Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 16
16 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR JESÚS Eitt stærsta Jesúlíkneski í Asíu gnæfir yfir borgina Manado á norður- hluta Sulawesi-eyju á Indónesíu. Meirihluti íbúa Manado er kristinn en meirihluti Indónesa er íslamstrúar. Styttan er þrjátíu metrar á hæð. NORDICPHOTOS/AFP ÞÝSKALAND, AP Þýski utanríkis- ráðherrann Frank-Walter Steinmeier boðaði staðgengil sendiherra Simbabve á sinn fund á þriðjudag til að koma því á framfæri að ummæli af því tagi sem full trúar Simbabvestjórn- ar hefðu látið hafa eftir sér um Angelu Merkel kanslara væru „algerlega ólíðandi“. Í málgagni Simbabvestjórnar, The Herald, var Merkel sögð vera „eftirlegukind nasista“ og upplýsingamálaráðherrann Sikhanyiso Ndlovu sakaði hana um „kynþáttahatur af verstu gerð“. Tilefnið er að á evrópsk- afríska leiðtogafundinum í Lissabon um helgina gagnrýndi hún meðferð Roberts Mugabe Simbabveforseta á eigin þegnum. - aa Eftirmál ESB-Afríkufundar: Þýska stjórn for- dæmir ummæli ANGELA MERKEL FINNLAND Bæjaryfirvöld í Nokia í Finnlandi hafa skrifað bréf til ríkisstjórnarinnar og óskað eftir fjárhagslegri aðstoð vegna neyðarástands sem skapaðist í bænum vegna vatnsmengunar, að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat. Frárennslis- vatn komst í drykkjarvatn Nokiabúa og olli veikindum hjá stórum hluta bæjarbúa. Í bréfi sínu til Matta Vanhanen forsætisráðherra og Jyrki Katanen fjármálaráðherra segir Markku Rahikkala bæjarstjóri að tjónið sé gríðarlegt. Trygginga- félög muni bæta það að ein- hverju leyti en meira þurfi til. Lífið í Nokia er nú að komast í samt lag. - ghs Vatnsmengun í Nokia: Ríkið veiti fjár- hagsaðstoð SVEITARSTJÓRNIR Ístak hefur látið vinna drög að nýju deiliskipulagi á Tungumelum í Mosfellsbæ vegna námuvinnslu sinnar þar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu var vinnsla fyrirtækisins stöðvuð þegar uppgötvaðist að starfsemin var komin út fyrir þau mörk sem tilgreind eru í námuleyfinu. Skipulagsnefndin sem beðin hefur verið um að taka afstöðu til nýrrar afmörkunar svæðisins ákvað á síðasta fundi að fara áður í skoðunarferð um svæðið. - gar Yfirvöld í Mosfellsbæ: Fara á vettvang á Tungumelum TUNGUMELAR Ístak sprengdi kletta án leyfis segir Mosfellsbær. ALÞINGI „Nú skal kennsluborðum kristninnar velt og hún gerð brottræk úr helgidómi íslenskra menntastofnana,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar- flokksins, á Alþingi í gær. Þing- maðurinn fór fyrir utandagskrár- umræðu um stöðu þjóðkirkjunnar, kristni og kristnifræðslu. Guðni gagnrýndi að í nýju frumvarpi um grunnskólann væri fellt burt orðalag um kristið sið- gæði. Hann gagnrýndi einnig kröfur um að fermingarfræðsla fari ekki fram á skólatíma. „Þessa óþarfa umræðu ber að kveða niður strax,“ sagði Guðni. „Um og yfir 80 prósent landsmanna til- heyra þjóðkirkjunni. Um 95 pró- sent landsmanna tilheyra kristn- um söfnuðum.“ Séra Karl V. Matthíasson, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði að ekki væri skynsamlegt að kveða niður raddir sem töluðu gegn þjóðkirkjunni. „Það væri ekki í kristnum anda,“ sagði Karl. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, sagði hinn kristna arf vera þjóðinni mikils virði. „Slitni tengsl skóla og hins kristna menningararfs er vá fyrir dyrum,“ sagði Björn. „Það yrði íslensku þjóðinni til varanlegs tjóns ef hætt yrði að leggja rækt við hinn kristna arf.“ Björn segist ekki hafa komið að gerð frumvarpsins. „Málið er nú komið til Alþingis og Alþingi hefur aldrei brugðist hinum kristna málstað,“ sagði Björn. „Ég tel að menn lesi of mikla Ráðherra segir vá fyrir dyrum slitni tengsl skóla og kristni Formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir að orðalag um kristið siðgæði verði fellt úr grunnskólalögum. Hann segir umræðuna óþarfa. Ráðherra segir vá fyrir dyrum ef tengsl skóla og kristins arfs slitni. KRISTILEGT SIÐGÆÐI Þingmenn voru almennt sammála um mikilvægi kristninnar í þjóðfélaginu í utandagskrárumræðu á Alþingi. Við verðum að gera greinarmun á fræðslu og trúboði. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA merkingu úr að orðin kristilegt siðgæði séu ekki í lögum um grunnskóla.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að nefnd sem vann að endurskoðun grunnskólalaga hafi verið meðvit- uð um að breytingin gæti orkað tvímælis. „Niðurstaðan varð sú að ekki væri stætt á öðru en að leggja til breytingu. Við erum síður en svo að úthýsa kristninni,“ sagði Þorgerður. „En við verðum að gera greinar- mun á fræðslu og trúboði. Ferm- ingarfræðsla getur ekki orðið hluti af skóladagatali og skyldunámi,“ bætti Þorgerður við. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Frjálslyndra, sagði það vera afskræmingu á trúfrelsinu að bera að jöfnu þjóðkirkjuna og önnur trúfélög, vegna stærðar hennar. „Kristnin á ekki að sitja við sama borð og önnur trúarbrögð sem fáir aðhyllast,“ sagði Krist- inn. steindor@frettabladid.is GUÐNI ÁGÚSTSSON BJÖRN BJARNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.