Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 50

Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 50
 13. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● norðurland TF-ZZZ er glæsileg vél og gefst Akureyringum og gestum bæjarins kostur á að skoða hana á Flugsafni Íslands. Á Flugsafni Íslands á Akureyri er að finna Erco Ercoupe frá árinu 1941. Félagarnir Sverrir Gunnarsson og Þrándur Kristjánsson hafa gert vélina upp og gefst gestum safnsins kostur á að skoða hana. „Ég og Þrándur félagi minn sáum þessa vél auglýsta fyrir bráð- um fimm árum. Við ákváðum að kaupa hana, en henni hafði ekki verið flogið um nokkurt skeið. Við drógum vélina inn í bílskúr og dunduðum okkur við að gera hana upp í einn vetur en fengum síðan flugvirkja með okkur í að setja hana saman,“ segir Sverrir Gunn- arsson, annar eigandi TF-ZZZ. Vélin er af gerðinni Erco Ercoupe og er að verða 70 ára gömul. „Ég er búinn að vera að fljúga í fimm ár. Ég er lærður flugmaður og hef verið að kenna flug. Það var þessi flugáhugi sem olli því að ég fór út í þetta verkefni.“ Ástand vélarinnar var slakt þegar þeir félagar eignuðust hana og því var mikil vinna fyrir höndum við að koma henni í flug- hæft ástand. „Það var sums staðar komin tæring í málminn og málningin var illa farin. Þá þurftum við einn- ig að bæta hana með varahlut- um. Það vill svo vel til að það er fyrirtæki sem framleiðir vara- hluti í svona vélar og það sparaði okkur mikla vinnu að geta keypt þá með svo auðveldum hætti. Svo fór flugvirki yfir mótorinn og kom honum í gott stand.“ Vélin er nú komin til Akureyr- ar en eigendur hennar eru báðir búsettir í Reykjavík. Vélin er þar til sýnis fyrir gesti Flugsafns Ís- lands, sunnan við Akureyrarflug- völl. „Við ákváðum að hafa vélina til sýnis á Flugsafninu. Hún á vel heima þar og gaman að fólk geti skoðað hana.“ hnefill@frettabladid.is Gefa Akureyringum og gestum bæjarins kost á að skoða vélina Um það bil að leggja í hann. Eigendurnir stoltir af vél sinni, fyrsta sumarið. Þrándur og Sverrir, eigendur vélarinnar sem sést í bakgrunninum ásamt Willys-árgerð 46. Sverrir nýlentur eftir flug. TF-ZZZ kemur inn til lágflugs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.