Fréttablaðið - 05.01.2008, Síða 56

Fréttablaðið - 05.01.2008, Síða 56
36 5. janúar 2008 LAUGARDAGUR HLJÓÐFÆRI HUGANS Njörður P. Njarðvík skrifar um íslenskt mál HELGARKROSSGÁTAN GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA Nýtt upphaf Það eru alltaf mýmargar mis- munandi leiðir til vinnings eða taps. En andinn sem við þurfum á að halda er aðeins einn: baráttu- andi, leikgleði og þrjóska hið innra; að skilja eigin takmarkanir og stilla upp á nýtt ef því er að skipta. Þar sem er þrjóska þar er von og vonin er undir okkur sjálf- um komin. Þau sem gefast ekki upp þrátt fyrir vonleysið, þau sem þrauka í myrkrinu og ráðvill- unni, þau sem leika þrátt fyrir að vita ekki hverju þau eiga að leika, þau sem smíða áform, jafnvel áform sem bregðast, þau geta snúið taflinu við, búið til nýtt upp- haf. Það geta allir. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir: Að höndla óvissuna (Mbl. 29/12 2007) Þulur – þula Mikið leiðist mér að sjá og heyra konu sem er kynnir (ekki „kynna“) í sjónvarpi kallaða þulu, en ekki þul – sbr. grein hér í Fbl. 15. des. Það er þó ekki við blaðamann einan að sakast, því að þessi vit leysa er orðin furðu algeng. Og merkilegt finnst mér að þessar konur heita þulir í útvarpi, en kallaðar þulur í sjónvarpi. Þulur er sá sem þylur og þula það sem þulið er. Þula er líka ljóð í frjálsu formi án erindaskila. Þarna er trúlega á ferðinni sú tilhneiging sumra að vilja kvenkenna starfs- heiti, sem er barnaskapur. Í tungumáli eru tvenns konar kyn, eðlilegt kyn og málfræðilegt. Dettur einhverjum í hug að kona sem er læknir skuli kallast lækna? Hvað voru þau að spá? segir í fyrirsögn í Mbl. 20. des. Og síðan segir: „Greiningardeild- ir bankanna gefa reglulega út spár um þróun á hlutabréfamörk- uðum. Hversu réttar eru þær og er yfirleitt ástæða til að gefa þær út í ljósi þess hve erfitt getur verið að sjá fram í tímann?“ Hvað ert þú að spá? – merkir skv. minni málkennd – „hver ert þú að þykjast geta spáð“. Kannski mun ungt fólk telja þetta talmál fyrir „hvað ert þú að hugsa“. Þarna ætti því að standa: Hverju spá þau? – og forðast þetta sífellda „er að“ – sem er aulaþvæla úr ensku. Ákvarðanataka tekin – heyrði ég í útvarpi um daginn – og satt að segja varð ég hvumsa. No. ákvörðun felur í sér að ákveða eitthvað, afráða, fastráða. So. ákvarða hefur eilítið frábrugðna merkingu, svo sem að meta gildi einhvers eða greina aldur, t.d. handrits. Svo varð til orðasam- bandið „ að taka ákvörðun“ og úr því kom no. ákvarðanataka, sem er nú hálfgert orðskrípi. En að taka ákvarðanatöku er auðvitað alveg fráleitt. Að halda um völdin heyrðist líka í útvarpinu – og er trú- lega ruglingur á tvennu: að halda völdum og halda um stjórnvölinn. Kannski átti að felast í þessu sú merking að tiltekinn maður hafi viljað ríghalda í völdin. Braghenda Á Aðalbóli í Aðaldal er Aðalgeir, og Aðalsteinn – þeir eru tveir. Aðalbjörg kemur síðar meir. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@ vortex.is 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið VACANCY á DVD! Með íslensku og ensku tali Leystu krossgát una! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.this.is/krossgatur Góð vika fyrir... ... ástfanginn kraftajötun Benedikt Magnússon gekk í heilagt hjónaband með Gemmu Magnússon skömmu fyrir áramót. Um sannkölluð kraftahjón er að ræða því Benedikt hefur verið Sterkasti maður Íslands og Gemma Sterkasta kona Evrópu. Í sumar eiga þau svo von á fyrsta barni sínu. Það ætti að verða sæmi- legasti moli. ... handritshöfunda Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson hafa fengið talsvert lof fyrir fyrsta þátt Pressu, sem sýndur var á Stöð 2 síð- asta sunnudag. Síðustu mánuðina hefur um fátt annað verið talað en Næturvaktina og Pressa kemur beint í kjölfarið. Miðað við þann fjölda sjónvarpsþáttaraða sem Fréttablaðið hefur greint frá að séu í bígerð hjá handritshöfundum má búast við að þessi gósentíð haldi áfram. ... líkamsræktarfrömuði Landinn er útbelgdur af svínakjöti, hangikjöti, rjúpum og kalkúni og tími er kominn til að gera eitthvað í málunum. Þá er gósentíð fyrir menn eins og Arnar Grant sem hafa atvinnu sína af því að láta lýsið leka af þéttvöxn- um Íslendingum. Slæm vika fyrir... ... vinsælt vefsvæði Moggabloggið lá niðri um tíma á fimmtudag eftir árás netþrjóta. Mogga- bloggið hefur oft á tíðum þótt vera athvarf margra mis- viturra besserviss- era og því má deila um hvort árás þessi hafi verið svo slæm eftir allt. ... kónginn Bubba Erfiðlega virðist hafa gengið að koma út síðustu miðunum á tónleika Bubba og Stórsveitar Reykjavíkur. Að minnsta kosti hafa heyrst sögur af stórfyrir- tækjum sem gáfu miða í hundraðatali. Og í ofanálag gagnrýndi Sigurjón Egilsson, einn mesti aðdáandi Bubba, hann fyrir ófrumlegheit á bloggsíðu sinni á Mannlíf.is. Stór áföll í einni og sömu vik- unni. ... fótboltamann í jólafríi Hannes Þ. Sigurðsson varð fyrir grófri líkamsárás á Hverfisbarnum yfir hátíðarnar. Hermt er að með- limir Fazmo-klíkunnar hafi staðið að árásinni en fyrir vikið verður Hannes frá keppni á annan mánuð. Hannes hefur kært árásina og hyggst sækja bætur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.