Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 96

Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 96
64 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar KR- inga hafa verið með hæsta fram- lagið frá bekknum af öllum liðum Iceland Express deild karla en níu umferðir eru búnar af deildinni í vetur. KR hefur fengið flest stig (20,5) og flest fráköst (8,9 í leik) frá varamönnum sínum og þá hafa varmenn liðsins skilaði flestum framlagsstigum í leik. Besta dæmið um mikilvægi varamannabekksins fyrir KR-liðið hefur komið í tveimur síðustu leikjum, sem KR hefur unnið báða með aðeins einu stigi. Sá fyrri var í deildinni í Hveragerði 2. desem- ber þar sem KR var fimmtán stig- um undir, 33-18, eftir fyrsta leik- hluta. Benedikt Guðmundsson fékk 26 stig frá varamönnum sínum í öðrum leikhluta sem KR vann 36-15 og kom sér aftur inn í leikinn, KR vann á endanum 91- 90 og það var varamaðurinn Darri Hilmarsson sem skoraði síðustu þrjú stig liðsins þar af sigurstigið á vítalínunni sex sekúndum fyrir leikslok. Varamenn KR enduðu með 39 stig gegn aðeins 5 stigum hjá varamönnum KR. Sá seinni var í 16 liða úrslitum bikarsins gegn Grindavík á sunnudags- kvöldið. KR var komið sex stigum undir þegar sex mínútur eftir en tveir þrist- ar frá vara- mannin- um Brynjari Þór Björnssyni og fjögur stig frá Fannari Ólafssyni spiluðu lykilihlutverk í að landa sigrinum en Fannar skoraði sigurkörfuna átta sekúndum fyrir leikslok. KR vann leikinn 104-103 og varamenn liðsins unnu baráttuna við bekk Grindvíkinga með miklum yfir- burðum 37-9. Það er margt sam- eiginlegt með þess- um leikjum. Í þeim báðum kemur vara- maður sjóð- heitur inn í annan leikhluta, Brynjar skoraði 18 stig í 2. leik- hluta í Hveragerði og Darri skor- aði 13 stig í 2. leikhluta gegn Grindavík. Í báðum leikjum eru það síðan varamenn sem tryggja sigurinn á lokasekúndum leiksins og þegar heildarstigaskor af bekknum er skoðað kemur í ljós að varamenn KR skoruðu 76 stig gegn 14 í þessum tveimur naumu sigrum. Þegar tölfræði er skoðuð yfir flest stig varamanna liðs í einum leik kemur í ljós að KR-ingar eiga þrjá af sex bestu leikjunum í vetur en ekki þó tvo þá hæstu. ÍR- ingar fengu 45 stig frá bekknum í fyrsta leik gegn Þór á Akureyri og Keflvíkingar fengu 45 stig frá bekknum gegn sama Þórsliði fimmtán dögum síðar. KR-ingar hafa mest fengið 44 stig frá bekknum og enn komu Þórsararnir þar við sögu en Akur- eyringar voru þá búnir að láta varamenn mótherja sinna skora á sig 170 stig í fyrstu fjórum leikjun- um. Lærisveinar Hrafns Kristj- ánssonar hafa tekið sig á eftir það og varamenn mótherj- anna hafa aðeins skorað 59 stig í síðustu fimm deildar- leikjum þar af aðeins 13 stig í síðustu tveimur. Hér til hliðar má finna lista yfir besta árangur vara- manna liðanna í Iceland Express deild karla í vetur. ooj@frettabladid.is Bekkur KR-inga sá besti í deildinni Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, hefur fengið 267 stig og 116 fráköst frá varamönnum í vetur. Vara- menn KR skoruðu 62 stigum fleira en varamenn Hamars og Grindavíkur í eins stigs sigrum KR. SIGURKARFA GEGN GRINDAVÍK Fannar Ólafsson hefur byrjað á bekknum í síðustu leikjum og var með 10 stig og sigurkörfuna gegn Grindavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ERTU TILBÚINN AÐ FARA INN Á? Bene- dikt Guðmundsson getur óhræddur kall- að á menn af bekknum hjá KR-liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Flest stig frá bekk: 1. KR 267 (20,5 í leik) 2. Keflavík 236 (18,2) 3. Njarðvík 211 (16,2) 4. Grindavík 195 (15,0) 5. ÍR 164 (12,6) 6. Fjölnir 163 (12,5) 7. Snæfell 160 (12,3) 8. Stjarnan 158 (12,2) 9. Hamar 135 (10,4) 10. Þór Ak. 122 (9,4) 11. Tindastóll 85 (6,5) 12. Skallagrímur 81 (6,2) Flest fráköst frá bekk: 1. KR 116 (8,9) 2. Keflavík 107 (8,2) 3. ÍR 82 (6,3) 4. Þór Ak. 80 (6,2) 4. Fjölnir 80 (6,2) 6. Stjarnan 79 (6,1) 7. Grindavík 78 (6,0) 8. Njarðvík 72 (5,5) 9. Snæfell 68 (5,2) 10. Hamar 44 (3,4) 11. Skallagrímur 42 (3,2) 12. Tindastóll 22 (1,7) Hæsta framlag frá bekk: 1. KR 23,3 2. Keflavík 20,2 3. Njarðvík 18,8 4. Grindavík 16,0 5. ÍR 13,7 6. Fjölnir 12,0 7. Snæfell 11,3 8. Stjarnan 11,2 9. Þór Ak. 8,3 10. Skallagrímur 6,5 11. Hamar 6,2 12. Tindastóll 3,7 FRAMLAG FRÁ BEKKNUM Í 1. TIL 9. UMFERÐ Í ICELAND EXPRESS DEILD KARLA: BESTU OG VERSTU VARA- MANNABEKKIRNIR Á toppnum Flest sóknarfráköst Keflavík, 44 Flestar þriggja stiga körfur KR, 30 Flest fengin víti Keflavík, 87 Flestar stoðsendingar Keflavík, 66 Flestir stolnir boltar Keflavík, 40 Flest varin skot Njarðvík, 17 Flestar villur KR, 107 Besta skotnýting Njarðvík 44,9% Besta vítanýting Stjarnan, 85,2% Besta 3ja stiga skotn. Njarðvík 39,7% Á botninum Fæst sóknarfráköst Tindastóll, 7 Fætar 3ja stiga körfur Tindastóll, 5 Fæst fengin víti Skallagrímur, 14 Fæstar stoðsendingar Hamar, Tindastóll 12 Fæstir stolnir boltar Hamar, Tindastóll 12 Fæst varin skot Snæfell, Þór, Tindastóll 2 Fæstar villur Hamar 36 Versta skotnýting Þór Ak. 33,1% Versta vítanýt. Skallagrímur, 28,6% Versta 3ja stiga skotn. Tindast., 15,6% KÖRFUBOLTI Það verða stórleikir í Njarðvík og Stykkishólmi í átta liða úrslitum Lýsingarbikars karla en dregið var í bæði karla- og kvennaflokki í gær. Njarðvíkingar drógust á móti Íslandsmeisturum KR og þá fá Snæfellingar Keflavík í heima- sókn. Báðir leikir liðanna til þessa í vetur hafa verið æsi- spennandi og mikil veisla fyrir áhorfendur. KR vann eins stigs sigur á Njarðvík í DHL-Höllinni í nóvember og Keflavík vann Snæfell í framlengingu í Hólmin- um í október. Í hinum leikjunum tekur Skalla- grímur á móti bikarmeisturum ÍR og Fjölnir fær Þór úr Þorlákshöfn í heimsókn en Þórsliðið er eina liða í átta liða úrslitunum sem er ekki í Iceland Express-deildinni. Skallagrímsmenn eiga harma að hefna gegn ÍR-ingum sem unnu þá Kanalausir fyrr í vetur. Hjá konunum er stærsti leikurinn milli Grindavíkur og KR í Grindavík en þar fara liðin sem hafa veitt Keflavík mesta keppni það sem af er í vetur. Þá mætast einnig Valur-Keflavík, Haukar-Hamar og Snæfell-Fjölnir en í síðasta leiknum mætast efsta liðið í 1. deild og neðsta liðið í úrvalsdeildinni. Leikirinir í átta liða úrslitunum fara fram helgina 11. til 13. janúar - óój Lýsingarbikarinn í körfu: Spennandi leik- ir fram undan STÓRLEIKUR Brenton Birmingham og Skarphéðinn Freyr Ingason fá að glíma í bikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar geta verið ánægðir með dráttinn í átta liða úrslitum Lýsingarbikars karla þó svo að þeir hafi fengið Íslandsmeistara KR-inga sem hafa unnið þá fjórum sinnum í röð. Njarðvíkingar fengu nefnilega loksins heimaleik í Ljónagryfj- unni en áður en þeir komu upp úr vasanum í gær voru þeir búnir að dragast tólf sinnum í röð á úti- völl í bikarnum. Síðasti heima- leikur Njarðvíkur í bikarkeppn- inni var gegn Hamri í átta liða úrsltum 8. janúar 2004. Síðan þá er Njarðvíkurliðið búið að spila tvo bikarleiki í Keflavík, Stykkishólmi og Ásgarði auk þess að spila tvo bikar úrslitaleiki en hefur hins vegar aldrei fengið heimaleik á þessu fjögurra ára tímabili fyrr en liðið datt loksins í lukkupott- inn í gær. Árangur Njarðvíkurliðsins í þessum tólf útileikjum er ekki slæmur en liðið hefur unnið tíu af þessum tólf leikjum en tapaði fyrir ÍR í Seljaskóla í 32 liða úrslitunum í fyrra og svo í Kefla- vík í undanúrslitaleiknum 2006. - óój FJÓRTÁN ÚTILEIKIR Í RÖÐ Í BIKARNUM 2004 17. janúar Snæfell 74-69 sigur 7. febrúar Keflavík (bik.ú.) 74-93 tap 29. nóvember ÍS 130-81 sigur 8. desember Stjarnan 115-63 sigur 2005 9. janúar Keflavík 88-85 sigur 23. janúar Breiðablik 113-76 sigur 13. feb. Fjölnir (bik.ú.) 90-64 sigur 10. desember Fjölnir-b 103-52 sigur 2006 8. janúar Þór Þorl., 97-76 sigur 22. janúar Snæfell 98-94 sigur 5. febrúar Keflavík 85-89 tap 25. nóvember ÍR 68-71 tap 2007 25. nóvember Valur-b 94-46 sigur 9. desember Stjarnan 104-86 sigur Dregið í átta liða úrslit Lýsingarbikarsins í gær: Fyrsti heimaleikur Njarðvíkur í 4 ár LOKSINS HEIMALEIKUR Teitur Örlygs- son og lærisveinar hans í Njarðvík mæta KR í Ljónagryfjunni í 8 liða úrslitum bikarsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Leiðir tveggja erlendra leikmanna KR sem hafa yfirgefið félagið á þessu tímabili hafa legið upp á Sauðárkrók. Leikmennirnir, sem eru þeir Samir Shaptahovic og Phillip Perry, mæta báðir með liði Tindastóls í DHL-Höllina í kvöld þegar liðin mætast í 10. umferð Iceland Express-deildarinnar. Shaptahovic er með 17 stig, 6,3 stoðsendingar og 43,5 prósenta þriggja stiga skotnýtingu með Tindastól í vetur. Hann kom til KR í haust en var síðan látinn víkja fyrir Avi Fogel sem hefur spilað vel í stöðu leikstjórnanda hjá KR. Perry, sem kom til að spila með Bumbunni í bikarnum, lék sinn fyrsta leik með Tindastól um síðustu helgi þegar hann var með 10 stig í tapi gegn Keflavík. Þeir Shaptahovic og Perry ætla sér örugglega að sýna Benedikt Guðmundssyni og lærisveinum hans af hverju þeir misstu þegar þeir létu þá félaga fara. - óój Erlendir fyrrverandi KR-ingar: Mæta aftur í DHL-Höllina AÐ SPILA VEL Samir Shaptahovic er að gera góða hluti á Króknum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA SENDU SMS JA ACF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið . JÓLAMYNDIN Í ÁR! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.