Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 28
28 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 74 6 98 5 1998 2007 Kí ló ve rð í kr ón um Blu-ray og HD DVD diskar verða eflaust í pökkum margra tækni- áhugamanna um jólin. Áður en farið er af stað í innkaup er rétt að fara yfir hvað þarf til þess að spila þessa háskerpudiska, og hvers vegna þeir eru betri en DVD. Helsti munurinn á háskerpudisk- um, eins og Blu-ray og HD DVD, og venjulegum DVD-diskum er gæði myndarinnar. Háskerpudiskarnir rúma margfalt meira af gögnum en DVD-diskar og geta því geymt kvikmyndir í hærri upplausn. Allar útlínur verða skýrari og litir dýpri. Nauðsynlegt er að hafa háskerpusjónvarp til þess að geta notfært sér þá kosti sem háskerpudiskarnir hafa fram yfir DVD-diskana. Með háskerpusjón- varpi er átt við sjónvarp, oftast flatskjá, sem er merkt „HD-ready“ og birtir mynd í einhverri af eftirfarandi upplausnum: 720p, 1080i eða 1080p. Síðast en ekki síst þarf spilara sem les háskerpudiska, en gamli DVD-spilarinn er einskis nýtur í það hlutverk. Ódýrasti spilarinn fyrir Blu-ray diska er PlayStation 3 leikjatölvan, sem kostar rétt um fjörutíu þúsund krónur. HD DVD spilarar kosta í kringum fimmtíu þúsund krónur, en þess utan er hægt að kaupa viðbót við Xbox 360 leikjatölvuna á tuttugu þúsund sem gerir henni kleift að lesa slíka diska. - sþs Helsti munurinn á háskerpudiskum, eins og Blu-ray og HD DVD, og DVD-diskum: Margfalt hærri upplausn Þótt skortur sé á jólatrjám í Evrópu eru innflutt jólatré í verslunum á Íslandi ekki dýrari en í fyrra. Lækkanir á virðisaukaskatti 1. mars síðastliðinn hafa þar áhrif. „Flestir sem flytja inn jólatré á Íslandi skipta við einhvern ákveð- inn ræktanda og fá sín tré þrátt fyrir skortinn. Það hefur því ekki verið erfiðara fyrir okkur að útvega tré nú frekar en undanfar- in ár,“ segir Gísli Hinrik Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Garð- heima. Um nokkurra ára skeið hefur verið nokkur skortur á jólatrjám, einkum frá Danmörku. Gísli segir að innkaupsverð jólatrjánna hafi hækkað en sú hækkun skili sér þó ekki til neytenda þar sem inn- flutningstollur á jólatrjám hafi verið felldur niður með breyting- um á virðisaukaskatti 1. mars síð- astliðinn. „Þetta kemur því á sama stað niður og verðið er mjög svip- að og í fyrra,“ segir Gísli en bætir því við að hlutfallslega hækki íslensk jólatré meira á milli ára en þau erlendu þótt lítið sé. Kristinn Einarsson, fram- kvæmdastjóri Blómavals, tekur í sama streng og segir að verðið í Blómavali sé svipað og í fyrra. Hann spáir því að nóg verði af trjám fyrir jólin en hvetur fólk þó til þess að vera snemma á ferðinni. „Það er betra að kaupa tréð snemma og láta það standa úti á svölum eða í bílskúrnum heldur en að koma að tómum kofanum á Þor- láksmessu,“ segir Kristinn. Ásgerður Einarsdóttir, umsjón- armaður jólatrjáasölu Flugbjörg- unarsveitarinnar í Reykjavík, segir að ekki hafi reynst erfitt að útvega tré og að pantað hafi verið meira til jólanna nú en í fyrra. „Ég hef orðið vör við hækkun í sumum flokkum og það er erfiðara að útvega stærri tré. Verðið breytist ekki mikið hjá okkur milli ára. Lægri trén eru á sama verði og í fyrra en stóru trén hækka örlítið einfaldlega vegna þess að það það er erfiðara að útvega þau,“ segir Ásgerður. Reikna má með að fyrir jólin seljist um 40.000 jólatré, þar af um 10.000 íslensk tré. Þau hafa hækkað örlítið milli ára, þannig kostar nú 4.900 krónur að höggva sitt eigið jólatré í Heiðmörk en í fyrra kostaði slíkt 4.500 krónur. thorgunnur@frettabladid.is Skortur á jólatrjám hefur lítil áhrif á verð TRÉ TIL SÖLU Það var glatt á hjalla í jólatrjáasölu Flugbjörgunarsveitarinnar við Flug- vallarveg þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit þar við. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Misjafnt er hvernig skila- og skiptireglur verslanir hafa eftir jólavertíðina. Flestar verslanir taka við vörum ef þær eru heilar og ekki of langt um liðið frá kaupunum. Algengt er að vörur séu merktar með gjafa- eða skipti- miða og má þá skipta þeim eða skila í ákveðinn tíma eftir jól. Gott er að fylgjast með því í jólavertíðinni hvort ekki sé örugglega settur slíkur miði á þær jólagjafir sem keyptar eru. Það tryggir möguleika þess sem gjöfina fær á að skila eða skipta ef hann þarf á því að halda eftir jól. ■ Jólaverslun Fylgist með skiptimiðanum Útgjöldin > Verð á jólakökum HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS. „Bestu kaupin mín voru íbúðin mín,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaður, betur þekktur sem Dr. Gunni, en hann heldur úti umfangsmiklum neytenda- vef á heimasíðu sinni. „Ég rétt náði að kaupa hana áður en geðveikin skall á þjóð félaginu. Hún var frekar ódýr þá, miðað við það sem var í gangi, enda hafði hún ekki verið gerð upp. Það þurfti að skipta um gólfefni og mála. Þetta er 130 fermetra íbúð í Vesturbænum keypt á 15,6 milljónir árið 2004. Nú tæplega fjórum árum síðar hefur hún meira en tvöfaldast í verði. Það væri hægt að fá svona 35 milljónir fyrir hana. Þannig að það er alltaf inni í myndinni að selja og hefja nýtt líf úti á landi í ódýrara húsnæði, en konan vill ekki heyra á þetta minnst. Það væri hægt að lifa á mismuninum í nokkur ár.“ Verstu kaupin segir Gunnar vera Elvis Presley-sólgleraugu, sem hann keypti á heimasíðunni Elvis.com. „Þetta voru van- hugsuð netkaup. Gleraugun kostuðu bara þúsundkall, en voru send með rándýrri Federal Express-sendingu, sem kostaði svona 5.000 kall. Ofan á það bættist tollur og virðisaukaskattur, þannig að gleraugun kostuðu svona 10.000 krónur að lokum. Þetta voru bara plastgleraugu eins og fást í Kolaport- inu. Konan var lengi að tala um þessi gleraugu og alltaf þegar hún vildi kaupa eitthvað sem ég vildi ekki, þá sagði hún bara „Elvis Presley-sólgler- augun“. Þá gat ég lítið sagt.“ NEYTANDINN: DR. GUNNI TÓNLISTARMAÐUR Elvis-sólgleraugu á tíu þúsund kall ■ Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn mælir með klassískri tónlist til að halda innbrotsþjófum í skefjum. „Ég kann ekki svo mörg húsráð þar sem konan mín sér nær alveg um allt slíkt en þó kann ég nokk- ur ráð til að halda innbrotsþjófum frá á nóttunni en það er náttúrlega í fyrsta lagi að loka vel öllum gluggum með hespum en síðan læt ég tónlist á. Það má reyndar ekki vera nein popptónlist, það gæti jafnvel dregið athygli þeirra að, en hins vegar held ég að það gefist vel að spila klassíska tónlist, það fælir þá bara.“ GÓÐ HÚSRÁÐ KLASSÍK FÆLIR INNBROTSÞJÓFA J Þvottavél verð frá kr.: 99.900 Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele Miele gæði TILBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.