Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 58

Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 58
 13. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR14 ● fréttablaðið ● norðurland Möguleikamiðstöðin Rósen- borg hefur komið sér vel fyrir í Barnaskólanum á Akureyri. Þar hittast bæjarbúar á öllum aldri og leggja stund á tómstundir og ýmsa símenntun. „Í Rósenborg fer fram mjög fjöl- breytt starfsemi. Hér má finna tómstundaframboð fyrir alla aldurshópa, námskeiðahald fyrir grunnskólabörn auk þess sem félagsmiðstöð unglinga úr þrem- ur grunnskólum bæjarins heldur til hér og alls kyns klúbbastarf- semi tengd félagsmiðstöðvunum. Síðan er hér einnig „Húsið“ sem er upplýsinga- og menningarmið- stöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og æfingastarfsemi hljómsveita,“ segir Katrín Rík- arðsdóttir, jafnréttisráðgjafi og framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrar- bæjar, sem er í forsvari fyrir starf- semi Rósenborg. Þeir sem sækja námskeiðin eru þó ekki bara börn og ungt fólk því í Rósenborg er einnig Handverks- miðstöðin Punkturinn þar sem bæj- arbúum á öllum aldri gefst kostur á að læra handverk. Einnig nefn- ir Katrín, Menntasmiðju kvenna og Menntasmiðju unga fólksins auk Alþjóðastofu sem er upplýs- ingaþjónusta fyrir útlendinga og heldur einnig til í Rósenborg. „Samfélags- og mannréttinda- deild Akureyrarbæjar var stofn- uð fyrir um það bil ári þegar sett voru undir einn hatt tómstunda- og æskulýðsmál, menntasmiðj- ur, Alþjóðastofa, forvarnamál og jafnréttismál. Rósenborg sem slík var hins vegar tekin í notkun árið 2005 og smám saman fluttust þangað verkefnin sem við hýsum í dag og voru að lokum samein- uð í einni deild,“ segir Katrín. Barnaskóli Akureyrar var áður í Rósenborgarhúsinu sem var tekið í notkun 1930 og stendur við Eyrarlandsveg á Akureyri. Nafnið Rósenborg vísar hins vegar í hús sem stóð við skólann fyrir ótal árum. Húsið reisti kona að nafni Rósa sem bjó þar með systur sinni sem hét Elínborg og þaðan kom nafnið. Undirtitill- inn „möguleikamiðstöð“ er hins vegar hugarsmíð Þórgnýs Dýr- fjörð, framkvæmdastjóra Akur- eyrarstofu. Katrín segir aðsókn í húsið gríðarlega góða og það sé gaman hve fjölbreytt starfsemi þrífist saman. „Hér getur oft verið mikið líf og fjör á göngunum, ekki síst þegar við erum með íslenskunámskeið fyrir útlendinga, félagsmiðstöðin með opið hús og hljómsveitir við æfingar allt á sama tíma,“ segir Katrín hlæjandi og segir nýjustu tilraun Rósenborgar snúast um að bjóða unglingum úr þremur grunnskólum bæjarins að sækja félagsmiðstöð í Rósenborg. „Þessi tilraun gerir það að verk- um að okkur tókst að ráða fag- menntaðan starfsmann í fullt starf til að stýra félagsmiðstöðinni og höfum nú tækifæri til að bjóða unglingunum miklu fjölbreyttari þjónustu sem samanstendur af opnum húsum og klúbbastarfi af ýmsu tagi,“ segir Katrín. Fram undan er skipulagning á starfsemi fyrir vorönn og Katrín segir að markmiðið sé að bjóða enn frekara starf þar sem kyn- slóðir geta mæst. „Á góðum degi slagar fjöldi gesta upp í hundrað manns. Hing- að koma foreldrar, ömmur og afar með börnum og unglinga sem er sú þróun sem við viljum sjá. Að hægt sé að flétta saman tilboð fyrir fjölskylduna svo fjölskyldan geti átt sér sameiginlegt áhuga- mál ,“ segir Katrín. rh@frettabladid.is Kynslóðir mætast í borg rósanna Talið frá vinstri: Bergljót Jónasdóttir, forstöðumaður tómstunda, Kristbjörg Magnadóttir, forstöðumaður handverksmiðstöðvar, Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Kristján Bergmann Tómasson forstöðumað- ur upplýsinga- og menningarmiðstöðvar ungs fólks. Jahti Jakt grá kr. 6900 North Ice Vida kr. 6900 North Ice Vida ljósblá kr. 6900 North Ice Wilma kr. 6900 Jahti Jakt Camo kr. 8500 North Ice Óðinn kr. 8500 Frábær jólagjöf Vatns og vindheldir Softshell fl ísjakkar frá fi nnsku Jahti Jakt og North Ice Icefi n Nóatúni 17 • s:5343177 Opið í desember frá 10-18mán til fös 11-16 laug og sunnud www.icefi n.is North Ice Winter: Úlpa, buxur „superdry“ nærföt, flís millilag, húfa, lúffur og trefill kr. 19.500.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.