en röð myndaðist við inngang- inn þar sem öryggisverðir fóru vand- lega yfir gestalistann og gengu úr skugga um að engir óæskilegir kæmust inn. Miklar kjaftasögur gengu um það að erlendar stórstjörnur yrðu leynigestir í brúðkaupinu. Fyrst um sinn var talið að George Michael kæmi og syngi í veislunni. Síðar hafði Robbie Williams bæst í hópinn og áttu þeir félagar að syngja dúett. Um miðjan dag á laugardag hafði svo Robbie verið skipt út fyrir Bono. Af þessum sökum vakti athygli að á Reykjavíkurflug- velli biðu fjórir Range Rover-bílar fram á kvöld. Bílaflotinn var þó ekki til að taka á móti popp- urum heldur Tom Hunter, viðskiptafé- laga Baugsmanna í Bretlandi. Tom Hunter virðist annars ekki hafa hlustað á þau fyrirmæli brúð- hjónanna að þau afþökkuðu gjafir við þetta tilefni en vildu í staðinn að fólk gæfi fé í styrktarsjóð fyrir langveik börn. Hunter arkaði alltént inn í veislusalinn með voldugan pakka undir höndum. Þó að brúðkaup Jóns Ásgeirs og Ingibjargar sé afstaðið þýðir það ekki að þotuliðið sé komið í frí frá veisluhöldum. Um næstu helgi fagnar Hannes Smárason, for- stjóri FL Group, fertugsafmæli sínu og er búist við því að mikið verði um dýrðir. Veisla Hannesar verður haldin á sveitasetri í Bretlandi eftir því sem fregnir herma en ekkert hefur enn spurst út um skemmti- atriði eða leynigesti. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Stærra-Árskógi. 2 Mikhaíl Saakashvili. 3 Valencia á Spáni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.