Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 104
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
BAKÞANKAR
Dr. Gunna
Hámarks niðurlæging mann-legrar tilveru er að vera
stimplaður minnipokamaður, eða
það sem oftar er sagt, lúser. Því
rífum við okkur upp á hverjum
degi, í leðjuþykku svartnættinu,
til að fara að gera það sem við
gerum. Það skal sko enginn kalla
mig lúser, hvæsir fólk á milli
samanbitinna tanna og hamast á
hríminu á rúðunni á glænýja
Rovernum. Ég er sko enginn
lúser, hugsar fólk og svínar fyrir
ræfil á 10 ára Lödu. Sjáið mig, ég
er ekki lúser, öskrar fólk inni í
sér þegar það fær sér bjórsósa
nautasteik á 20 þúsund eða
smekklega hannað sófaborð á
200 þúsund. Því þú átt það skilið,
eins og segir í auglýsingunni.
KRÖFURNAR aukast með
hverju árinu. Ég dauðskammast
mín fyrir að vera ekki á Rover
eins og allir alvöru menn, helst
gullslegnum. Púkalegt lið á fjöl-
skyldubíl heyrir nú til undan-
tekninga. Það er aðallega Ikeadót
heima hjá mér. Ég hef aldrei
keypt mynd á listaverkauppboði.
Ég hef aldrei flogið í einkaþotu.
Ég hef aldrei verið í veislu með
Ólafi og Dorrit. Ég er ekki í
stjórnunarstöðu, ekki einu sinni
millistjórnandi. Getur þá verið
að ég sé algjör lúser? Hvað klikk-
aði? Hvenær? Ég velti þessu
fyrir mér frá ýmsum hliðum og
bylti mér í svitamóki í bælinu
fram á nætur.
ÝKTASTA dæmið um hinar
auknu kröfur er Hannes Smára-
son sem nú er kominn með lús-
erastimpilinn á sig og það þótt
hann hafi fengið 60 millur í
starfslokasamning á dögunum.
Það er miklu meira en sexfaldi
lottóvinningurinn á laugardag-
inn. Þetta eru svona tuttugu árs-
laun verkamanns. Samt er Hann-
es lúser. Ég les það milli línanna
í blöðunum.
ÞEGAR ég er búinn að bylta mér
fram og til baka og reikna í hug-
anum hvernig ég hafi hugsan-
lega efni á gullslegnum Rover –
eða að minnsta kosti einum
Georg Guðna – kemst ég alltaf að
sömu niðurstöðunni. Hún er ekki
frumleg, en svo sem fullnægj-
andi. Og hún er auðvitað algjör
uppgjöf. Niðurstaðan er svona:
Slappaðu nú bara af og njóttu
þess sem þú þó hefur. Það enda
allir sem lúserar. Enginn er vinn-
er í gröfinni og eins og Maggi og
KK sungu eru kirkjugarðarnir
fullir af ómissandi fólki. Þá sofna
ég loksins og dreymi Gísla á
Uppsölum.
Af lúserum
Í dag er fimmtudagurinn 13.
desember, 347. dagur ársins.
11.12 13.22 15.31
11.26 13.06 14.47
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Tónlist beint í símann
Milljón íslensk og erlend lög til eignar í Vodafone
tónlistarsímann þinn
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Tónlistarklúbburinn
• Hátt í 1.000.000 íslensk og erlend lög!
• Íslensk tónlist innifalin (almennt verð 149 kr.)
• Kauptu erlenda tónlist á einfaldan og löglegan hátt í fyrsta
sinn á Íslandi – 99 kr. lagið (almennt verð 149 kr.)
• 3ja mánaða áskrift að tónlistarklúbbnum fylgir útvöldum
tónlistarsímum (mánaðaráskrift kostar 990 kr.)
Nokia 6120
Þægilegur tónlistarspilari. Symbian stýrikerfi,
2 mp myndavél, 3G, EDGE. Fer á netið með Vodafone live!
Fæst í svörtu og hvítu.
24.900 kr.
Skráðu þig í tónlistarklúbbinn og fáðu ótakmarkaðan aðgang að íslenskri tónlist.