Fréttablaðið - 08.01.2008, Side 43

Fréttablaðið - 08.01.2008, Side 43
ÞRIÐJUDAGUR 8. janúar 2008 27 FÓTBOLTI Það voru enn fjórtán úrvalsdeild- arlið í pottinum þegar dregið var í fjórðu umferð, 32 liða úrslit, FA-bikarsins í gær- dag en leikirnir fara fram helgina 26.-27. janúar. Núverandi FA-bikarmeistarar í Chelsea drógust gegn Wigan og ferðast á JJB leik- vanginn og þá verður pottþétt annar slag- ur úrvalsdeildarliða á Old Trafford þar sem Englandsmeistarar Manchester United mæta annaðhvort Tottenham eða Read ing. Arsenal fær annaðhvort Newcastle eða Stoke í heimsókn á Emirates leikvanginn og Hermann Hreiðarsson og félagar í Port- smouth leika gegn Plymouth á Fratton Park. Sex fallin úr keppni Sex úrvalsdeildarlið eru þegar fallin úr keppni og önnur átta úrvals- deildarlið þurfa að spila að nýju 15.-16. janúar eftir að hafa gert jafntefli í leikjum sínum í þriðju umferð keppninnar. Liverpool er eitt þeirra liða og nái liðið að hafa betur gegn Luton þá kemur annaðhvort Swansea eða utandeildarliðið Havant & Waterlooville í heimsókn á Anfield. Manchester City og West Ham þurfa að mætast aftur til þess að skera úr hvort liðið fer í fjórðu umferð og mætir þá Sheffield United á Bramall Lane. Fulham og Derby þurfa einnig að mæta mótherjum sínum úr þriðju umferð, Bristol Rovers og Sheffield Wednesday, á nýjan leik til þess að komast í fjórðu umferð. Þar gæti Fulham mætt annaðhvort Swindon eða Barnet og Derby mætir Preston á heimavelli sínum Pride Park ef Paul Jewell nær að bera sigurorð af sínu gamla félagi. Það er vel við hæfi að „risabanarnir“ Oldham og Huddersfield, sem slógu út Everton og Birmingham í þriðju umferð keppninnar, mætast á Boundary Park. Andy Ritchie, núverandi knattspyrnu- stjóri Huddersfield, snýr þar með aftur á sinn gamla heimavöll en hann stýrði Oldham á árunum 1998-2001. Þá heimsækir Middlesbrough lið Mansfield sem er í fallsæti í D-deild á Englandi. Fjögur lið á síðustu 12 árum Aðeins fjögur lið hafa skipst á að vinna FA-bikarinn á undanförnum tólf árum og eru það „stóru fjögur“ liðin; Arsenal, Chelsea, Liverpool og Manchester United. Manchester United hefur enn fremur unnið FA bikarinn oftast allra liða, eða ellefu sinnum, en Arsenal fylgir þar fast á eftir með tíu FA bikar- titla. - óþ Dregið var í fjórðu umferð FA-bikarsins á Englandi í gær: Fer utandeildarliðið á Anfield? FER HANN Á OLD TRAFFORD? Ívar Ingimarsson og félagar í Reading þurfa að vinna Totten- ham á Madejski-leikvanginum til þess að mæta Manchester United. NORDIC PHOTOS/GETTY B&L 9 DAGAR Í EM Í HANDBOLTA FÓTBOLTI Didier Drogba, fram- herji Chelsea, hefur nú enn og aftur ítrekað vilja sinn í fjölmiðl- um til að yfirgefa Lundúnaliðið. „Þessi orðrómur um að ég ætli að fara frá Chelsea er kominn frá mér sjálfum og ég er óhræddur við að segja það sem mér býr í brjósti. Það versta er hins vegar að ég er búinn að vera að segjast ætla að fara í 2-3 ár en það gerist ekki neitt. Þegar José Mourinho hætti sem knattspyrnustjóri jókst vilji minn til þess að fara til mikilla muna,“ sagði Drogba í viðtali við Eurosport en hann hefur þegar verið orðaður við mörg félög. - óþ Didier Drogba, Chelsea: Ég ætla mér að yfirgefa Chelsea VILL FARA Drogba hefur enn og aftur ítrekað vilja sinn í fjölmiðlum að yfirgefa Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Gunnar Pettersen, þjálfari norska handboltalands- liðsins, var himinlifandi með sigur sinna manna á æfinga- mótinu um helgina. Norðmenn tryggðu sér sigurinn með því að vinna sannfærandi 30- 23 sigur á Pólverjum en höfðu áður gert 28-28 jafntefli við Ísland og unnið öruggan sigur á Dönum. „Við vorum í heimsklassa á stórum köflum í þessum leik og höfum aldrei spilað betur,“ sagði Pettersen eftir mótið. Norðmenn mæta Dönum í fyrsta leik á mótinu en þeir eru einnig með Rússum og Svartfellingum í riðli. - óój Þjálfari Norðmanna: Höfum aldrei spilað betur KÁTUR Gunnar Pettersen var ánægður með spilamennskuna á æfingamótinu. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Það dugði ekki Michael Bruun að verja 14 skot gegn Íslandi á sunnudaginn því hann fær ekki að fara með Dönum á HM. Danski landsliðsþjálfarinn Ulrik Wilbek ákvað að velja frekar Peter Henriksen þrátt fyrir að hann hafi ekki fundið sig í leiknum gegn Íslandi og aðeins varið 2 af 8 skotum. Henriksen leikur með Snorra Steini Guðjóns- syni og Ásgeiri Erni Hallgríms- syni hjá GOG Svendborg. „Ég er ánægður en jafnframt mjög þreyttur. Þetta er búinn að verja langur óvissutími, það var erfitt að berjast um sætið og því mikill léttir að fá að fara með,“ sagði Henriksen. Bruun hefur oft reynst Íslendingum erfiður og varði meðal annars 24 skot þegar Ísland tapaði fyrir Dönum í leiknum um bronsið á EM 2002. Aðalmarkvörður Dana á mótinu er hins vegar Kasper Hvidt. - óój Danski landsliðsþjálfarinn: Valdi frekar Henriksen HANDBOLTI Slóvakar, mótherjar Íslendinga í öðrum leik þeirra á EM í Noregi, urðu í þriðja sæti á Challenge Marrane-mótinu í Frakklandi. Slóvakar unnu Katar (31-25) og töpuðu fyrir Túnis (22-31) í riðlakeppninni en unnu svo Tékka 38-32 í leiknum um þriðja sætið. Tékkar léku þó án sterkra manna eins og Martins Galia, Karels Nocar, Jans Sobol, Davids Juricek, Filips Jicha og Jans Filip. Túnis vann mótið eftir 32-26 sigur á franska liðinu Ivry í úrslitaleik. Tékkar eru á leiðinni til Íslands til þess að spila tvo æfingaleiki um næstu helgi en Slóvakar mæta hins vegar Slóvenum í tveimur leikjum í Bratislava. - óój Slóvakar eru með okkur í riðli: Urðu í 3. sæti í Frakklandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.