Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 46
13. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● norðurland
Gallerí Ráðhús á Akureyri hóf
nýlega göngu sína þar sem
akureysk list fær að njóta sín
í beinni útsendingu á bæjar-
stjórnarfundum.
„Hugmyndin að Gallerí Ráðhús er
upphaflega frá Þórgný Dýrfjörð
hjá Akureyrarstofu og er fram-
tak bæjaryfirvalda til samstarfs
við myndlistamenn bæjarins. Við
verðum með tvær sýningar ár-
lega og annars vegar verk eftir
unga akureyska myndlistarmenn
og hinsvegar verk eftir bæj-
arlistamann ef sá sem verður
fyrir valinu er myndlistarmaður.
Annars vel ég myndlistarmann
úr röðum fyrri bæjarlistamanna
svo þetta er svolítill leyndardóm-
ur í kringum næstu sýningu,“
segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir,
myndlistarkona og sýningastjóri
Gallerí ráðhúss sem er staðsett
í fundarherbergi bæjarstjórnar
Akureyrar á fjórðu hæð í ráðhúsi
Akureyrar.
„Þetta er örlítið óhefðbundið
gallerí því það er ekki hægt að
hengja hvað sem er á veggina.
Verkin verða að vera mynd-
ræn og falleg og geta ekki verið
mjög ofbeldishneigð eða pólit-
ísk. Annars er aldrei að vita nema
Hlynur Hallsson fái að koma með
einhver hápólitísk spreyverk eftir
nokkur ár þegar allir hafa vanist
þessu,“ segir Jóna Hlíf hlæjandi.
Gestir geta komið á opnanir hjá
galleríinu en geta einnig komið
við í ráðhúsinu til að skoða verk-
in þegar fundarherbergið er ekki
í notkun. „Allar helstu ákvarð-
anir bæjarins eru teknar í þessu
herbergi og svo sjónvarpar norð-
lenska stöðin N$ einnig mikil-
vægum fundum í beinni og þar er
líka hægt að sjá listina,“ útskýrir
Jóna Hlíf.
Myndlistarmaðurinn Baldvin
Ringsted var fyrstur til að sýna
í galleríinu en hann útskrifaðist
nýlega úr myndlistarnámi í Skot-
landi þar sem hann er búsettur.
Baldvin er upprunalega frá Ak-
ureyri og er nú gestakennari við
Myndlistarskólann á Akureyri.
Jóna Hlíf lauk einnig nýlega mast-
ersgráðu í myndlist frá Skotlandi
og er einnig sýningarstjóri í gall-
erí Veggverk og ein af stofnend-
um gallerí Box bæði á Akureyri.
Að sögn Jónu Hlífar er menning-
arlífið á Akureyri í miklum blóma
og gallerí Ráðhús bara eitt fram-
tak bæjaryfirvald í viðleitni sinni
til samstarfs við listamenn bæjar-
ins. „Við erum með fjöldann allan
af galleríum, Listasafnið á Akur-
eyri sem er að gera stórgóða hluti
auk þess sem er verið að byggja
stærðarinnar Menningarhús,“
segir Jóna Hlíf og nefnir einnig
nýlegan styrktarsamning sem
Saga Capital fjárfestingabanki
gerði á dögunum við menninga-
smiðjuna Populus Tremula í lista-
gilinu á Akureyri.
„Framtak Saga Capital er virki-
lega aðdáunarvert og ég vona bar
að fleiri fjármálastofnanir og
auðjöfrar verði duglegir við að
styðja menningargrasrótina til
að halda uppi skemmtilegu menn-
ingarlífi hérna á Akureyri,“ segir
Jóna Hlíf. Nánari upplýsingar er
að finna á: www.jonahlif.com og
www.akureyri.is
rh@frettabladid.is
Bæjarlist í beinni útsendingu
Leyndarmál ríkir enn um næsta myndlistarmann sem fær að sýna í Gallerí Ráðhúsi að sögn Jónu Hlífar Halldórsdóttur.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá í
Mývatnssveit fyrir jólin. Jólasveinarnir
verða alla daga í Dimmuborgum milli
klukkan 13 og 15 og um helgar
heimsækja þeir þjónustuaðila í
sveitinni. Boðið er upp á jólahlaðborð
í Sel Hóteli um helgar og á sunnu-
dögum eru sérstök fjölskyldujóla-
hlaðborð. Skíðasvæðið í Kröflu er
opið laugardaga og sunnudaga milli
klukkan 12 og 16 ef veður og
aðstæður leyfa. Auk þess eru
jarðböðin opin daglega, Vogafjós fær
jólasveina í heimsókn á mjaltatíma,
Dyngjan handverkshús býður upp á
úrval af fallegu handverki og í
upplýsingamiðstöðinni Mývatnsstofu
er boðið upp á ljósmyndasýningu frá
aðilum í samtökunum „Christmas
Cities Network“, en Mývatnssveit er
ein af jólaborgunum.
Á laugardaginn verða tónleikar
með Túpilökunum í Skjólbrekku
klukkan tíu að kveldi og á Þorláks-
messu verður skötuveisla í Hótel
Reynihlíð. Þann 28. desember verður
síðan spilakvöld í Hótel Reynihlíð.
Aðventutilboð er á gistingu í
sveitinni og má þar nefna Hótel
Reykjahlíð, Sel Hótel, Gistiheimilið
Vogum og Gistiheimilið Eldá. Það er
því af nógu að taka. - hs
Mývatn sveipað jólaljóma
Sérkennilegt landslag og vetrarbirta í Mývatnssveit eru eins og úr öðrum heimi og er
því kjörið að eiga þar lítið jólaævintýri. Boðið er upp á aðventutilboð á gistingu.