Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 52

Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 52
 13. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● norðurland Listagyðjan hefur komið sér þægilega fyrir í Herhúsinu á Siglufirði þar sem hún veitir listamönnum frá öllum heims- ins hornum innblástur. „Gestavinnustofan í Herhúsinu tekur á móti listamönnum allan ársins hring. Hingað koma tón- listarmenn, myndlistarmenn, kvikmyndagerðarfólk og rithöf- undar frá öllum heimsins horn- um,“ segir Ásta Júlía Kristjáns- dóttir, einn af stofnendum Her- húsfélagsins á Siglufirði. Herhúsið var byggt árið 1914 af Hjálpræðishernum og þar voru um árabil haldnar samkomur fyrir sjómenn og heimafólk á Siglufirði. Saga hússins er ná- tengd sögu bæjarins og bernsku- minningum margra bæjarbúa. Árið 1980 dró mjög úr starfsemi Hjálpræðishersins og vorið 1999 gaf Hjálpræðisherinn nýstofnuðu Herhúsfélagi húsið. „Stofnendur Herhúsfélagsins höfðu sameiginlegan áhuga á list- um, sögu og menningu bæjarins og á gömlum húsum,“ segir Ásta Júlía en auk hennar voru stofn- félagar Hálfdán Sveinsson, Arn- þór Þórsson, Brynja Baldurs- dóttir, Guðný Róbertsdóttir og Örlygur Kristfinnsson. „Við höfðum horft upp á allt of mörg gömul hús hverfa og vildum sporna við þessari þróun. Örlygur og Guðný höfðu reynslu af því að gera upp Róaldsbrakka (Síldarminjasafnið) og Sæby- húsið. Ég og Hálfdán vorum ásamt öðrum að gera upp Græna húsið svonefnda á sama tíma. Þessi tvö síðastnefndu hús eru í sömu götu og Herhúsið. Við ræddum hvort ekki væri hægt að finna húsinu eitthvert hlutverk og fengum þá hugmynd að útbúa þar gestavinnustofu fyrir lista- menn,“ segir Ásta Júlía, en núna eru tæplega hundrað félagsmenn í Herhúsfélaginu. Síðan í mars á síðasta ári hafa tæplega þrjátíu listamenn dvalið í húsinu og Ásta segir félagið hafa fengið sterk viðbrögð frá dvalargestum. „Listamönnunum líður mjög vel hér og það er mikið tala um kyrrðina og frið- inn í bænum ásamt góðum anda í húsinu,“ útskýrir Ásta Júlía sem segir íslenska listamenn sækja árið um kring í húsið en þó mest á sumrin. „Þegar við kynntum húsið fyrir erlendum listamönnum fundum við mikinn áhuga þar og núna er húsið bókað fram á sumar, fyrir utan desember og apríl mánuð segir Ásta Júlía sem úthlutar sumarmánuðunum í febrúar ásamt stjórn félagsins. Eftir dvölina fer félagið fram á að listamennirnir kynni sig og verk sín en Ásta Júlía segir það þó ekki skilyrði. „Sumir eru hér í hugmyndavinnu, við ritstörf eða að taka myndir og fullvinna ekki verkin sín á dvalartímanum. Hins vegar finnst okkur það kostur, ef listamaðurinn er tilbúinn til að kynna verk sín þegar við fáum marga umsækjendur,“ segir Ásta Júlía, sem er sjálf aðflutt í bæinn og starfar sem lyfjafræðingur. „Þegar ég flutti til Siglufjarð- ar fyrir fjórtán árum kom mér á óvart hversu sterk hefð er fyrir skapandi starfi og menningu í bænum. Hér eru flutt frumsam- in skemmtiatriði við ýmis tæki- færi og tónlistin skipar stóran sess. Hér eru fimm kórar og um tíu prósent af rúmlega þrettán- hundruð íbúum bæjarins stunda nám við tónlistarskólann,“ segir Ásta Júlía og nefnir auk þess við- burði á vegum Þjóðlagaseturs og Ljóðahátíðar auk árlegrar mynd- listarsýningar í Síldarminjasafn- inu. „Hér er ekkert spáð í hvort það sé „markaður“ fyrir eitthvað. Menn framkvæma bara hlut- ina ánægjunnar vegna og af ein- skærri ástríðu og það er gaman að taka þátt í því,“ segir Ásta Júlía. Sjá nánar: www. herhusid. com rh@frettabladid.is Hernaðarlistir í hjarta Siglufjarðar Einskær ástríða bæjarbúa einkennir menningarstarfið á Siglufirði að sögn þeirra Guðnýjar Róbertsdóttur og Ástu Júlíu Kristjánsdóttur sem reka gestavinnustofu fyrir lista- fólk í Herhúsinu á Siglufirði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.