Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 90

Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 90
58 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 7 16 10 12 7 14 12 16 14 DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 6 - 8 RUN FATBOY RUN kl. 8 - 10 HITMAN kl. 6 - 10 7 16 16 16 14 14 SAW 4 kl.5.50 - 8 - 10 BUTTERFLY ON A WHEEL kl.5.45 - 8 - 10.15 DAN IN REAL LIFE kl.5.45- 8 - 10.15 LA VIE EN ROSE/LÍF RÓSARINNAR kl.6- 9 DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 4 - 6 - 8 - 10 BEE MOVIE ÍSL. TAL kl. 4 - 6 - 8 HITMAN kl. 8 - 10.10 HITMAN LÚXUS kl. 5.50 - 8 - 10.10 DAN IN REAL LIFE kl. 8 - 10.15 WEDDING DAZE kl. 3.40 - 5.50 ÆVINTÝRAEYJA IBBA 600 KR. kl. 4 THE HEARTBREAK KID kl. 10 DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 6 - 8 - 10 BUTTERFLY ON A WHEEL kl. 5.45 - 8 - 10.15 ACROSS THE UNIVERSE kl. 5.20 - 8 - 10.40 RENDITION kl. 8 -10.30 VEÐRAMÓT SÍÐUSTU SÝN. kl. 5.40 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu NÝTT Í BÍÓ! FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI TENGDU AUKAKRÓNUM! 5% 5% 5% Hvað myndir þú gera til að vernda fjölskyldu þína? Pierce Brosnan heldur hjónunum Gerald Butler og Maria Bello í heljargreipum! En ekki er allt sem sýnist í þessari mögnuðu spennumynd! Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum frábæru tölvuleikjum! 5% - bara lúxus Sími: 553 2075 SAW IV kl. 8 og 10 16 BEE MOVIE - ENSKT TAL kl. 6 L BEE MOVIE - ÍSLENSKT TAL kl. 6 L HITMAN kl. 8 og 10 16 MR. WOODCOCK kl. 10 L LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR „Við byrjuðum í Berlín og spiluð- um þar á Kesselhaus. Þaðan fórum við til Austurríkis með rútu og spiluðum í Vín og enduðum svo í Sviss,“ segir Ívar Kristján Ívars- son, gítarleikari hljómsveitarinn- ar Wulfgang, sem er á tónleika- ferðalagi ásamt fjórum öðrum skandinavískum hljómsveitum undir yfirskriftinni Polar Zoo. „Þetta er svona farand-festival sem miðar að því að kynna rokk- músík frá Norðurlöndunum. Það er ein hljómsveit frá hverju Norð- urlandanna. Sá sem skipuleggur túrinn fann okkur á MySpace, hafði samband og spurði okkur hvort við hefðum ekki áhuga á að vera með. Það er alveg ótrúlegt hvað MySpace er að gera góða hluti fyrir hljómsveitir.“ Ívar segir að danska sveitin Kashmir sé líklega þekktasta nafnið sem tekur þátt í túrnum en sveitin var til að mynda valin besta hljóm- sveit Danmerkur fyrir þremur árum. „Skipuleggjendur greiða ferðir, uppihald og um 1.500 evrur í laun – við hefðum gert þetta frítt,“ segir Ívar og hlær. Wulfgang hefur áður spilað utan landsteinanna og nú er útlit fyrir að útrás þeirra haldi enn áfram. „Við spiluðum á nokkrum tónleik- um í London fyrir nokkru og nú er útlit fyrir að við förum til Banda- ríkjanna að spila eftir áramótin. Þar var gerð heimildarmynd sem inniheldur nokkur lög frá okkur og aðstandendur hennar vilja fá okkur út til þess að kynna mynd- ina.“ Auk þess eru Wulfgang-menn í viðræðum við aðila í Þýskalandi um dreifingarsamning. „Það er allt á byrjunarstigi enn þá. En við reiknum líka með að láta í okkur heyra á Íslandi á næstunni enda búnir að vera í pásu í dálítinn tíma til að semja nýtt efni.“ - sók Wulfgang á MySpace-túr BERLÍN, VÍN OG ZÜRICH Hljómsveitin Wulfgang er á tónleikaferðalagi með fjórum öðrum skandinavískum sveitum. Verkefnið fengu þeir fyrir tilstilli MySpace. Orðrómur er uppi um að meðlimir Led Zeppelin ætli að halda þrenna tónleika í Madison Square Garden í New York á næsta ári. „Einn af þeim byrjaði að tala um þrenna tónleika þeirra í Garden,“ sagði heimildarmaður. „Þeir virtust hafa áhuga á því. Þetta er einn besti tónleikastaður heimsins. Ég er ekki í vafa miðað við viðbrögð þeirra baksviðs eftir tónleikana að þeir eigi eftir að spila þar á næsta ári fyrir fullu húsi.“ Zeppelin hélt þrenna tónleika í Madison Square Garden árið 1973 sem voru teknir upp og gefnir út í tónleikamyndinni The Song Remains the Same. Auk tónleikanna í New York hafa verið uppi vangaveltur um að Zeppelin ætli að spila á tvennum tónleikum á Wembley í London á næsta ári. Plötur Zeppelin og ýmis varn- ingur tengdur sveitinni hafa selst eins og heitar lummur eftir endur- komutónleika sveitarinnar í Lond- on á mánudagskvöld. Safnplatan Mothership er orðin söluhæsta plata vikunnar í Bretlandi auk þess sem sala á mynddisknum The Song Remains the Same hefur aukist um 500 prósent. Robert Plant, Jimmy Page og John Paul Jones stigu á tónleikun- um saman á svið í fyrsta sinn síðan 1988. Á trommunum var Jason Bonham, sonur upphaflega tromm- arans, Johns, sem lést árið 1980. Lagði Zeppelin upp laupana í kjöl- farið. Orðrómur um fleiri tónleika LED ZEPPELIN Orðómur er uppi um þrenna tónleika Zeppelin í Madison Square Garden á næsta ári. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Valtýr Bergmann sigraði í barþjónakeppni á Kaffi Sólon. Hann er á leiðinni til Finnlands þar sem hann keppir í alþjóðlegri bar- þjónakeppni. „Þetta er bara spurning um að detta niður á góða samsetningu á drykk,“ segir Valtýr Bergmann veitingastjóri á Sjávarkjallaran- um en hann sigraði nýverið í bar- þjónakeppninni Finlandia Vodka Cup á Kaffi Sólon. Valtýr bar sigur- orð af tuttugu keppendum með drykk sinn „Spassimongó“ auk þess sem hann fékk verðlaun fyrir fagleg vinnubrögð. Hann mun því verða fulltrúi Íslands í alþjóðlegri keppni Finlandia sem fram fer í Lapplandi í febrúar. „Ég er í stjórn Barþjónaklúbbs Íslands og reyni að taka þátt í eins mörgum svona keppnum og ég get. Árið 2003 vann ég þessa sömu keppni og fór þá til Finnlands í úrslitakeppnina. Það var gríðar- lega gaman, bæði að fá tækifæri til að hitta barþjóna alls staðar að til að bera saman bækur sínar og að fá að njóta alls þess sem Finn- land hefur upp á að bjóða. Aðal- atriðið er bara að hafa gaman af þessu.“ Valtýr segir að þetta sé í tíunda skipti sem Finlandia standi fyrir slíkri keppni á alþjóðavett- vangi og að hún verði veglegri með hverju árinu. Þetta er í sjötta skipti sem undankeppni er haldin hér á landi. „Í fyrra var úrslita- keppnin úti haldin á bar sem er byggður úr ís. Hann er í norður- hluta Lapplands. Mig grunar að þetta verði svipað í ár.“ Til Finnlands í barþjónakeppni SPASSIMONGÓ 4 cl Finlandia Mango 1 cl Drambuie 1,5 cl Pisang ambon de Kuyper Drykkurinn hristur, settur í glas og fyllt upp með Burn-orkudrykk. Skreyting: Ferskir ávextir/grænmeti Á BARNUM Valtýr Bergmann hefur starfað sem þjónn í tæp fimmtán ár en hann er í dag veitingastjóri á Sjávarkjallaranum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.