Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 33

Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 33
FIMMTUDAGUR 13. desember 2007 33 UMRÆÐAN Efnahagsmál Þjóðarskútan veltur í öldurótinu, brimskafl- inn og skerjaslóð er fram- undan. Hvað ætlar skip- stjórinn á skútunni að gera? Hann heldur um stýrið og hefur þann kost að venda og sigla skút- unni frá aðsteðjandi hættu og fara á lygnari sjó. Veð- urspáin er slæm, það er varað við stormi. Eins og er virðist skips- stjórinn ekki ætla að gera neitt, getur verið að hann ætli að sjá til hvort veður breytist og sjórinn verði lygnari? Það er vá fyrir dyrum, heill áhafnarinnar er í veði og hún verður að treysta á skip- stjórann. Mun hann standa undir ábyrgðinni og hafa getuna til að stýra skútunni heilli í höfn? Kæruleysi skipstjórans Þessi myndlíking getur vel verið lýsing á stöðu þjóðarbúsins um þessar mundir. Það eru óvissutím- ar í efnahagsmálum, flestir sér- fræðingar vara við útlitinu og hvetja ríkisstjórnina til efnahags- legra aðgerða. Forsætisráðherr- ann er skipstjórinn og hann ber ábyrgð á efnahagsmálum í ríkis- stjórninni. Þrátt fyrir aðvörunar- orð úr öllum áttum sýnir ríkis- stjórnin enga tilburði til aðgerða til að hafa áhrif á efnahagsþróun- ina. Það er mjög alvarlegt og hreint með ólíkindum að Sjálf- stæðisflokkurinn skuli leyfa sér að sýna af sér það ábyrgðarleysi sem við blasir í efnahagsstjórn- inni. Fjárlög næsta árs fela í sér gríðarlega aukin ríkisútgjöld frá fjárlögum 2007, það felur í sér olíu á eld þenslunnar og er þvert á ákall greiningaraðila og Seðla- bankans. Seðlabankinn er skilinn eftir einn á báti með peningamála- stefnuna og vaxtaákvarðanirnar einar að vopni gegn verðbólgunni. Sjálfstæðisflokkurinn segir pass og ætlar greinilega að sjá til og vonast eftir því að veðrið lægi. Skipstjórinn virðist ekki ætla að taka mark á slæmri veðurspá. Lausatök í ríkisfjármálum Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur í umræðum um fjárlög næsta árs og um efna- hagsmálin talað fyrir aðhaldi í ríkisfjármálum. Það er mikið í húfi og hreint með ólíkindum að ríkis- stjórnin skuli skella skollaeyrum við öllum rökstuddum aðvörunum varðandi útlitið í efna- hagsmálum. Það er ekki nóg að guma af góðum afgangi fjárlaga, eins og Samfylkingin gerir, og halda að það sé hinn eini sanni mælikvarði. Það er út af fyrir sig gott að mikill tekjuafgangur sé í fjárlög- um, hins vegar er það þróun ríkis- útgjalda sem skiptir höfuðmáli. Það eru augljós lausatök í ríkis- fjármálunum um þessar mundir. Halda mætti að ríkisstjórnin hafi það markmið að þurfa að takast á við meiri vanda í efnahagsmálum síðar á kjörtímabilinu í stað þess að sýna fyrirhyggju og ábyrgð við núverandi aðstæður. Eitt í dag, annað á morgun? Mætur maður sagði oft að það sé ekki hægt að gera allt fyrir alla, alls staðar og alltaf með auknum ríkisútgjöldum. Því fylgir mikil ábyrgð að fara með ríkisfjármálin og það er að mörgu leyti ekki auð- veldara að halda þétt um ríkissjóð á tímum aukinna ríkistekna en á samdráttartímum. Ríkisstjórnin verður að taka mark á aðvörunum við núverandi aðstæður. Í þeim efnum eru kröfurnar gerðar á Sjálfstæðisflokkinn, það er ekki raunhæft að gera slíkar kröfur á Samfylkinguna vegna þess að síðan hún komst í ríkisstjórn hefur hún ekki sýnt nokkra tilburði til efna- hagslegrar ábyrgðar. Á síðasta kjörtímabili hvatti Samfylkingin í stjórnarandstöðu til aðhalds og gagnrýndi þáverandi ríkisstjórn ítrekað fyrir lausatök og krafðist aukins aðhalds í ríkisfjármálum. Samfylkingin starfar ekki í þeim anda nú þegar flokkurinn er kom- inn til valda í ríkisstjórn. Það er nefnilega rétt sem einn þingmanna flokksins sagði á sumarþingi eftir kosningar að það sem Samfylking- in sagði fyrir kosningar ætti ekki lengur við vegna þess að nú er flokkurinn kominn í ríkisstjórn. Það hefur að sönnu verið leiðarljós þess flokks síðustu mánuði. Höfundur er alþingismaður. Þjóðarskúta í ólgusjó efnahagsmála MAGNÚS STEFÁNSSON Fjárlög næsta árs fela í sér gríðarlega aukin ríkisútgjöld frá fjárlögum 2007, það felur í sér olíu á eld þenslunnar og er þvert á ákall greiningaraðila og Seðlabankans. Oprah hefur talað Walter Cronkite sjónvarpsþulur sagði Bandaríkjunum 1968, að stríðið gegn Víetnam væri hrunið. Skömmu síðar gafst Lyndon B. John- son forseti upp á pólitík. Nú hefur sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey sagt Bandaríkjunum, að stríðið gegn Írak sé hrunið. Gerði það á frægum stuðningsfundi með Barack Obama forsetaframbjóðanda. Miðjufólkið trúði í gamla daga á Cronkite og nú á Oprah. Það hefur fattað, að stríðs- andstaða jafngildi ekki landráðum. Það hefur fattað, að ríkisstjórnin er að kollvarpa bandarísku þjóðfé- lagi. Fyrir tilstilli Oprah Winfrey eru repúblikanar á leið í langa útlegð frá völdum. Jónas Kristjánsson jonas.is Alvarlegt mál Það var alveg agalega skemmtilegt að ungur maður á Akranesi blekkti starfsmenn Hvíta hússins í nafni forseta Íslands og væri því sem næst búinn að fá forseta Bandaríkjanna í símann á fölskum forsendum. Gaman að fá hann í viðtal. Skemmti- legur strákur. Það var stóralvarlegt mál þegar ungur maður á Akranesi tók upp á því að blekkja fréttamenn til að taka viðtal við rangan mann. Þar var hann að draga FRÉTTAMENN á asnaeyr- unum, upptekna menn, fulltrúa almennings. Vefþjóðviljinn andriki.is AF NETINU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.