Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 52
13. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● norðurland
Listagyðjan hefur komið sér
þægilega fyrir í Herhúsinu á
Siglufirði þar sem hún veitir
listamönnum frá öllum heims-
ins hornum innblástur.
„Gestavinnustofan í Herhúsinu
tekur á móti listamönnum allan
ársins hring. Hingað koma tón-
listarmenn, myndlistarmenn,
kvikmyndagerðarfólk og rithöf-
undar frá öllum heimsins horn-
um,“ segir Ásta Júlía Kristjáns-
dóttir, einn af stofnendum Her-
húsfélagsins á Siglufirði.
Herhúsið var byggt árið 1914
af Hjálpræðishernum og þar voru
um árabil haldnar samkomur
fyrir sjómenn og heimafólk á
Siglufirði. Saga hússins er ná-
tengd sögu bæjarins og bernsku-
minningum margra bæjarbúa.
Árið 1980 dró mjög úr starfsemi
Hjálpræðishersins og vorið 1999
gaf Hjálpræðisherinn nýstofnuðu
Herhúsfélagi húsið.
„Stofnendur Herhúsfélagsins
höfðu sameiginlegan áhuga á list-
um, sögu og menningu bæjarins
og á gömlum húsum,“ segir Ásta
Júlía en auk hennar voru stofn-
félagar Hálfdán Sveinsson, Arn-
þór Þórsson, Brynja Baldurs-
dóttir, Guðný Róbertsdóttir og
Örlygur Kristfinnsson.
„Við höfðum horft upp á allt
of mörg gömul hús hverfa og
vildum sporna við þessari þróun.
Örlygur og Guðný höfðu reynslu
af því að gera upp Róaldsbrakka
(Síldarminjasafnið) og Sæby-
húsið. Ég og Hálfdán vorum
ásamt öðrum að gera upp Græna
húsið svonefnda á sama tíma.
Þessi tvö síðastnefndu hús eru
í sömu götu og Herhúsið. Við
ræddum hvort ekki væri hægt að
finna húsinu eitthvert hlutverk
og fengum þá hugmynd að útbúa
þar gestavinnustofu fyrir lista-
menn,“ segir Ásta Júlía, en núna
eru tæplega hundrað félagsmenn
í Herhúsfélaginu.
Síðan í mars á síðasta ári hafa
tæplega þrjátíu listamenn dvalið
í húsinu og Ásta segir félagið
hafa fengið sterk viðbrögð frá
dvalargestum. „Listamönnunum
líður mjög vel hér og það er
mikið tala um kyrrðina og frið-
inn í bænum ásamt góðum anda í
húsinu,“ útskýrir Ásta Júlía sem
segir íslenska listamenn sækja
árið um kring í húsið en þó mest
á sumrin.
„Þegar við kynntum húsið fyrir
erlendum listamönnum fundum
við mikinn áhuga þar og núna er
húsið bókað fram á sumar, fyrir
utan desember og apríl mánuð
segir Ásta Júlía sem úthlutar
sumarmánuðunum í febrúar
ásamt stjórn félagsins.
Eftir dvölina fer félagið fram
á að listamennirnir kynni sig og
verk sín en Ásta Júlía segir það
þó ekki skilyrði. „Sumir eru hér í
hugmyndavinnu, við ritstörf eða
að taka myndir og fullvinna ekki
verkin sín á dvalartímanum. Hins
vegar finnst okkur það kostur, ef
listamaðurinn er tilbúinn til að
kynna verk sín þegar við fáum
marga umsækjendur,“ segir Ásta
Júlía, sem er sjálf aðflutt í bæinn
og starfar sem lyfjafræðingur.
„Þegar ég flutti til Siglufjarð-
ar fyrir fjórtán árum kom mér á
óvart hversu sterk hefð er fyrir
skapandi starfi og menningu í
bænum. Hér eru flutt frumsam-
in skemmtiatriði við ýmis tæki-
færi og tónlistin skipar stóran
sess. Hér eru fimm kórar og um
tíu prósent af rúmlega þrettán-
hundruð íbúum bæjarins stunda
nám við tónlistarskólann,“ segir
Ásta Júlía og nefnir auk þess við-
burði á vegum Þjóðlagaseturs og
Ljóðahátíðar auk árlegrar mynd-
listarsýningar í Síldarminjasafn-
inu. „Hér er ekkert spáð í hvort
það sé „markaður“ fyrir eitthvað.
Menn framkvæma bara hlut-
ina ánægjunnar vegna og af ein-
skærri ástríðu og það er gaman
að taka þátt í því,“ segir Ásta
Júlía. Sjá nánar: www. herhusid.
com
rh@frettabladid.is
Hernaðarlistir í hjarta Siglufjarðar
Einskær ástríða bæjarbúa einkennir menningarstarfið á Siglufirði að sögn þeirra Guðnýjar Róbertsdóttur og Ástu Júlíu Kristjánsdóttur sem reka gestavinnustofu fyrir lista-
fólk í Herhúsinu á Siglufirði.