Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 19.11.2007, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 19. nóvember 2007 19 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein- göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni. 15% vaxtaauki! A RG U S / 07 -0 82 7 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Opið virka daga: 10-18 og laugardaga: 11-16 VAXTALAUSIR DAGAR *Greiðs ludreifi ng í allt að 12 mán uði fyri r korth afa Visa og Maste rcard. Gildir e kki me ð öðrum tilboðu m. HANN MÁ HÆKKA ÞÁ EINS OG HONUM ÞÓKNAST ÞVÍ ÞAÐ ERU UMRÆÐAN Kynferðisofbeldi Eitt af verstu okum allra þjóða eru mannleysurnar. Engin þjóð losnar við að geta af sér skaðleg afkvæmi og er böl af þeirra völd- um með ólíkindum mikið. Sumar af þessum verum eru nánast and- leg afskræmi og gegnir furðu hve lög landsmanna eru þeim hliðholl í samanburði við það sem snýr að heilbrigðum og heiðar- legum borgurum. Nýtur og ábyrgur þegn sem skilar vel til þjóðfélagsins getur lent í stór- vandræðum og peningaútlátum vegna stöðumælasektar eða fyrir að vera degi á eftir með skatta- skýrslu. Hins vegar eru svo vesalings ræfils ólánsmennirnir, eins og úrræðalaus stjórnvöld kalla gjarnan þá sem þau ráða ekki við og geta nær óheftir nauðgað, barið og rænt samborg- ara sína. Heiðarlegu fólki er refsað fyrir smávægilega gleymsku og verð- ur því að vera á sífelldum verði gagnvart glæpahyski, eigna- og peningasöfnurum, bönkum og valdhöfum. Það er sorglegt að skynsöm þjóð skuli forgangsraða verkefnum með svo heimskuleg- um hætti sem okkar. Það má rekja til glámskyggnra þing- manna, því með lögum skal land byggja. Ég ætla til dæmis ekki að ræða dauðagildrurnar sem ein- breiðu, tvíátta vegirnir og brýrn- ar eru, eða um rándýr göng á fáförnum leiðum. Eftirlaunalög- in ekki heldur né vöntun á fang- elsum og þjálfunar- og vinnubúð- um fanga. Nei, hér vek ég athygli á skömm þeirri og skaða sem handónýt lög lélegra þingmanna eru ennþá að valda þjóðinni. Lög þessi eru um hvað má og hvað ekki og eru það sem lögreglan hefur til að styðjast við til varnar almenningi gegn ört vaxandi glæpahyski. Það þarf að leita til almennings til að hjálpa krabba- meinsveikum börnum og andlega veiku fólki, á sama tíma og mulið er undir forherta glæpamenn og sumum þeirra dæmdar bætur vegna klúðurs og lélegra laga. Svívirðilegustu glæp- irnir eru þeir sem bein- ast að börnum og nauðg- un kvenna, en unglæknar fjölluðu um nauðgun og afleiðingar með setning- unni „sumt þværðu ekki af þér“. Nauðgarar eiga aldrei að geta þvegið níð- ingsverkið af sér nema að takmörkuðu leyti með sérstökum hætti. Ég legg til að Stígamót eða sam- bærileg stofnun verði styrkt til að framleiða kort sem fórnar- lömb og aðstandendur þeirra geta keypt og sent nauðgurum árlega þangað til þeir viðurkenna níðingsverkið og iðrast opinber- lega. Kortin eiga að minna níð- inginn á illvirkið og afleiðingar þess og vera liður í baráttunni. Best væri að hafa tvær gerðir korta, þannig að hægt væri að senda forvarnarkortin til viðeig- andi hóps. Ég treysti fagfólki til að hanna kortin á áhrifaríkan hátt, en nauðsynlegt er að þar komi fram munur þeirra og að nauðgarar þurfi geðhjálp. Að lok- inni verslunarmannahelgi bæla mörg fórnarlömb nauðgara sig og hugsa með hryllingi til þeirrar skelfingar sem þessi helgi bar með sér inn í líf þeirra. Þær sem urðu fórnarlömb níðinganna geta aldrei þvegið óþverrann af sér frekar en illmennin. Fyrir nokkrum árum treysti ung og efnileg stúlka sér ekki til að lifa eftir að dómar gengu nauð- gara hennar í hag og framdi sjálfsmorð. Önnur varð viðskila við kærasta sinn og var nauðgað af hópi ungra manna. Hún trufl- aðist á geði og níðingarnir sluppu. Ónefnd kona sagðist þekkja til tveggja nauðgara sem dómarar sáu ekki við og kvaðst mundu kaupa slík kort hverja verslunar- mannahelgi og senda þeim báðum. Ég er sannfærður um að slík kort hefðu fyrirbyggjandi áhrif, því ólíklegt er að nauðgar- ar njóti þess að vera minntir á níðingsverk sín. Kortin gefa líka fórnarlömbunum tækifæri til að létta á ógnarbyrði nauðgunarinn- ar með því að senda kvölurum sínum kortin árlega. Næstum allt á að vera leyfilegt gagnvart þeim óþverrum sem nauðga. Allt væl þeim til málsbótar er viðkomandi til skammar. Höfundur er trésmíðameistari. Sumt þværðu ekki af þér ALBERT JENSEN Ég legg til að Stígamót eða sambærileg stofnun verði styrkt til að framleiða kort sem fórnarlömb og aðstandendur þeirra geta keypt og sent nauðgurum árlega þangað til þeir viðurkenna níðingsverkið og iðrast opinberlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.