Fréttablaðið - 08.01.2008, Page 1

Fréttablaðið - 08.01.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 8. janúar 2008 — 7. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Heiður Anna Helgadóttir byrjaði að æfa karate fyrir sex árum og kennir nú á byrjenda- n ámskeiðum hjá Þórshamri. Þ alltaf erfiðari og flóknari eftir þ ílengra Það Krakkar frá sex og fólk upp í fimmtugt í karate Heiður Anna Helgadóttir kennir börnum og unglingum karate. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SIPPAÐ AF KRAFTIValdís Silja Sigurþórsdóttir einkaþjálfari hefur innleitt til landsins líkamsrækt sem kallast Jump Fit. Þessi ný-stárlega sipptækni hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. HEILSA 2 KÍNVERSKUNÁMSKEIÐMagnús Björnsson kennir Íslendingum kínversku hjá Mími-símenntun og fræðir þá einnig um gersemar Peking-borgar þar sem Ólympíuleik-arnir verða haldnir í sumar.NÁM 4 Laugavegi 51 • s: 552 2201 STAFGANG A ÁHRIFARÍK LEIÐ TIL LÍKAMS RÆKTAR Stafgöngunámskeið hefjast 15. janúar n.k. stafgönguþjálfi, 616 85 95. stafgönguþjálfi, 694 35 71. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á: „...fyrst á visir.is“ 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Þriðjudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* 36% B la ð ið /2 4 s tu n d ir M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 38% 68% B la B l VEÐRIÐ Í DAG HEIÐUR ANNA HELGADÓTTIR Kennir börnum og unglingum karate heilsa nám Í MIÐJU BLAÐSINS VERKTAKAR Heilsugæsla rís við Hraunbæ Sérblað um verktaka og byggingar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG verktakar Heilsugæsla rís í ÁrbænumVið Hraunbæ 115 rís 2.700 fermetra hús á tveimur hæðum BLS. 2 ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2008 Gæði á góðu verði NÁMSKEIÐ á vorönn 2008 Innritun og uppl‡singar í síma 580 1808, Skeifunni 8 og á www.mimir.is Tattú og teygjustökk María Reyndal leik- stjóri flyst búferlum til Nýja-Sjálands með fjölskylduna. FÓLK 30 Söng fyrir Mandela Íslenski tónlistar- maðurinn Teddy Owolabi hlaut nýlega African Best- verðlaunin. FÓLK 24 Við og hinir „Biblían er af mörgum talin merkust bóka og í hana sækja menn huggun, styrk og andagift. En Biblían er ekki trú. Ekki frekar en matreiðslubók er matur,“ skrifar Jónína Michaelsdóttir. Í DAG 16 BRUNI Hálffimmtugur karlmaður, Hilmar Ragnarsson, lést eftir að eldur kom upp í íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Tunguseli í gærmorgun. Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins tókst að bjarga tveimur börnum og konu úr húsinu. Maðurinn sem lést hafði skömmu áður komið þeim þremur út úr íbúðinni. Rauði krossinn aðstoðaði lögreglu og slökkvilið á vettvangi. Íbúum í húsinu var boðið upp á áfallahjálp og umönnun í strætis- vagni. - mh / sjá síðu 4 Eldur í Tunguseli: Lést eftir hetju- dáð í eldsvoða KVIKMYNDIR Ef taka á upp hér á landi stórmynd Ridley Scott, um leiðtogafund Gorbatsjovs og Reagans í Höfða, þurfa íslensk stjórnvöld að hækka endurgreiðslu úr fjórtán upp í tuttugu prósent af framleiðslukostnaði. Þetta segir Leifur B. Dagfinns- son hjá True North en fyrirtækið hefur unnið að því að greiða götu framleiðslufyrirtækis Scotts og hér á landi. - fgg / sjá síðu 30 Mynd um leiðtogafundinn: Ísland gæti misst af lestinni SKÓLAMÁL „Óvenju margir hættu í haust meðal annars vegna náms. Við höfum ekki náð að fullmanna leikskólann síðan. Nú er komið fram í janúar og við erum að senda börn heim,“ segir Arndís Árna- dóttir, leikskólastjóri á leikskólan- um Jörfa í Reykjavík. Ennþá er gríðarleg mannekla í leikskólum á höfuðborgarsvæð- inu, margir leikskólar ekki full- nýttir og lítil von til þess að börn á biðlista fái pláss í bráð. „Við sendum börn heim í tvær vikur um miðjan desember. Í gær þurftum við líka að senda börn heim í tvær vikur,“ segir Arndís. „Við höfum auglýst eftir starfs- fólki. Nú þarf að skoða þessi mál og ákveða hvort við höldum áfram að senda börnin heim eða hvort okkur tekst að fá hæft fólk.“ Arn- dís segir jafnframt að deildar- stjóra vanti á leikskólann. Það hafi aldrei gerst áður. Ingunn Gísladóttir, starfs- mannastjóri á leikskólasviði hjá Reykjavíkurborg, segir að enn vanti töluvert af starfsfólki. „Við erum ekki með neinar tiltækar tölur,“ segir hún. „Það er mikill skortur á starfsmönnum. Ég get þó ekki sagt nákvæmlega hversu marga vantar eða í hve mörg stöðugildi. Ástandið er ekki nærri nógu gott.“ Stjórnendur leikskóla í Reykja- vík eru að búa sig undir að skerða vistun og senda börn heim eins og gert var í haust. Ingunn segir að nokkrir leikskólar búi sig undir að ástandið geti versnað. „Við erum í startholunum. Búið er að gera áætlun í nokkrum skólum um hvernig standa eigi að málum en kannski kemur sú áætlun aldrei til framkvæmda,“ segir hún og bætir við að verið sé að kanna hve mörg börn séu á biðlista. Þau börn kom- ist tæpast inn eins og ástandið er nú. Árni Þór Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri fræðslusviðs Kópa- vogsbæjar, segir að um eða yfir tuttugu starfsmenn vanti á leik- skóla bæjarins. Viðbragðsáætlun sé fyrir hendi en hún hafi ekki dugað til í desember, þá hafi í tví- gang þurft að skerða þjónustuna verulega vegna veikinda starfs- manna. Í öðru tilfellinu hafi tíu starfsmenn á einum leikskóla verið veikir. - ghs Börn enn send heim vegna manneklu Ástandið á leikskólum hefur ekkert batnað frá því í haust. Enn vantar tugi starfsmanna. Leikskólinn Jörfi sendir börn heim vegna manneklu. Leikskólar eru tilbúnir með viðbragðsáætlun og búa sig undir að ástandið geti versnað. RIGNING EÐA SLYDDA SYÐRA Í dag verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt. Rigning eða slydda sunnan til um hádegi og einnig við austurströndina síðdegis. Hiti um eða yfir frostmarki með ströndum. VEÐUR 4     HEILBRIGÐISMÁL „Það er venjulega mikill annatími hjá okkur eftir hátíðirnar og það er engin undan- tekning á því í ár,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Það eru um 300 manns á bið- lista sem er með almesta móti.“ Það þýðir að einhverjir sem ekki eru í brýnni þörf og eru ekki að koma í fyrsta sinn gætu þurft að bíða í um þrjá mánuði eftir vist á Vogi. Hann segir enn fremur að sá hópur sem kemur eftir hátíðirnar skeri sig að nokkru leyti úr því þá komi margir sem eru að koma í fyrsta sinn og meira ber þá á fólki sem á í vanda með áfengi en ekki önnur efni. Undanfarin ár hefur þó hlutfall þeirra sem eiga við áfengisvanda að stríða dregist saman og eru þeir nú um helm- ingur sjúklinga. „Það fylgir hátíðunum yfirleitt meiri neysla en einnig ýmsar skyldur gagnvart fjölskyldunni og þegar drykkjan er farin að koma í veg fyrir að einhver geri þær þá koma oft upp vandamál sem knýja á að menn geri eitt- hvað í sínum málum,“ segir Þór- arinn. Árið 2006 komu 1.851 sjúkling- ur á Vog og höfðu þeir aldrei verið fleiri. Ekki er búið að taka saman fjöldann fyrir síðasta ár. - jse Mikið annríki á Sjúkrahúsinu Vogi eftir hátíðirnar: Um þrjú hundruð á biðlista Mannahróker- ingar í KR Jeremiah Sola er kom- inn aftur til KR en Jovan Zdravevski fór í staðinn til Stjörnunnar. ÍÞRÓTTIR 26 LÖGREGLUMÁL Farbann yfir manni, sem grunaður er um að hafi ekið á fjögurra ára dreng í Reykjanes- bæ í lok nóvember á síðasta ári, rennur út í dag. Enn er óráðið hvort farbannið verður framlengt. Drengurinn lést af sárum sínum. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi til 11. desember. Þá krafðist lögreglan á Suðurnesjum þess að varðhaldið yrði framlengt um fjórar vikur, en Héraðsdómur Reykjaness varð ekki við því. Þó var maðurinn úrskurðaður í farbann. - sþs Banaslysið í Reykjanesbæ: Farbannið rennur út í dag FROSTFAÐIR HEIMSÓTTUR Haldið var upp á jólin í Rússlandi í gær, en júlíanska tímatalið er þrettán dögum á eftir því gregoríska, sem við erum vön. Vladimír Pútín forseti heimsótti Frostföðurinn, hinn rússneska jólasvein, í bænum Veliky Ustyug norðan við Moskvu í gærmorgun. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.