Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 34

Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 34
34 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Trúmál Að undanförnu hafa þjónar kirkjunnar, með biskup Íslands í fararbroddi, beint harðri gagnrýni að trúleysingjum og öðrum þeim sem telja tímabært að draga úr kristnu trúboði í grunnskólum landsins og samhliða því auka veg hlutlausrar lífsskoðanafræðslu. Svo langt hefur biskupinn gengið að kalla þennan mál- flutning hatramman. Í stað þess að gjalda líku líkt þá langar mig nota þetta tækifæri til þess að þakka biskupi fyrir nýtt svar á tru.is þar sem hann sýnir í hnotskurn af hverju ég vil halda kristnu trúboði utan grunnskólanna. Nýlega sendu nemendur í 4. og 5. bekk grunn- skólans á Drangsnesi eftirfarandi spurningu inn á tru.is: „Eru til englar og getur Guð sent þá til hjálpar mönnunum?“. Biskupinn tók að sér að svara spurningunni og eftir nokkrar málalengingar kemst hann að kjarna svarsins: „Já, Guð getur sent engla sína til hjálpar mönnunum. Hann lætur verndarengla sína vaka yfir okkur á nótt sem degi. Það er mikilvægt að hryggja þá ekki né styggja. Englar Guðs eru yfirleitt ósýnilegir.“ Á yfirborðinu hljómar þetta svar mjög fallega en undir þessu meinleysislega yfirborði kraumar eitt erfiðasta vandamál þeirra sem trúa á persónuleg- an, almáttugan og algóðan guð: Illskuvandamálið, sem hinn kunni bandaríski trúvarnarmaður William Lane Craig kallaði í nýlegri bók „rothöggs- röksemd“ trúleysingja gegn guðshugmynd kristinna manna. Lítum nánar á málið. Ung og saklaus börn deyja á hverjum degi út um allan heim. Hér á landi er þetta sem betur fer ekki daglegur viðburður en í ljósi svars biskups þá hljóta eftirfarandi spurningar að vakna: Hvað hafa ung börn, sem á hverju ári deyja úr hörmulegum sjúkdómum eða farast í slysum, gert á hlut hins persónulega, almáttuga og algóða guðs, sem réttlættir að enginn „verndar- engill“ bjargi lífi þeirra? Hvað gerðu þau til þess að „hryggja þá“ og „styggja“? Hvernig getur guð kristninnar, sem skv. biskupi ræður yfir her „verndarengla“, leyft aðra eins illsku og þjáningar? Með þessar spurningar í huga er ekki að undra að einn helsti Biblíusérfræð- ingur heimsins, Bart D. Ehrman, mun í upphafi næsta árs senda frá sér bókina God’s Problem: How the Bible Fails to Answer Our Most Important Question – Why We Suffer. Hefðbundna skýringin á illskuvandamálinu er að vegir guðs séu órannsakanlegir eða að ákveðinn hörmulegur atburður sé hluti af einhverri áætlun guðs sem sé hulin okkur mönnunum. Hvað sem þessum sýndarskýringum líður þá hefur biskupinn með svari sínu opinberað illskuna sem er innifalin í hinum kristna hugmyndaheimi, sem sumir telja svo fullkominn að ekki megi fjarlægja vísanir í hann úr landslögum. Öll siðferðisleg kerfi sem maðurinn hefur búið sér til glíma við miserfið vandamál og er illskuvandamál kristninnar eitt þeirra. Þetta tel ég vera ærna ástæðu til þess að dregið verði úr vægi kristinna „fræða“ í grunnskólum landsins á kostnað hlutlausrar lífsskoðanafræðslu þar sem fjallað er jafnt um kosti og galla þeirra siðferðis-, trúar- og lífsskoðanakerfa sem maðurinn hefur í gegnum aldirnar búið til. Höfundur er vísindasagnfræðingur. Illskuvandamál kristinnar trúar Hvað sem þessum sýndarskýringum líður þá hefur biskupinn með svari sínu opinberað illskuna sem er innifalin í hinum kristna hug- myndaheimi... STEINDÓR J. ERLINGSSON LÁRA HANNA EINARSDÓTTIR Siðlaust og jafnvel kolólöglegt líka UMRÆÐAN Orkumál Orkuveita Reykjavíkur (OR) og Sveitarfélagið Ölfus (SÖ) gerðu sam- komulag í apríl 2006 þar sem OR kaupir blygðunarlaust loforð um, að framkvæmda- leyfi verði veitt fyrir virkjunum og greitt fyrir flýtimeðferð gegn því að OR kosti ýmsar fram- kvæmdir í Ölfusi. Samkomulag- ið er gert löngu áður en lögbund- ið ferli hófst við umhverfismat og breytingu aðalskipulags. Samkomulagið er metið á 500 milljónir sem greiðast úr vasa Reykvíkinga, eigenda OR. Matsupphæðin er úr fundargerð Ölfuss dags. 28. apríl 2006. Í kvöldfréttum Sjónvarps nýverið gagnrýndi umhverfis- ráðherra sveitarstjórnir fyrir að taka ekki nægt tillit til nátt- úruverndar við skipulags- ákvarðanir. Hún sagði náttúr- unni of oft fórnað fyrir atvinnusjónarmið. Ráðherra sagði einnig: „Ég fæ ekki séð hvernig fyrirtæki, hvort sem það er ríkisfyrirtæki eða annað, geti lofað þjónustubótum sem eru í raun á hendi ríkisins.“ Hér lofar opinbert fyrirtæki í eigu Reykvíkinga sveitarfélagi ljós- leiðara, hesthúsum, raflýsingu og fleiru til að horft verði fram- hjá skaðsemi framkvæmda og ferlinu flýtt. Þegar er vitað um gríðarlega lyktarmengun sem hlýst af virkjanaæðinu. Ólíft getur orðið í Hveragerði 70 daga á ári. Reykvíkingar finna þegar tölu- verða lyktarmengun og magn brennisteinsvetnis hefur farið yfir hættumörk þótt aðeins sé búið að reisa tvær virkjanir af fimm eða sex. Virkjanirnar endast aðeins í 40 ár, nýting er einungis 12-15% og eingöngu á að framleiða rafmagn, ekki heitt vatn. Þetta er fullkomin rán- yrkja. Hér er stuttur útdráttur úr nokkrum greinum samkomu- lagsins. Dæmi hver fyrir sig hvort þetta sé bara siðlaust eða hvort þetta sé ólöglegt í þokka- bót. En varla getur þetta talist eðlileg meðferð á fjármunum Reykvíkinga: 2. grein Bæjarstjórn Ölfuss veitir fram- kvæmdaleyfi og greiðir fyrir skipulagsmálum eins hratt og unnt er vegna umræddra fram- kvæmda enda byggi þær á lögum um mat á umhverfis- áhrifum fyrir hvern áfanga og viðkomandi verkþætti. OR greiðir SÖ skv. 11. grein fyrir aukið álag og vinnu sem fram- kvæmdirnar kalla á hjá sveitar- félaginu. Þetta gerir sveitar- félaginu kleift að hraða öllum umsögnum og leyfisveitingum sem þörf er á. 3. grein OR sér um og ber allan kostnað af hugsanlegum málaferlum og skaðabótakröfum sem rekstur og framkvæmdir tengdar OR leiða til, sama hvaða nafni þær nefnast. Þetta á einnig við um hugsanleg skaðabótamál á hendur SÖ sem rekja má til virkjunarframkvæmda og orku- vera á Hellisheiði. 4. grein ...sérstök ráðgjafa- nefnd sem skipuð verði um uppgræðsluverk- efni skili tillögum til beggja aðila um upp- græðslu í SÖ... Miðað er við að OR verji til þessa verkefnis 12,5 milljónum á ári fram til 2012... Þá mun OR leggja að auki til starf unglinga til landbóta í sveitarfélaginu... 5. grein Vegna framkvæmda OR tekur hún að sér að byggja upp nýja fjárrétt og hesthús við Hús- múla sem notuð er til smölunar á afrétti Ölfusinga skv. fyrir- liggjandi teikningum. OR ann- ast viðhald þessara mann- virkja... 6. grein OR gerir SÖ tilboð í lýsingu vegarins um Þrengsli, frá Suð- urlandsvegi í Þorlákshöfn fyrir 14 milljónir á ári... Innifalin er lýsing á veginum... allur fjár- magnskostnaður, orka og við- hald er innifalið í tilboðinu... 9. grein Á árinu 2008 hafi OR lokið lagn- ingu ljósleiðara um þéttbýli í Þorlákshöfn og fyrir árið 2012 verði lagningu ljósleiðara lokið um aðgengilegan hluta dreif- býlis Ölfuss skv. nánara sam- komulagi er liggi fyrir áramót 2006/2007. 11. grein ...umsvif og álag á bæjarstjórn og bæjarstjóra Ölfuss mun fyrirsjáanlega aukast meðan framkvæmdir við virkjanir á Hengilssvæðinu standa yfir... Samkomulag er um að OR greiði SÖ fyrir þann kostnað sem af þessu hlýst með fastri heildargreiðslu, kr. 7,5 milljón- ir á ári árin 2006 til 2012... Þess- ar greiðslur verða notaðar til að kappkosta við að afgreiðsla umsagna og leyfa verði eins hröð og hægt er. Ég kref Orkuveitu Reykja- víkur svara við því, hvernig hún telur sig þess umkomna að gefa Sveitarfélaginu Ölfusi hálfan milljarð af fjármunum Reykvíkinga. OR er opinbert fyrirtæki í eigu skattgreiðenda og þeir eiga heimtingu á skýr- um svörum. Einnig vil ég vita nákvæm- lega í hvað gjafaféð sem þegar hefur verið reitt af hendi hefur farið. Sveitarstjóri Ölfuss á að gefa skýringar á hverri einustu krónu. Meirihluti sveitarstjórnar Ölfuss er skipaður 4 einstakl- ingum með 495 atkvæði á bak við sig. Athugasemdir við fyrirhugaða Bitruvirkjun voru um 700. Ákvörðun um virkjanir á Hellisheiði og Hengilssvæð- inu snertir um 200.000 manns í formi spilltrar náttúru, lyktar-, loft- og sjónmengunar og alla landsmenn í formi ofurþenslu, verðbólgu og vaxtahækkana. Ég lýsi eftir lýðræðinu í þessum gjörningi. Höfundur er þýðandi, leiðsögu- maður og einn eigenda Orku- veitu Reykjavíkur. Samkomulag- ið er birt í heild sinni á larahanna.blog.is. Stofnfjáraukning hjá Byr sparisjóði. Útboðinu lýkur föstudaginn 14. desember kl. 16.00 Nú stendur yfir aukning stofnfjár um kr. 23.726.114.700 með útboði þar sem stofnfjáreigendum er boðið að skrá sig fyrir nýju stofnfé. Nafnverð nýs stofnfjár í útboðinu er kr. 12.200.000.000 og er verð hvers stofnfjárhlutar kr. 1,94476350. Útboðslýsing er aðgengileg á vef sparisjóðsins, www.byr.is, og í útibúum sparisjóðsins. Áskriftartímabilinu lýkur föstudaginn 14. desember 2007 kl. 16.00. Stofnfjáreigendur eiga kost á að skrá sig rafrænt fyrir nýju stofnfé, á vef spari- sjóðsins undir slóðinni www.byr.is. Stofnfjáreigendum gefst einnig kostur á að skrá sig fyrir nýju stofnfé með því að fylla út áskriftarblað og skila því undirrituðu í útibú Byrs áður en áskriftartímabilinu lýkur, kl. 16.00 föstudaginn 14. desember 2007. Áskriftir sem sendar verða til Byrs í pósti verða ekki teknar gildar í útboðinu. Ef stofnfjáreigandi nýtir að engu leyti rétt sinn til kaupa á nýju stofnfé í útboðinu mun eignarhlutur hans í sparisjóðnum þynnast um 86,20% að því gefnu að allt stofnfé sem boðið er til sölu í útboðinu seljist. Eindagi áskrifta er 21. desember 2007.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.