Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 90
58 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000
7
16
10
12
7
14
12
16
14
DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 6 - 8
RUN FATBOY RUN kl. 8 - 10
HITMAN kl. 6 - 10
7
16
16
16
14
14
SAW 4 kl.5.50 - 8 - 10
BUTTERFLY ON A WHEEL kl.5.45 - 8 - 10.15
DAN IN REAL LIFE kl.5.45- 8 - 10.15
LA VIE EN ROSE/LÍF RÓSARINNAR kl.6- 9
DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 4 - 6 - 8 - 10
BEE MOVIE ÍSL. TAL kl. 4 - 6 - 8
HITMAN kl. 8 - 10.10
HITMAN LÚXUS kl. 5.50 - 8 - 10.10
DAN IN REAL LIFE kl. 8 - 10.15
WEDDING DAZE kl. 3.40 - 5.50
ÆVINTÝRAEYJA IBBA 600 KR. kl. 4
THE HEARTBREAK KID kl. 10
DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 6 - 8 - 10
BUTTERFLY ON A WHEEL kl. 5.45 - 8 - 10.15
ACROSS THE UNIVERSE kl. 5.20 - 8 - 10.40
RENDITION kl. 8 -10.30
VEÐRAMÓT SÍÐUSTU SÝN. kl. 5.40
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
NÝTT Í BÍÓ!
FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN
MEÐ KREDITKORTI TENGDU AUKAKRÓNUM!
5%
5% 5%
Hvað myndir þú gera til að vernda
fjölskyldu þína?
Pierce Brosnan heldur hjónunum Gerald Butler
og Maria Bello í heljargreipum!
En ekki er allt sem sýnist í þessari mögnuðu
spennumynd!
Magnaður spennutryllir sem
gerður er eftir hinum frábæru
tölvuleikjum!
5%
- bara lúxus
Sími: 553 2075
SAW IV kl. 8 og 10 16
BEE MOVIE - ENSKT TAL kl. 6 L
BEE MOVIE - ÍSLENSKT TAL kl. 6 L
HITMAN kl. 8 og 10 16
MR. WOODCOCK kl. 10 L
LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR
„Við byrjuðum í Berlín og spiluð-
um þar á Kesselhaus. Þaðan fórum
við til Austurríkis með rútu og
spiluðum í Vín og enduðum svo í
Sviss,“ segir Ívar Kristján Ívars-
son, gítarleikari hljómsveitarinn-
ar Wulfgang, sem er á tónleika-
ferðalagi ásamt fjórum öðrum
skandinavískum hljómsveitum
undir yfirskriftinni Polar Zoo.
„Þetta er svona farand-festival
sem miðar að því að kynna rokk-
músík frá Norðurlöndunum. Það
er ein hljómsveit frá hverju Norð-
urlandanna. Sá sem skipuleggur
túrinn fann okkur á MySpace,
hafði samband og spurði okkur
hvort við hefðum ekki áhuga á að
vera með. Það er alveg ótrúlegt
hvað MySpace er að gera góða
hluti fyrir hljómsveitir.“ Ívar
segir að danska sveitin Kashmir
sé líklega þekktasta nafnið sem
tekur þátt í túrnum en sveitin var
til að mynda valin besta hljóm-
sveit Danmerkur fyrir þremur
árum. „Skipuleggjendur greiða
ferðir, uppihald og um 1.500 evrur
í laun – við hefðum gert þetta
frítt,“ segir Ívar og hlær.
Wulfgang hefur áður spilað utan
landsteinanna og nú er útlit fyrir
að útrás þeirra haldi enn áfram.
„Við spiluðum á nokkrum tónleik-
um í London fyrir nokkru og nú er
útlit fyrir að við förum til Banda-
ríkjanna að spila eftir áramótin.
Þar var gerð heimildarmynd sem
inniheldur nokkur lög frá okkur
og aðstandendur hennar vilja fá
okkur út til þess að kynna mynd-
ina.“ Auk þess eru Wulfgang-menn
í viðræðum við aðila í Þýskalandi
um dreifingarsamning. „Það er
allt á byrjunarstigi enn þá. En við
reiknum líka með að láta í okkur
heyra á Íslandi á næstunni enda
búnir að vera í pásu í dálítinn tíma
til að semja nýtt efni.“ - sók
Wulfgang á MySpace-túr
BERLÍN, VÍN OG ZÜRICH Hljómsveitin
Wulfgang er á tónleikaferðalagi með
fjórum öðrum skandinavískum sveitum.
Verkefnið fengu þeir fyrir tilstilli
MySpace.
Orðrómur er uppi um að meðlimir
Led Zeppelin ætli að halda þrenna
tónleika í Madison Square Garden
í New York á næsta ári. „Einn af
þeim byrjaði að tala um þrenna
tónleika þeirra í Garden,“ sagði
heimildarmaður. „Þeir virtust
hafa áhuga á því. Þetta er einn
besti tónleikastaður heimsins. Ég
er ekki í vafa miðað við viðbrögð
þeirra baksviðs eftir tónleikana að
þeir eigi eftir að spila þar á næsta
ári fyrir fullu húsi.“
Zeppelin hélt þrenna tónleika í
Madison Square Garden árið 1973
sem voru teknir upp og gefnir út í
tónleikamyndinni The Song
Remains the Same.
Auk tónleikanna í New York
hafa verið uppi vangaveltur um að
Zeppelin ætli að spila á tvennum
tónleikum á Wembley í London á
næsta ári.
Plötur Zeppelin og ýmis varn-
ingur tengdur sveitinni hafa selst
eins og heitar lummur eftir endur-
komutónleika sveitarinnar í Lond-
on á mánudagskvöld. Safnplatan
Mothership er orðin söluhæsta
plata vikunnar í Bretlandi auk
þess sem sala á mynddisknum The
Song Remains the Same hefur
aukist um 500 prósent.
Robert Plant, Jimmy Page og
John Paul Jones stigu á tónleikun-
um saman á svið í fyrsta sinn síðan
1988. Á trommunum var Jason
Bonham, sonur upphaflega tromm-
arans, Johns, sem lést árið 1980.
Lagði Zeppelin upp laupana í kjöl-
farið.
Orðrómur um fleiri tónleika
LED ZEPPELIN Orðómur er uppi um
þrenna tónleika Zeppelin í Madison
Square Garden á næsta ári.
NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Valtýr Bergmann sigraði
í barþjónakeppni á Kaffi
Sólon. Hann er á leiðinni
til Finnlands þar sem hann
keppir í alþjóðlegri bar-
þjónakeppni.
„Þetta er bara spurning um að
detta niður á góða samsetningu á
drykk,“ segir Valtýr Bergmann
veitingastjóri á Sjávarkjallaran-
um en hann sigraði nýverið í bar-
þjónakeppninni Finlandia Vodka
Cup á Kaffi Sólon. Valtýr bar sigur-
orð af tuttugu keppendum með
drykk sinn „Spassimongó“ auk
þess sem hann fékk verðlaun fyrir
fagleg vinnubrögð. Hann mun því
verða fulltrúi Íslands í alþjóðlegri
keppni Finlandia sem fram fer í
Lapplandi í febrúar.
„Ég er í stjórn Barþjónaklúbbs
Íslands og reyni að taka þátt í eins
mörgum svona keppnum og ég
get. Árið 2003 vann ég þessa sömu
keppni og fór þá til Finnlands í
úrslitakeppnina. Það var gríðar-
lega gaman, bæði að fá tækifæri
til að hitta barþjóna alls staðar að
til að bera saman bækur sínar og
að fá að njóta alls þess sem Finn-
land hefur upp á að bjóða. Aðal-
atriðið er bara að hafa gaman af
þessu.“ Valtýr segir að þetta sé í
tíunda skipti sem Finlandia standi
fyrir slíkri keppni á alþjóðavett-
vangi og að hún verði veglegri
með hverju árinu. Þetta er í sjötta
skipti sem undankeppni er haldin
hér á landi. „Í fyrra var úrslita-
keppnin úti haldin á bar sem er
byggður úr ís. Hann er í norður-
hluta Lapplands. Mig grunar að
þetta verði svipað í ár.“
Til Finnlands í barþjónakeppni
SPASSIMONGÓ
4 cl Finlandia Mango
1 cl Drambuie
1,5 cl Pisang ambon de Kuyper
Drykkurinn hristur, settur í glas og fyllt upp með Burn-orkudrykk.
Skreyting: Ferskir ávextir/grænmeti
Á BARNUM Valtýr Bergmann hefur starfað sem þjónn í tæp fimmtán ár en hann
er í dag veitingastjóri á Sjávarkjallaranum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR