Fréttablaðið - 08.01.2008, Page 17

Fréttablaðið - 08.01.2008, Page 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Heiður Anna Helgadóttir byrjaði að æfa karate fyrir sex árum og kennir nú á byrjenda- n ámskeiðum hjá Þórshamri. „Þetta er mjög góð líkamsrækt sem æfir bæði þol og styrk og einbeitingu og maður lærir líka aga,“ segir Heiður Anna en hún æfir og kennir karate hjá Þórs- hamri ásamt því að stunda nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Ég hef verið að æfa frá því 2002 og er komin með annað brúna beltið af þremur,“ útskýr- ir hún. „Ég byrjaði að kenna í fyrrahaust og nú er ég að fara að kenna börnum og unglingum á byrjenda- námskeiðum en námskeiðin eru að fara af stað núna eftir áramótin.“ Heiður Anna útskýrir að karate byggist upp á tveimur þáttum, kihon eða grunnæfingum þar sem gerðar eru æfingar út í loftið og svo kumite þar sem tveir andstæðingar berjast. „Þetta er kennt saman og maður þarf að ná tökum á hvoru tveggja. Kata er síðan flétta af mörgum grunnæfingum sem settar eru saman, t.d. vörn og árás og svo verða flétturnar alltaf erfiðari og flóknari eftir því sem maður kemst lengra. Það er keppt í kata og kumite en ekki í grunn- æfingunum,“ útskýrir Heiður og segir að hjá Þórs- hamri sé mælt með að fólk keppi á mótum. „Það eru haldin nokkur mót á önn og mælt með því að fólk keppi á sem flestum mótum, ekkert endilega til að vinna heldur bara til að æfa sig í að koma fram fyrir fólk og losa um stressið. Ég stefni t.d. á að að fara út í mars að keppa og er byrjuð að æfa fyrir það, við erum nokkrar stelpur sem ætlum að fara á opið mót í Svíþjóð,“ segir hún. Heiður hefur stundað íþróttir frá unga aldri og hefur fundið sig í karate. „Ég hef alltaf æft eitthvað og byrjaði í fimleikum þegar ég var lítil og æfði í þó nokkur ár. Svo fór ég að æfa skauta og eftir það sund. Loks fór ég í karate með vinkonu minni og mér finnst það langskemmtilegast. Ég mæli með þessu fyrir alla og þetta er ekki dýr líkamsrækt. Þarna er fólk á öllum aldri, krakkar alveg frá sex ára og fólk upp fimm- tugt, að byrja að æfa karate og það er ekkert mál,“ segir Heiður að lokum. heida@frettabladid.is Krakkar frá sex og fólk upp í fimmtugt í karate Heiður Anna Helgadóttir kennir börnum og unglingum karate. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SIPPAÐ AF KRAFTI Valdís Silja Sigurþórsdóttir einkaþjálfari hefur innleitt til landsins líkamsrækt sem kallast Jump Fit. Þessi ný- stárlega sipptækni hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum. HEILSA 2 KÍNVERSKUNÁMSKEIÐ Magnús Björnsson kennir Íslendingum kínversku hjá Mími-símenntun og fræðir þá einnig um gersemar Peking- borgar þar sem Ólympíuleik- arnir verða haldnir í sumar. NÁM 4 Laugavegi 51 • s: 552 2201 STAF GANG A ÁHRIF ARÍK LEIÐ TIL LÍ KAMS RÆKT AR Stafgöngunámskeið hefjast 15. janúar n.k. stafgönguþjálfi, 616 85 95. stafgönguþjálfi, 694 35 71. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á: „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.