Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 13
FIMMTUDAGUR 13. desember 2007 13
FRAKKLAND, AP Franskir þingmenn
eru á meðal þeirra sem hafa stigið
fram og gagnrýnt heimsókn
Moammar Gaddafí Líbíuforseta til
Frakklands. Á þriðjudag heimsótti
Gaddafí franska þjóðþingið í París.
Nicolas Sarkozy Frakklandsfor-
seti þá ákvörðun að bjóða Gaddafí í
heimsókn með því að segja það
skyldu Frakklands að hvetja ríki
heims til ábyrgðar á alþjóðavett-
vangi. Sarkozy vísaði í það að
Gaddafí hefði formlega fordæmt
hryðjuverk og tekið ákvörðun um
að hætta við þróun kjarnorku-
vopna.
Gaddafí hafði óskað eftir því að
fá að ávarpa þingheim úr ræðustól
þingsins, en varð að láta sér nægja
að hitta þingmenn á aðsetri forseta
neðri deildar þingsins. Um áttatíu
þingmönnum var boðið, einkum
nefndarformönnum og flokksleið-
togum, en meirihluti sýndi and-
stöðu sína við heimsókn Gaddafís
með því að mæta ekki.
Þingmenn jafnt hægri- sem
vinstriflokka gagnrýndu heimsókn
hans í þinghúsið. Jafnvel margir
þingmenn í Íhaldsflokki Sarkozys
forseta voru ósáttir.
„Þinghúsið er ekki hvaða bygg-
ing sem er,“ sagði Jean-Marc Ayr-
ault, þingflokksformaður sósíal-
ista, heldur „hluti af langri
mannréttindahefð.“ - gb
Heimsókn Gaddafís til Frakklands harðlega gagnrýnd:
Franskir þingmenn lýstu andúð sinni
MÓTMÆLI GEGN GADDAFÍ Lögreglan í París reynir að fjarlægja mótmælendur frá
samtökunum Blaðamenn án landamæra. NORDICPHOTOS/AFP
SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guð-
finnsson sjávarútvegsráðherra
hefur skipað tvær nýjar nefndir
um fiskeldismál. Annars vegar
er það nefnd um aðgerðir til
eflingar þorskeldis hér á landi.
Nefndinni er sérstaklega ætlað
að kanna möguleika á byggingu
og starfrækslu seiðaeldisstöðvar
sem þjónað gæti allri matfisk-
framleiðslu í landinu.
Hins vegar er það nefnd sem
kanni forsendur kræklinga-
ræktar. Þeirri nefnd er ætlað að
kanna stöðu greinarinnar og
möguleika hennar, með tilliti til
bæði líffræðilegra og rekstrar-
legra forsendna og umhverfis-
þátta. Er nefndinni ætlað að
koma með tillögur að þeim
aðgerðum sem hægt væri að
grípa til hjá hinu opinbera til að
treysta almennar rekstarfor-
sendur greinarinnar. - shá
Nefndarskipan:
Fiskeldi skoðað
ofan í kjölinn
ÞORSKELDI Tvær nýjar nefndir taka út
þorskeldi og kræklingarækt.
FRÉTTABLAÐIÐ/SVAVAR
SKIPULAGSMÁL Eigandi einbýlis-
hússins á Laufásvegi 73, Þor-
steinn Jónsson, hefur nú sent inn
nýja og breytta umsókn til
skipulagsyfirvalda í Reykjavík
um að fá að endurbæta og stækka
húsið. Þorsteini hafði áður verið
synjað um stækkun vegna
andstöðu forsetaembættisins sem
sagði öryggi gesta í bústað
embættisins handan götunnar
ógnað. Þorsteinn hefur nú meðal
annars fallið frá því að fá að
byggja tvöfalt bílskýli í því horni
lóðar sinnar sem er nær forseta-
bústaðnum og biður um að fá að
stækka og endurnýja gamlan
bílskúr sem stendur við hitt
götuhorn lóðarinnar. - gar
Húseigandi á Laufásvegi:
Ný tillaga um
stækkun húss
LAUFÁSVEGUR Öryggi gesta yfirvalda
hefur áhrif á skipulagsmál.
LAS VEGAS, AP Lögreglan í Las
Vegas leitar tveggja byssumanna
sem skutu á hóp ungmenna sem
stigu úr úr skólabíl í úthverfi
borgarinnar á þriðjudag. Sex
ungmenni urðu fyrir skoti og eru
tveir sautján og átján ára piltar
alvarlega slasaðir.
Lögreglan telur að árásin
tengist slagsmálum í Mojave-
miðskólanum en þar höfðu þrír
unglingspiltar verið handteknir
fyrr um daginn. Fjögur ungmenn-
anna, þau sem slösuðust minna,
eru nemendur við skólann en ekki
hefur verið upplýst hvort
piltarnir sem slösuðust mest séu
einnig nemendur skólans. - þo
Árás við skólabíl í Las Vegas:
Sex ungmenni
urðu fyrir skoti
SMÁRATORG 3, 200 KÓPAVOGUR. sími 5500 800
Ti
lb
oð
ið
g
ild
ir
ti
l o
g
m
eð
3
1
.1
2
.2
0
0
7
o
g
að
ei
ns
í
Sm
ar
at
or
g.
B
ir
t m
eð
f
yr
ir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r
og
v
ör
uf
ra
m
bo
ð.
Það er opið ennlengur en venjulegaí desember. Kynntuþér málið á
www.toysrus.is
181300/01
XPV SUPER TERRANATOR
Fjarstýrð. Keyrðu í gegnum hvað sem er, jafnvel vatn og snjó.
Með rafhlöðum og hleðslutæki. 15 km/t. 7 aðgerðir. Veldu á
milli 27 MHz og 40 MHz. 35 sm. Okkar eðlilega lágvöruverð
er 6.999,-
2.999,-
ÞÚ SPARA
R 700,-
450745
AQUA DOODLE
TEIKNIMOTTA
Með vatnsteiknipenna.
Okkar eðlilega
lágvöruverð er
3.699,-
4.899,-
ÞÚ SPARA
R 1.000,-
5.999,-
ÞÚ SPARA
R 1.000,-
10,5 m
540128
SUPER RACING 3800
Kappakstursbraut með
háhraða beygjum og
2 lykkjum. Innifalið 2
breytar, 2 handstjórntæki
og 2 Mercedes Benz CLK.
Brautarlengd: 10,5 m.
Mælikvarði 1:43.
Venjulegt lágvöruverð
okkar er 5.899,-
4.999,-
ÞÚ SPARA
R 1.500,-
411207
BELLINO BARNALEIKFIMI OG LEIKTEPPI
Með 4 mjúkum dýrum með mismunandi
hljóðum. 95 x 140 sm. Okkar
eðlilega lágvöruverð
er 6.499,-