Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 13. desember 2007 17 NEYTENDUR Aukning hefur orðið á sjálfsinnritun Icelandair í Leifsstöð. Í tilkynningu flug- félagsins segir að þriðji hver farþegi innriti sig sjálfur í flug og sé það sérstaklega vinsælt meðal þeirra sem fljúga mest. Eitt og hálft ár er síðan sjálfsinnritunarstöðvarnar voru teknar í notkun. Í vélunum nægir að stimpla inn bókunarnúmer og renna í gegn greiðslukortinu og tekur innritunin hálfa mínútu. - eb Innritun á Leifsstöð: Þriðji hver inn- ritar sig sjálfur ALMENNINGSÍÞRÓTTIR Íbúar í Foss- vogi hafa afhent Degi B. Egg- ertssyni borgarstjóra undir- skriftalista með nöfnum hátt í þrjú þúsund íbúa sem vilja sund- laugarbyggingu í Fossvogsdal. Í tilkynningu frá talsmönnum áhugahóps um sundlaugina segir að borgarstjóri hafi verið jákvæður á fundinum og skýrt frá því að komið hefði verið á fót nefnd sem eiga myndi formlegar viðræður við Kópavogsbæ um málið. Kópavogsbær hefur einnig fyrir sitt leyti skipað í hóp til að ræða við Reykvíkinga um málið. „Það er því afar jákvætt að málið skuli vera komið á svo góðan rekspöl nú. Þá þykir sýnt að stuðningur íbúa við byggingu laugarinnar er mikill og ætti því fátt að vera því til fyrirstöðu að nú, 30 árum eftir að Fossvogur- inn byggðist upp, fái hverfið loks sundlaug,“ segir í tilkynningu áhugahópsins. Komið hefur fram hugmynd um að láta græn sjónarmið ráða við hönnun sundlaugarinnar. Þannig verði til dæmis ekki almenn bílastæði við laugina heldur myndu gestir koma sér þangað gangandi eða hjólandi. Borgarstjórinn mun hafa tekið vel í slík sjónarmið. - gar Íbúar í Fossvogi skiluðu þrjú þúsund undirskriftum með áskorun til borgarstjóra: Telja sundlaug loks vera í sjónmáli BORGARSTJÓRI FÆR UNDIRSKRIFTIR Dagur B. Eggertsson tók á móti áskorun áhuga- hóps um sundlaug í Fossvogi. SKIPULAGSMÁL Fyrirhugað hverfi í Urriðaholti hlaut 2. sætið í úrslitum alþjóðlegra lífsgæða- verðlaunanna LivCom að því er segir í tilkynningu frá bæjaryfir- völdum í Garðabæ. „LivCom-verðlaunin eru veitt með stuðningi Umhverfisstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna,“ segja Garðbæingar um verðlaunin sem afhent voru í London fyrr í vikunni. „Urriðaholt hlaut 2. sætið í sínum flokki vegna áherslu skipulagsins á lífsgæði með fjölbreyttri byggð, áherslu á samfélagsumgjörð, góða nýtingu landrýmis, samspil byggðar og verndun umhverfis,“ segir í tilkynningu. - gar Lífsgæðaverðlaun í London: Urriðaholt fékk önnur verðlaun URRIÐAHOLT Áhersla á vistvæna byggð. SVEITARSTJÓRNIR Umhverfisnefnd Álftaness vill að sveitarfélagið tileinki sér svokallað grænt skrifstofuhald. Segir umhverfis- nefndin að í því felist meðal annars innkaup á umhverfis- merktum pappír, að allt prentefni sé prentað á umhverfismerktan pappír, pappírsnotkun minnkuð eins og hægt sé, sorp frá öllum stofnunum sveitarfélagsins sé flokkað, að notuð séu umhverfis- merkt hreinsiefni og minna af þeim. Tillaga um þetta verður lögð fyrir bæjarstjórn. - gar Umhverfismál á Álftanesi: Leggja til grænt skrifstofuhald Á ÁLFTANESI Umhverfisnefnd vill græna stefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRUSSEL, AP Samtök útlægra Írana halda því fram að ekki sé rétt að Íransstjórn hafi árið 2003 hætt að vinna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum eins og fullyrt er í bandarískri leyniþjónustu- skýrslu. Mohammad Mohadessin, talsmaður Þjóðarráðs íranskrar andspyrnu (NCRI), sagði í Brussel á þriðjudag að samtökin hefðu fyrir því áreiðanlegar heimildir að klerkastjórnin hefði árið 2003 aðeins gert stutt hlé á kjarnorkuvígvæðingaráætlun sinni og hafist handa við hana af fullum krafti aftur árið eftir. - aa Íranskir útlagar: Kjarnorkuvíg- væðingu ei hætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.