Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 56
13. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● norðurland
Jafnréttisstofa á Akureyri
vinnur nú að tilraunaverkefni
um jafnréttisfræðslu í leik- og
grunnskólum. Markmiðið er að
gera bæði fullorðna og börn
meðvituð um jafnrétti kynj-
anna á hinum ýmsum sviðum
lífsins.
„Verkefnið er tvíþætt, og felst
í heimasíðu sem er hugsuð sem
gagnagrunnur og vettvangur fyrir
þá sem starfa við jafnréttismál
og fræðslu og þá sem eru að leita
upplýsinga almennt og svo er það
tilraunaverkefni í leik- og grunn-
skólum á Akureyri, í Reykja-
vík, Kópavogi, Hafnarfjarðarbæ,
Mosfellsbæ og á Álftanesi,“ segir
Hjálmar Sigmarsson, sérfræðing-
ur Jafnréttisstofu, en hann er full-
trúi stofunnar í stýrihóp verkefn-
isins ásamt fulltrúum frá Félags-
málaráðuneyti, Reykjavíkurborg,
Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ
og Akureyrarbæ.
Í fyrstu verður verkefnið reynt
í ár og að sögn Hjálmars er ráðn-
ing verkefnastjóra næst á dag-
skrá. Að árinu loknu verður síðan
framhaldið skoðað.
„Hugmyndin kom upprunalega
frá jafnréttisfulltrúum Hafn-
arfjarðabæjar og Reykjavíkur-
borgar sem voru meðal þeirra sem
stóðu fyrir ráðstefnu um kynlega
skóla fyrr á þessu ári. Félagsmála-
ráðuneytið kom inn í verkefnið og
lét meðal annars þýða danska síðu
um jafna framtíð stelpna og stráka
í fyrra,“ segir Hjálmar og bendir
á vefsíðuna: http://jafnretti.felags-
malaraduneyti.is
„Í kjölfarið var ákveðið að þróa
þetta verkefni og bjóða fleirum til
samstarfs. Aðalmarkmið fræðsl-
unnar er að ungt fólk taki eigin
ákvarðanir um eigin framtíð á
sínum forsendum. Til að mynda
varðandi menntun, atvinnu, áhuga-
mál og annað. Einnig að unga fólkið
sé meðvitað um staðalímyndir,
ásamt foreldrum og kennurum, og
hvernig kynbundið starfsval hefur
áhrif á atvinnulífið í heild,“ segir
Hjálmar sem vonast einnig eftir
aukinni umræðu um mikilvægi
jafnréttisfræðslu á öllum skóla-
stigum í kjölfarið.
Mörg sveitarfélög hafi sýnt
verkefninu áhuga að sögn Hjálmars
og með tímanum er stefnt á fjöl-
breytta þátttöku frá ólíkum lands-
hlutum. Þó munu áherslur vera
ólíkar milli skólanna og fyrst um
sinn verður verkefnið reynt í
einum leik- og grunnskóla í hverju
sveitarfélaganna sem taka þátt.
Einnig verður aðgengi og efnis-
tök vefsíðunnar hannað með tilliti
til þarfa ólíkra notenda, bæði fyrir
nemendur, foreldra og kennara.
„Á heimasíðunni verður ýmis-
legt fræðsluefni, greinar og
vef tenglar. Einnig verður hún notuð
til að safna upplýsingum og reynslu-
sögum, enda er eitt af markmiðum
verkefnisins að þróa aðferðir og
safna frekari reynslu. Einnig er
það markmið verkefnisins að skapa
vettvang fyrir þá sem hafa áhuga á
jafnréttisfræðslu og vilja tryggja
stoðir jafnréttisumræðunnar í
menntakerfinu. Enda sýna rann-
sóknir að starfsval unglinga er oft á
tíðum mjög kynbundið og hefur það
áhrif á atvinnulífið. Þess vegna er
mikilvægt að brjóta upp kynjaðar
staðalímyndir um störf og mennt-
un því samfélag og atvinnulíf sem
einkennist af jafnrétti er betra í alla
staði,“ segir Hjálmar.
Sjá nánari upplýsingar hjá Jafn-
réttisstofu: www.jafnretti.is
rh@frettabladid.is
Jafnréttisfræðsla á leið í skólann
Staðalímyndir og áhrif kynbundis starfsvals á atvinnulífið er meðal þess sem krakkar fá að kynnast í nýju verkefni Jafnréttisstofu,
að sögn Hjálmars Sigmarssonar sérfræðings. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS