Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2007, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 13.12.2007, Qupperneq 56
 13. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● norðurland Jafnréttisstofa á Akureyri vinnur nú að tilraunaverkefni um jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum. Markmiðið er að gera bæði fullorðna og börn meðvituð um jafnrétti kynj- anna á hinum ýmsum sviðum lífsins. „Verkefnið er tvíþætt, og felst í heimasíðu sem er hugsuð sem gagnagrunnur og vettvangur fyrir þá sem starfa við jafnréttismál og fræðslu og þá sem eru að leita upplýsinga almennt og svo er það tilraunaverkefni í leik- og grunn- skólum á Akureyri, í Reykja- vík, Kópavogi, Hafnarfjarðarbæ, Mosfellsbæ og á Álftanesi,“ segir Hjálmar Sigmarsson, sérfræðing- ur Jafnréttisstofu, en hann er full- trúi stofunnar í stýrihóp verkefn- isins ásamt fulltrúum frá Félags- málaráðuneyti, Reykjavíkurborg, Kópavogsbæ, Hafnarfjarðarbæ og Akureyrarbæ. Í fyrstu verður verkefnið reynt í ár og að sögn Hjálmars er ráðn- ing verkefnastjóra næst á dag- skrá. Að árinu loknu verður síðan framhaldið skoðað. „Hugmyndin kom upprunalega frá jafnréttisfulltrúum Hafn- arfjarðabæjar og Reykjavíkur- borgar sem voru meðal þeirra sem stóðu fyrir ráðstefnu um kynlega skóla fyrr á þessu ári. Félagsmála- ráðuneytið kom inn í verkefnið og lét meðal annars þýða danska síðu um jafna framtíð stelpna og stráka í fyrra,“ segir Hjálmar og bendir á vefsíðuna: http://jafnretti.felags- malaraduneyti.is „Í kjölfarið var ákveðið að þróa þetta verkefni og bjóða fleirum til samstarfs. Aðalmarkmið fræðsl- unnar er að ungt fólk taki eigin ákvarðanir um eigin framtíð á sínum forsendum. Til að mynda varðandi menntun, atvinnu, áhuga- mál og annað. Einnig að unga fólkið sé meðvitað um staðalímyndir, ásamt foreldrum og kennurum, og hvernig kynbundið starfsval hefur áhrif á atvinnulífið í heild,“ segir Hjálmar sem vonast einnig eftir aukinni umræðu um mikilvægi jafnréttisfræðslu á öllum skóla- stigum í kjölfarið. Mörg sveitarfélög hafi sýnt verkefninu áhuga að sögn Hjálmars og með tímanum er stefnt á fjöl- breytta þátttöku frá ólíkum lands- hlutum. Þó munu áherslur vera ólíkar milli skólanna og fyrst um sinn verður verkefnið reynt í einum leik- og grunnskóla í hverju sveitarfélaganna sem taka þátt. Einnig verður aðgengi og efnis- tök vefsíðunnar hannað með tilliti til þarfa ólíkra notenda, bæði fyrir nemendur, foreldra og kennara. „Á heimasíðunni verður ýmis- legt fræðsluefni, greinar og vef tenglar. Einnig verður hún notuð til að safna upplýsingum og reynslu- sögum, enda er eitt af markmiðum verkefnisins að þróa aðferðir og safna frekari reynslu. Einnig er það markmið verkefnisins að skapa vettvang fyrir þá sem hafa áhuga á jafnréttisfræðslu og vilja tryggja stoðir jafnréttisumræðunnar í menntakerfinu. Enda sýna rann- sóknir að starfsval unglinga er oft á tíðum mjög kynbundið og hefur það áhrif á atvinnulífið. Þess vegna er mikilvægt að brjóta upp kynjaðar staðalímyndir um störf og mennt- un því samfélag og atvinnulíf sem einkennist af jafnrétti er betra í alla staði,“ segir Hjálmar. Sjá nánari upplýsingar hjá Jafn- réttisstofu: www.jafnretti.is rh@frettabladid.is Jafnréttisfræðsla á leið í skólann Staðalímyndir og áhrif kynbundis starfsvals á atvinnulífið er meðal þess sem krakkar fá að kynnast í nýju verkefni Jafnréttisstofu, að sögn Hjálmars Sigmarssonar sérfræðings. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.