Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 42

Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 42
 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR6 Þeim sem eru einmana í að- draganda jóla getur verið mikil sálubót í samtali við aðra manneskju þótt ókunnug sé. Hjálparsími Rauða krossins er opinn allt árið um kring. Hjálparsíminn með númerið 1717 er rekinn af Reykjavíkurdeild Rauða krossins með fulltingi Sím- ans. Þar svara sérþjálfaðir sjálf- boðaliðar. „Alltaf kemur mér á óvart hversu vel gengur að fá sjálfboðaliða á símavaktirnar á aðventunni og hátíðum. Það bara veitir mér trú á mannkynið,“ segir Elva Dögg S. Leifsdóttir, verkefnastjóri Hjálparsímans. Hún segir símtölum ekki fjölga á aðventunni en umræðuefnin breytast. Kvíði, þunglyndi og streita séu meira áberandi á þessum árstíma en öðrum, sem og fjárhagsáhyggjur. En hvað getur starfsfólk Rauða krossins gert gegnum símann? „Einkenni Hjálparsímans er sálrænn stuðningur sem við reyn- um að veita eins og hægt er. Við fáum töluvert af hringingum vegna samskiptamála og sorgar. Ef fólk hefur upplifað skilnað eða ástvinamissi á árinu eru jólin erf- iður tími. Þá er það okkar að hlusta og sýna skilning og benda á hvar hægt er að leita sér aðstoð- ar. Okkar sími er oft fyrsta leið til að opna á erfið mál. Við bendum til dæmis á sálfræðinga, fjöl- skylduráðgjöf og presta. Eigin skyldfólki má líkja við félagslegt net ef erfiðleikar steðja að. Oft lítur fólk fram hjá því, telur sig vera að íþyngja því og er hrætt við að trufla. En þar getur verið góðan stuðning að fá. Einnig höfum við tekið saman lista yfir þá sem veita þjónustu sérstaklega fyrir jólin og gefum upplýsingar um hvar einstæðing- ar geta sótt jólamat og hvar er hægt að sækja um styrki og þess háttar. Það er fólki til hjálpar sem er í mikilli fátækt og einsemd.“ Elva Dögg segir fólk á öllum aldri hringja í hjálparsímann, allt frá tíu ára til einmana eldra fólks. „Það er sérstaða okkar Íslendinga að hafa sameiginlega línu fyrir alla aldurshópa sem er opin allan sólar- hringinn.“ Aðspurð segir hún mest hringt á kvöldin frá átta til ellefu. „Eftir lokun hefðbundinnar þjónustu á heilsugæslunni og víðar aukast hringingar hjá okkur. Svo fækkar þeim á nóttunni en þá eru samtölin oft alvarlegri,“ lýsir hún. Sjálfboðaliðarnir koma úr ýmsum áttum að sögn Elvu Daggar. Margir þeirra eru sér- fræðingar á sínu sviði og allir fara í gegnum nokkur námskeið hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins áður en þeir geta hafið störf. „Það eru námskeið í viðtals- tækni og sálrænum stuðningi og fræðsla um geðraskanir, þung- lyndi og kvíða,“ segir hún og bætir við að fljótlega eftir áramót verði boðið upp á slík námskeið. „Ef áramótaheitið verður sjálf- boðavinna þá verður tekið hér vel á móti fólki,“ segir hún glaðlega. gun@frettabladid.is Veitir mér trú á mannkynið Elva Dögg er verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tilvalið í Jólakökubaukana HÁLFMÁNAR. 340 g kartöflumjöl 200 g hveiti 200 g sykur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartarsalt 200 g smjörlíki 6 msk. mjólk 2 tsk. vanilla 2 egg þykk sulta Deigið hnoðað, látið standa í um 15 mínútur á borði. Flatt út og skorið undan glasi. Sléttfull teskeið af sultu er sett á hverja köku. Kakan brotin saman og börmun- um þrýst saman með fingurgómunum eða gaffli. Hálf- mánarnir bakaðir mjög ljósir við 200 gráðu hita. A WATCH YOU CAN COUNT ON. UP TO 1/1000 OF A SECOND. . . THE NEW G-7700 WITH 1/1000- STOP WATCH AND DUAL DISPLAY TOUGH TESTED BY EXPERTS: THE G-SHOCK TOUGH TEST TEAM. TICKS JUST LIKE YOU. autumnw i n t e r ’07 g-shock.eu Ensk ávaxtakaka Holtagarðar & Smáralind & Kringlunni Nú er Jói Fel byrjaður að undirbúa jólin. Leggjum mikinn metnað í að vera með ferskt og gómsætt bakkelsi á boðstólnum fyrir viðskiptavini okkar. NÆTURVAKTIN Á DVD NÆTUR- VAKTIN allir 12 þættirnir á 2 diskum troðfullir af aukaefni; tilurð þáttanna / upptökur frá spunum, gerð næturvaktarinnar og yfirlestur (commentary) frá höfundum og aðalleikurum. Eigum við að ræða það eitthvað? 2 DVD Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins Auglýsingasími – Mest lesið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.