Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 50
13. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● norðurland
TF-ZZZ er glæsileg vél og gefst Akureyringum og gestum bæjarins kostur á að skoða hana á Flugsafni Íslands.
Á Flugsafni Íslands á Akureyri
er að finna Erco Ercoupe frá
árinu 1941. Félagarnir Sverrir
Gunnarsson og Þrándur
Kristjánsson hafa gert vélina
upp og gefst gestum safnsins
kostur á að skoða hana.
„Ég og Þrándur félagi minn sáum
þessa vél auglýsta fyrir bráð-
um fimm árum. Við ákváðum að
kaupa hana, en henni hafði ekki
verið flogið um nokkurt skeið.
Við drógum vélina inn í bílskúr og
dunduðum okkur við að gera hana
upp í einn vetur en fengum síðan
flugvirkja með okkur í að setja
hana saman,“ segir Sverrir Gunn-
arsson, annar eigandi TF-ZZZ.
Vélin er af gerðinni Erco Ercoupe
og er að verða 70 ára gömul.
„Ég er búinn að vera að fljúga í
fimm ár. Ég er lærður flugmaður
og hef verið að kenna flug. Það var
þessi flugáhugi sem olli því að ég
fór út í þetta verkefni.“
Ástand vélarinnar var slakt
þegar þeir félagar eignuðust
hana og því var mikil vinna fyrir
höndum við að koma henni í flug-
hæft ástand.
„Það var sums staðar komin
tæring í málminn og málningin
var illa farin. Þá þurftum við einn-
ig að bæta hana með varahlut-
um. Það vill svo vel til að það er
fyrirtæki sem framleiðir vara-
hluti í svona vélar og það sparaði
okkur mikla vinnu að geta keypt
þá með svo auðveldum hætti. Svo
fór flugvirki yfir mótorinn og kom
honum í gott stand.“
Vélin er nú komin til Akureyr-
ar en eigendur hennar eru báðir
búsettir í Reykjavík. Vélin er þar
til sýnis fyrir gesti Flugsafns Ís-
lands, sunnan við Akureyrarflug-
völl.
„Við ákváðum að hafa vélina
til sýnis á Flugsafninu. Hún á vel
heima þar og gaman að fólk geti
skoðað hana.“
hnefill@frettabladid.is
Gefa Akureyringum og gestum
bæjarins kost á að skoða vélina
Um það bil að leggja í hann. Eigendurnir stoltir af vél sinni, fyrsta sumarið.
Þrándur og Sverrir, eigendur vélarinnar sem sést í bakgrunninum ásamt Willys-árgerð 46.
Sverrir nýlentur eftir flug.
TF-ZZZ kemur inn til lágflugs.