Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 104

Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 104
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Dr. Gunna Hámarks niðurlæging mann-legrar tilveru er að vera stimplaður minnipokamaður, eða það sem oftar er sagt, lúser. Því rífum við okkur upp á hverjum degi, í leðjuþykku svartnættinu, til að fara að gera það sem við gerum. Það skal sko enginn kalla mig lúser, hvæsir fólk á milli samanbitinna tanna og hamast á hríminu á rúðunni á glænýja Rovernum. Ég er sko enginn lúser, hugsar fólk og svínar fyrir ræfil á 10 ára Lödu. Sjáið mig, ég er ekki lúser, öskrar fólk inni í sér þegar það fær sér bjórsósa nautasteik á 20 þúsund eða smekklega hannað sófaborð á 200 þúsund. Því þú átt það skilið, eins og segir í auglýsingunni. KRÖFURNAR aukast með hverju árinu. Ég dauðskammast mín fyrir að vera ekki á Rover eins og allir alvöru menn, helst gullslegnum. Púkalegt lið á fjöl- skyldubíl heyrir nú til undan- tekninga. Það er aðallega Ikeadót heima hjá mér. Ég hef aldrei keypt mynd á listaverkauppboði. Ég hef aldrei flogið í einkaþotu. Ég hef aldrei verið í veislu með Ólafi og Dorrit. Ég er ekki í stjórnunarstöðu, ekki einu sinni millistjórnandi. Getur þá verið að ég sé algjör lúser? Hvað klikk- aði? Hvenær? Ég velti þessu fyrir mér frá ýmsum hliðum og bylti mér í svitamóki í bælinu fram á nætur. ÝKTASTA dæmið um hinar auknu kröfur er Hannes Smára- son sem nú er kominn með lús- erastimpilinn á sig og það þótt hann hafi fengið 60 millur í starfslokasamning á dögunum. Það er miklu meira en sexfaldi lottóvinningurinn á laugardag- inn. Þetta eru svona tuttugu árs- laun verkamanns. Samt er Hann- es lúser. Ég les það milli línanna í blöðunum. ÞEGAR ég er búinn að bylta mér fram og til baka og reikna í hug- anum hvernig ég hafi hugsan- lega efni á gullslegnum Rover – eða að minnsta kosti einum Georg Guðna – kemst ég alltaf að sömu niðurstöðunni. Hún er ekki frumleg, en svo sem fullnægj- andi. Og hún er auðvitað algjör uppgjöf. Niðurstaðan er svona: Slappaðu nú bara af og njóttu þess sem þú þó hefur. Það enda allir sem lúserar. Enginn er vinn- er í gröfinni og eins og Maggi og KK sungu eru kirkjugarðarnir fullir af ómissandi fólki. Þá sofna ég loksins og dreymi Gísla á Uppsölum. Af lúserum Í dag er fimmtudagurinn 13. desember, 347. dagur ársins. 11.12 13.22 15.31 11.26 13.06 14.47 F í t o n / S Í A Tónlist beint í símann Milljón íslensk og erlend lög til eignar í Vodafone tónlistarsímann þinn Gríptu augnablikið og lifðu núna Tónlistarklúbburinn • Hátt í 1.000.000 íslensk og erlend lög! • Íslensk tónlist innifalin (almennt verð 149 kr.) • Kauptu erlenda tónlist á einfaldan og löglegan hátt í fyrsta sinn á Íslandi – 99 kr. lagið (almennt verð 149 kr.) • 3ja mánaða áskrift að tónlistarklúbbnum fylgir útvöldum tónlistarsímum (mánaðaráskrift kostar 990 kr.) Nokia 6120 Þægilegur tónlistarspilari. Symbian stýrikerfi, 2 mp myndavél, 3G, EDGE. Fer á netið með Vodafone live! Fæst í svörtu og hvítu. 24.900 kr. Skráðu þig í tónlistarklúbbinn og fáðu ótakmarkaðan aðgang að íslenskri tónlist.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.